Heima er bezt - 01.04.1973, Page 31
um. Þú hefir alla tíð verið mín dýrmætasta gjöf lífsins,
sonur minn, og þín örlög skipta mig eins miklu og mitt
eigið líf....
Rödd Bergþóru brestur í grátklökkva. Hreinn grípur
um hönd móður 'sinnar og þrýstir hana og segir lágt en
hlýlega:
— Taktu þér það ekki svona nærri, mamma mín, þótt
ég hafi stöku sinnum glatt mig í vinahópi. Það er engin
alvarleg hætta á ferðum, því máttu trúa.
— Jæja, vinur minn. Þetta horfir þá svona við í þínum
augum, að engin alvarleg hætta sé á ferðum, en fyrir
mínum augum er það hið gagnstæða. Ég álít að stór og
mjög alvarleg hætta vofi yfir þér, eins og nú horfir við.
Það er alvarlegt ógæfuspor sem hver og einn stígur við
það að gefa sig að áfengisneyzlu, það sanna örlög alltof
margra á átakanlegan hátt. Hugsaðu um konuna þína og
litla drenginn ykkar, góði minn, þótt þú ef til vill
gleymir okkur foreldrum þínum á þessum vettvangi.
Hreinn starir þögull fram fyrir sig um stund, og svip-
ur hans er óræður. En orð ástkærrar móður snerta hann
djúpt. Hann þrýstir hönd móður sinnar enn þéttara en
áður og segir að lokum þýðri röddu og festulegri:
— Ég skal hætta allri áfengisneyzlu, mamma mín,
fyrst þú tekur þér þetta svo nærri. Og auðvitað er það
líka sjálfum mér — og okkur öllum — fyrir beztu.
— Guð blessi þig, elslcu drengurinn minn, segir Berg-
þóra og kyssir heitt á hönd sonar síns, og nokkur fegins-
tár hennar falla ofan á hönd hans.
— Betri og dýrmætrai gjöf getur þú ekki gefið mér
en þá að gera heimilið þitt aftur bjart og hlýtt af sannri
hamingju, eins og það áður var. Guð gefi þér náð til að
svo megi verða. Og í svip á Hreinn sjálfur ekki aðra ósk
heitari, en að þetta megi rætast.
Bergþóra rís á fætur. Hún hefir lokið erindi sínu á
heimili sonar síns og tengdadóttur. Mæðginin kveðjast
með hlýjum innileik, og Bergþóra heldur heimleiðis
glaðari í huga og Guði þakklátari en um miðnættið
síðastliðna.
Hreinn hvílir í kyrrð um stund í rúmi sínu, eftir að
móðir hans er farin á brott, og hugleiðir framkomu sína
við Auði síðastliðið kvöld, og samvizkubit hans verður
sárara, því meir sem hann rifjar þetta upp fyrir sér: að
hugsa sér að hafa lagt hendur á hana og hrint henni frá
sér! Vonandi að hann hafi ekki meitt hana eða slasað.
Skyldi Auður geta fyrirgefið honum þetta? Hann velt-
ir þessu alllengi fyrir sér. Þetta var í rauninni Ijót saga
frá upphafi, — og sennilega ljótust í gærkvöld. Sam-
vizkubit hans er sárt. En nú fær hann ekki lengra næði
til hugleiðinga.
Auður kemur inn með morgunverð handa honum.
— Góðan daginn, Hreinn minn, segir hún með sínum
venjulega hlýleika, eins og ekkert hafi í skorizt, og setur
bakkann á náttborðið hjá honum.
— Gerðu svo vel, hérna er morgunverður handa þér.
— Þakka þér fyrir, Auður, svarar hann lágt, en snertir
ekki á morgunverðinum. Hann horfir dapurlega á konu
sína nokkur andartök og segir svo:
— Ertu ekki reið við mig, Auður?
Auður lítur hlýtt á mann sinn:
— Nei, Hreinn, ég er ekkert reið við þig.
— Þú hlýtur að hafa reiðzt við mig í gærkvöld, eins
og ég kom þá fram við þig og hagaði mér ósæmilega.
— Já, þú hagaðir þér óneitanlega á annan hátt heldur
en ég átti von á. En mér finnst að það hafi ekki verið þú
sjálfur, heldur vondur andi, sem þú hafir drukkið í þig
með áfenginu sem þú hefir neytt, meðan þú varst að
heiman. Og þér hef ég fyrirgefið, en við þann illa anda
sem ég aldrei frið.
— Sá illi andi skal heldur aldrei framar fá að stjórna
framkomu minni gagnvart þér, Auður, því heiti ég þér
nú.
— Sagðir þú mömmu frá þessu?
— Nei, Hreinn, það geri ég aldrei.
— En sagði hún þér frá samtali okkar mæðginanna í
morgun? \
— Já, hún gerði það með fáum orðum, um leið og
hún kvaddi mig. Henni fannst það skipta okkur öll
jafnmiklu.
— Ég hef alltaf fundið, að ég átti góða eiginkonu og
móður, en aldrei betur en nú. Komdu til mín, Auður,
og gefðu mér fyrirgefningu þína í einu hlýju handtaki,
um meira bið ég ekki nú.
Auður færir sig fast að rúmi manns síns og tekur hlýtt
í útrétta hönd hans, og augu þeirra mætast um leið. Og
í djúpi augna hans sér hún sinn sama góða Hrein eins
og áður, hann býr þar enn innra með honum samur og
óbreyttur að bald áfengisgrímunnar, sem hann hefir nú
heitið að varpa frá sér fyrir fullt og allt. Og af öllu
hjarta fyrirgefur Auður Hreini allt.
V.
SKAMMVIN SKÝJAROF
Kaldur vetur er á enda, og vorið fer eldi lífs um lönd
og höf. I ríki náttúrunnar hefir ljósið sigrað alla skugga
og situr nú eitt að völdum með mætti og mikilli dýrð.
Á heimili þeirra Hreins og Auðar hefir einnig vorið og
ljós hamingjunnar sigrað hina dimmu skugga ógæfunn-
ar sem lagzt höfðu yfir það, og nú er þar sól og vor.
Hreinn er með öllu hættur að sækja spilaboð kunn-
ingjanna og eyðir nú frístundum sínum með konu sinni
og syni. Hann býður þeim oft út í ökuferðir út í ríki
náttúrunnar, eða fer með þau í heimsókn til foreldra
sinna og veitir þeim þannig mikla gleði.
Auður er óumræðilega glöð yfir breytingu þeirri sem
orðin er á manni hennar, og þeim mikla sigri sem hann
hefir unnið á sjálfum sér, og hún horfir björtum, von-
glöðum augum til framtíðarinnar í ást og trúnaðar-
trausti til manns síns, sem hún hefir heitið að bregðast
aldrei. En sjálfur er Hreinn þó glaðastur af þeim öllum.
Og sumarið líður.
Hetma er bezt 139