Heima er bezt - 01.04.1973, Síða 13

Heima er bezt - 01.04.1973, Síða 13
STEFÁN KR. VIGFÚSSON: Eigum vié að halda jDjóðhátíð 1974? risvar hefir íslenzka þjóðin haldið þjóðhátíð. Sú fyrsta var haldin 1874, þá var minnst eitt- þúsund ára búsetu í landinu. Sú næsta var haldin 1930, þá var þess minnst að liðin voru eittþús- und ár frá því að stofnað var Alþingi við Öxará. Sú Íiriðja var árið 1944, þegar lýðveldi var endurreist á slandi. Það hefir verið sameiginlegt með öllum þess- um hátíðum, að allar hafa þær haft mikil og söguleg tilefni, enda hefir enginn ágreiningur verið með þjóð- inni um að þær skyldu haldnar, allar hafa þær farið vel fram, og verið þjóðinni til sóma. Þjóðin hefir verið svo lánsöm að eiga í öll skiptin andans stórmenni, sem hafa með verkum sínum auldð á reisn hátíðahaldanna. Nú líður óðum að því að haldin verði hin fjórða þjóðhátið, þar sem minnst verði kristnitöku á íslandi, árið eittþús- und. Til viðbótar þessu hefir svo áhugasömum mönnum dottið í hug að halda þjóðhátíð 1974, í tilefni af ellefu- hundrað ára búsetu í landinu, hefir þegar fyrir nokkru verið sett á laggirnar þjóðhátíðarnefnd, 'til að vinna að undirbúningi. Nú væri kannski ekki óeðhlegt að spyrja: Er ástæða til að fara að stofna til þjóðhátíðar 1974? Þjóðin hefir þegar haldið upp á þúsund ára afmæli sitt, meðal annars með veglegum lofsöng, sem nú er þjóðsöngur hennar. Síðan eru að vísu liðin 100 ár, eh er það nægilegt til- efni til að stofna til svo umfangsmikils og kostnaðar- sams fyrirtækis sem þjóðarsamkoma á Þingvöllum mundi verða? Mér finnst það mikið álitamál. Að sjálf- sögðu er þjóðinni skylt að þakka fyrir handleiðslu Guðs, á þessum síðastliðnum hundrað árum, og allt það marga og góða, sem hann hefir gefið henni á þess- um árum, og hefir farið svo langt fram úr því, sem nokkurn gat órað fyrir, fyrir hundrað árum, en til þess þarf ekki stórfengleg hátíðahöld, það er hægt að gera í ldrkjum landsins, og á samkomum heima í héröðum. Þá er það og mjög jákvætt að þjóðin sameinist um að gefa sjálfri sér minningargjafir, í tilefni þessa afmælis, sameinist um að koma í framkvæmd verkum, sem eru henni til hagsbóta og sóma. Vil ég nefna hér þrennt, sem allt heyrir undir þennan lið, og nú er unnið að: Endurskoðun stjórnarskrárinnar, hringvegur um land- ið og byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Allt eru þetta verkefni, sem þjóðinni er menningarlegur ávinningur og sómi, að koma í framkvæmd. Á sviði félags- og menningarmála eru verkefnin einnig mörg, sem þarf að leysa. Ég vil hér aðeins nefna tvennt, þar sem þjóðarhagur og þjóðarsæmd krefst þess að algerlega sé söðlað um. Látum þessa ellefuhundrað ára minningu marka tímamót í sögu vorri á þann veg, að við hverfum til heilbrigðari hátta í lífsvenjum og tekju- sldptingu þjóðarinnar, en á báðum þessum sviðum er stefnt til ófarnaðar. Sýnilegt er, að fyrirkomulag það sem ríkt hefir um kaupgreiðslur og tekjuskiptingu þjóðarinnar er svo stórgallað, að það hlýtur að leiða til fjármálalegs öng- þveitis og upplausnar, það veldur stöðugum átökum og deilum milli launþega og vinnuveitenda, stétta og starfs- hópa, til óbætanlegs tjóns fyrir þjóðarheildina. Þetta verður að breytast, vísitölukerfið, og víxlhækkun kaup- gjalds og verðlags, verður að afnema, það hagstjómar- kerfi sem á þeim er reist, stefnir út í algera ófæru. Kaupgjald verður að miðast við þjóðartekjur. Það verð- ur að leggja þjóðartekjur til grundvallar, og skipta þeim af réttlæti og fullum drengskap, milli allra landsins barna, það er sá eini heilbrigði og raunhæfi grundvöll- ur, sem hægt er að byggja á. Við það mundi skapast festa og öryggi í fjármálaþróuninni í landinu, og verð- bólgan að mestu vera úr sögunni. Hitt atriðið sem ég vildi nefna er áfengisneyzla þjóð- arinnar, hún er nú komin á það stig, að áhyggjuefni hlýtur að vera öllum hugsandi mönnum. Þjóðin verður að breyta um stefnu í þessu máli, hún verður að ráð- ast gegn áfengisböhnu, og útrýma því. Framtíð hennar er í veði! Ég nefni ekki fleira. Beri þjóðin gæfu til að breyta um stefnu í þessum málum, verður bjartara yfir þeim áfanga, sem í hönd fer. Nú hafa voveiflegir og stórfenglegir atburðir gerst með þjóð vorri, sem þjóðin verður að taka fullt tillit til, í öllum sínum áætlunum á næstunni, hún verður að beita allri sinni orku að því að komast yfir það ægi- lega áfall, sem eldgosið í Vestmannaeyjum er, fyrir lífs- afkomu hennar. Þetta mikla og ægilega áfall hlýtur að gera það meira en réttlætanlegt, að við leggjum á hill- una þau hátíðahöld, sem fyrirhuguð voru á Þingvöll- um 1974, sem færð hafa verið nokkur rök að, hér að framan, að tæplega hafi nokkurntíma átt sér raunveru- legan eða efnislegan grundvöll. Þessi hátíðahöld mundu, ef framkvæmd yrðu, verða þjóðinni geysilega dýr, bæði beint og óbeint. Þá getur heldur ekki hjá því farið, að sú spurning verði áleitin. Mundi þessi samkoma verða þjóðinni til sóma? Því miður gefur reynslan frá 17. júní og fyrsta desember, ekki bjartsýni á að svo mundi verða. Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.