Heima er bezt - 01.04.1973, Síða 29
Karlmennirnir koma inn
að kveldverkunum loknum.
Mangi þæfir sokkinn sinn
og síðan smjör í strokknum.
Hallgerður hleifa sker
og harðfisk frammi lemur,
eldabuska aska ber,
og Anna fer og kemur.
Börnin sitja hæg og hljóð
og hlýða rímna-slögum, —
ævintýrin eru góð
í íslendinga sögum.
Fléttuð tögl, amboð ydd,
aðrir kemba og spinna,
eyrað heyrir, augað sér,
en iðnar hendur vinna.
Kveldvakan er kynja löng
og kæti mörg á seiði.
Ekki er gatan yfrið löng
á ævintýraheiði. . . .
Raular blær rjáfrið við
raunabögur þýðar.
Þenur gandinn tungl um tind
og tandurbjartar hlíðar.
Svo er það ljóðið, sem ég gaf upp sem Nú blika norð-
urljós bleikrauð bönd. Hér er líklega átt við Kvöldljóð
Guðmundar Guðmundssonar (skólaskálds): Nú flétta
norðurljós bleikrauð bönd. Það voru tveir kórmenn, sem
leiddu mig á sporið, þeir Guðmundur Gunnarsson héð-
an frá Akureyri, og Bjarni Bjarnason frá Brekkubæ í
Hornafirði. Þeim þakka ég, sem og henni Önnu Vigfús-
dóttur frá Brúnum, Hellu, Rang. En þar með er sagan
ekki búin. Guðmundur og Bjarni tala um fallegt lag
Björgvins Guðmundssonar við þetta ljóð. Ég tel afar
ólíklegt, að það hafi verið lagið, sem Snorri Sigfússon
lét syngja á Flateyri forðum daga, og hún Hjördís Jóns-
dóttir frá Veðrará telur fullorðna þar vestra muna eftir.
Þegar ég ritaði Snorra um þetta á sínum tíma, mundi
hann ekki eftir þessu, en kannski rifjast þetta upp fyrir
honum þegar hann sér ljóðið? En ég verð að segja
það, að minnsstæður hefur sá söngur verið, sem menn
muna svona vel, — eftir rúmlega 40 ár.
Kvöldljóð Guðmundar Guðmundssonar birtist hér
eins og það er prentað í ljóðasafni hans (I) frá 1934.
Þetta ljóð minnir mig á hið dýrlega ljóð Matthíasar Til
móður minnar: Því skyldi ég yrkja um önnur fljóð/ en
ekkert um þig, ó, móðir góð/upp þú minn hjartans óður
o. s. frv., en ég hef saknað þess, að ekkert áheyrilegt lag
skuli vera til við það. Þó er sem mig minni, að einhvern-
tíma hafi ég heyrt það sungið. Ef lagasmiðir skyldu lesa
þessar línur mínar, bið ég þá að hafa þetta í huga.
KVÖLDLJÓÐ
Nú flétta norðurljós bleikrauð bönd
að barmi nætur, — dagur hnígur.
Og máninn yzt við Ránar rönd
með röðulblæ á himin stígur.
Og stjarnan brosir stillt og hljóð
og stefnir móti ljóssins syni,
svo mild og blíð sem móðir góð
þess manns, er á sér fáa vini.
En héðan yfir óraveg
í anda vil eg göngu þreyta.
Að knjánum þínum ætla eg,
ó, elsku mamma, í kvöld að leita!
því stjaman minning bjarta ber
í barm minn gegnum rökkurskugga,
sem kveðja væri’ hún kær frá þér
og kæmi mig að gleðja’ og hugga.
Eg man er rökkrið fyllti frið
á fyrri dögum lága bæinn,
á kistli sat eg kné þín við,
er kvölda tók og leið á daginn,
og fögur þá mér lastu ljóð
unz ljósið birtist fram í göngum,
og sögur þá mér sagðir fróð,—
eg sakna þess og man það löngum.
Og seinna’, er böl mig firrti frið
á fyrstu lífsins skólaárum,
eg kom og settist kné þín við
og kjöltu þína vætti tárum.---
Nú langar mig að leita þín,
er ljósar vonir frið mér búa;
eg veit, þá góða mamma mín,
ei mundir við mér baki snúa!
En nú er langt að leita þín,
þig lykja sjónum dauðans tjöldin.
En þegar stjarnan skærast skín
og skjálfa stráin htlu á kvöldin,
eg dropa finn úr Ijóssins laug,
frá lindum himins á mig falla,
og sælutár mér segja þaug,
að sértu þá mér fjarri varla!
Þegar hér er komið rabbi, verð ég að geta ábending-
anna frá honum Óskari Hlíðberg varðandi Ijóðið, sem
ég kallaði Ég mætti þér eitt kvöld. Ég birti ljóðið eftir
minni og ég hef tekið skakkan pól í hæðina, en leiðar-
vísun Óskars ér réttari, auk þess sem hann nefnir nafn
höfundar, Jóhanns Jónssonar frá Sjávarborg, (fyrir
austan). Við þessar upplýsingar Óskars Hlíðbergs má
svo bæta, að Ragna Gunnarsdóttir, Kópavogi, bætir enn
einni vísunni við, og verða þær þá alls þrjár. Nú birti
ég þetta ljóð aftur, en áður flyt ég Rögnu Gunnars-
dóttur og Óskari Hlíðberg þakkir. Frh. á bls. 142
Heima er bezt 137