Heima er bezt - 01.04.1973, Síða 30

Heima er bezt - 01.04.1973, Síða 30
AUÐUR A HEIÐI 3. HLUTI Hann man nú nokkurn veginn glöggt heimkomuna í gærkvöld eða nótt. Auður vakti og beið hans að vanda, þegar hann var úti að skemmta sér að kvöldi. Hann hafði tapað með meira móti í spilamennskunni að þessu sinni, en þóttist þó hafa haft fullt vald á skapi sínu. En þegar hún hafði farið að ympra á því að hann legði sig fyrir í stofunni, svo að hann truflaði síður Bergþór litla, hafði hann sleppt alveg stjórn á skapinu og jafnvel lagt hendur á konu sína, — konuna sem hann hefir elskað frá æskuárum, — konuna sem fyrirgefur honum allt, biður hann ávallt með góðu og hallmælir honum aldrei, hvernig sem hann er til reika er hann kemur heim til hennar. Hann iðrast sárlega framkomu sinnar í gær- kvöld. Hreinn fær ekki lengur tóm til hugleiðinga í einrúmi. Svefnherbergisdyrnar eru opnaðar hljöðlega, og Berg- þóra kemur inn. Hún nemur staðar við rúm sonar síns. og lýtur niður yfir hann, og er hún sér að hann er vak- andi, kyssir hún mjúkt á enni hans, eins og þegar hann var lítill drengur, og segir blíðlega, en þó með raunablæ í röddinni: — Guð gefi þér góðan dag, Hreinn minn. — Góðan daginn, mamma, svarar hann dálítið undr- andi yfir þessari óvæntu komu hennar, en svo færir hann sig ofar í rúmið og býður henni að sitja hjá sér. Bergþóra setzt á rúmið fyrir framan son sinn, og svo líkir þögn nokkur andartök. Það er eins og mæðginin eigi bæði hálf erfitt með að hefja samræður. En svo er það Hreinn sem rýfur þögnina og segir eins létt og eðli- lega og honum er unnt: — Mér finnst orðið reglulega langt, síðan ég hefi séð þig, mamma. Er ekki allt gott að frétta af ykkur pabba? — Jú, þakka þér fyrir, góði minn. Já, nú er farið að h'ða nokkuð langt á milli þess að við sjáumst, finnst mér. — Þú kemur alltof sjaldan hingað til okkar. — Nei, hingað kem ég einmitt nokkuð oft, góði minn. — Jæja, en ekki þegar ég er heima. — Það er nú einmitt það, sem ég er farin að undrast 'dálítið, hve sjaldan mér auðnast að hitta þig heima. — Þú hlýtur að koma á mjög óheppilegum tíma. — Ekki álít ég það, ég kem oftastnær á kvöldin, eftir að vinnutíma er lokið. Og fyrst eftir að þú stofnaðir þitt eigið heimili, hitti ég þið ævinlega heima að starfi þínu loknu, og það er ef til vill af þeim sökum, að ég kann þessari nýbreytni ekki sem bezt. — Jæja, góða mamma. Ég skrepp stundum út að spila með kunningjum mínum, og annað fer ég sjaldan. — Ert þú nú farinn að stunda spilamennsku, Hreinn minn, sem aldrei máttir heyra spil nefnd, hvað þá meira, á meðan þú varst heima hjá mér. Og sízt kom mér það til hugar, að spilaíþróttin drægi þig að heiman. — Það er nú varla hægt að segja að ég stundi spila- mennsku, þó að ég taki stöku sinnum nokkra hringi með félögum mínum. — Er það bara einstöku sinnum, góði minn, sem þú tekur í spil með þessum kunningjum þínum? Alltaf hitti ég Auði eina heima með drenginn, hve oft sem ég kem hingað að kvöldi til, nú í seinni tíð. Hugsar þú aldrei út í það, að henni kunni að leiðast á kvöldin, þegar þú ert svona að heiman? — Aldrei hefir hún kvartað um það. Og maður getur nú ekki alltaf setið heima hjá konunni, mamma. Hreinn reynir að brosa, en það bros er óviðfeldið í augum Bergþóru. Þungt andvarp stígur frá brjósti henn- ar, en svo segir hún milt og rólega: — Og hvernig ertu svo á þig kominn, þegar þú kem- ur heim til konu þinnar og litla drengsins ykkar að spila- mennskunni lokinni? Hún horfir hlýtt og spyrjandi á son sinn. Hreinn forðast að mæta augum móður sinnar og svar- ar engu strax. Síðustu orð hennar snertu viðkvæmasta strenginn í sál hans og samvizku. En hann reynir að brosa á ný til að leyna sektarlcennd sinni og spyr um leið annarlegri röddu: — Hefir Auður ef til vill kært mig fyrir þér, mamma? — Nei, Hreinn minn. Auður þín er of góð og saklaus til þess að varpa skugga á þig á nokkurn hátt. En ég hef komizt að sannleikanum um ástand þitt að öðrum leið- 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.