Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 16
JON GUÐMUNDSSON, SKALDSSTOÐUM:
Frásöguþættir
af bæjum í Geiradal
GARPSDALUR
Halldór Garpdalsgoði, sá er fyrstur manna
byggði sér bæ í Garpsdal, átti uxa einn, mik-
inn grip og góðan. Hét hann Garpur, og eftir
honum nefndi Halldór bæ sinn Garpsdal.
Halldór Garpsdalsgoði var sonur Héðins, son Gils
skeiðamefs landnámsmanns á Kleifum. Sonur Halldórs
Garpdalsgoða var Þorvaldur, fyrsti maður Guðrúnar
Ósvífursdóttur. Talið er að brullaup þeirra Guðrúnar
og Þorvalds hafi farið fram í Garpsdal í tvímánuði, þ. e.
í september árið 989. Guðrún var þá sögð 15 vetra
gömul. Þau Guðrún og Þorvaldur bjuggu saman í
Garpsdal í tvo vetur, sambúð þeirra var ei sem skildi,
og shtu þau samvistum eftir nefnda tvo vetur. Flutti
Guðrún þá aftur heim til Lauga.
Um miðbik 13. aldar búa í Garpsdal þeir feðgar
Gunnsteinn Hallsson og Vigfúss sonur hans. Vigfúss
átti fyrir konu Guðrúnu Sturludóttur, dóttur Sturlu
Sighvatssonar á Sauðafelli í Dölum. Vigfúss kemur tölu-
vert við sögu á Sturlungaöld og var misjafnlega þokk-
aður.
í Garpsdal er kirkjustaður. Kirkja var þar byggð
snemma á öldum helguð Guði, Maríu mey, Pétri post-
ula og Þorláki biskupi. Prestar sátu í Garpsdal næstum
óslitið frá því á 15 öld (eða fyrr?) og til 1890. Enn-
fremur var í Garpsdal þingstaður Geiradalshrepps frá
því á 18. öld og til 1906. Áður var sameiginlegur þing-
staður beggja hreppanna, Geiradals og Reykhólahrepps,
í Berufirði í Reykhólasveit. Vorið 1781 kom að Garps-
dal Sæmundur Þorsteinsson prestur og var hann að taka
við kalli sínu, er hann þjónaði samfleytt í 34 ár til
dauðadags 23. júlí 1815. I prestskapartíð séra Sæmund-
ar í Garpsdal var þar til heimilis unglingspiltur að
nafni Magnús Jónsson, hann var ættaður úr Skagafirði,
frændi sr. Sæmundar. Foreldrar Magnúsar voru þau
Jón Gunnlaugsson og Guðrún Magnúsdóttir á Skúfs-
stöðum í Hjaltadal. Magnús var fremur ódæll á upp-
vaxtarárum sínum í Garpsdal. Og haustið 1807, nánar
tiltekið í nóvember, fór að bera á ókyrrleika í Garps-
dal, voru fordérfaðir þar ýmsir hlutir, svo sem brotnar
124 Heima er bezt
hurðir frá fjárhúsum og brotinn bátur niður á sjávar-
bakka og ýmislegt fleira var fært úr stað og eyðilagt.
Drepinn var hestur er prestur átti í hesthúsinu í Múla.
í fyrstu voru þessi skemmdarverk og illvirki eignuð
kvenanda. Sem fáir sáu þó nema Magnús einn. Því var
fljótlega veitt eftirtekt, að Magnús var ávallt nálægur
þar sem atburðirnir gerðust. Bárust því böndin að
honum og var hann talinn valdur að þessum ósköpum.
Og bar hann nafngiftina Magnús Garpdalsdraugur
alla ævi upp frá því. Magnús þessi bjó um skeið í Mýr-
artungu og á Staðarhóli í Saurbæ. Frásögn er til um
ókyrrleikann í Garpsdal, skráð af sr. Gísla Ólafssyni á
Stað á Reykjanesi, 7. júní 1808. Birt í 1. bindi Þjóðsagna
Jóns Árnasonar, er kom út 1954, bls. 299.
Næstur prestur í Garpsdal var séra Jóhann Berg-
sveinsson. Hann drukknaði í Geiradalsá í desember
1822. Séra Jóhann var þríkvæntur. Meðal barna hans
voru þau Guðrún, kona Eyjólfs dannebrogsmanns í
Svefneyjum og Bergsveinn, er varð úti í hríðarbyl suð-
ur á Álftanesi 15. desember 1808. Hann var þá skóla-
piltur í Bessastaðaskóla. Samtíða sr. Jóhanni í Garpsdal,
var prestur í Saurbæjarþingum, sr. Ásmundur Gunn-
laugsson frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Sr. Ásmund-
ur var maður mjög umdeildur og sat sjaldan á friðar-
stóli, þó mun hann hafa átt meinlaust við sr. Jóhann í
Garpsdal, og verið nokkuð tíður gestur í Garpsdal.
Sr. Ásmundur var hestamaður mikill og átti góða og
ötula hesta, sem hann bauð ýmislegt, sem aðrir vart
mundu hafa gert. Það var einhverju sinni, að sr. Ás-
mundur var staddur í Garpsdal. Þá lagði hann hesti
sínum til sunds úti í Garpsdalsey. Hvíldi hann hest-
inn um stund í eynni en hélt síðan til sama lands. F.kki
kvaðst hann eggja neinn til slíks, þó að sér hefði ekki
hlekkst á.
Frá 1844—1862 var prestur í Garpsdal, séra Bjami
Eggertsson, sonur Eggerts Bjarnasonar prests í Staf-
holti. Sr. Bjarni tók saman sóknarlýsingu Garpsdals-
sóknar 1852, og er hún gagnmerkt rit og áreiðanlega
bezta heimildarrit sem til er um Geiradal á 19. öld.
Árið 1868 var byggð í Garpsdal timburkirkja, kost-
aði bygging sú 565 vættir og 10 fiska. Sú bygging stóð
fram á fjórða tug þessarar aldar. Árið 1934 var hafist
handa um byggingu á nýrri kirkju, var hún vígð árið