Heima er bezt - 01.04.1973, Side 34
óunnin störf, og leysir þau rösklega af hendi. Síðan hátt-
ar hún og leggst til hvíldar við hhð manns síns. Hreinn
virðist sofa mjög fast og bærir ekki á sér. Auði er hálf
hrollkalt, og hún er venju fremur þreytt eftir daginn,
hún hjúfrar sig því fast að Hreini og ætlar einnig að
sofna strax, en nær því ekki.
Heitur andardráttur Hreins leikur um andlit hennar,
og nokkur andartök hvílir hún þannig grafkyrr. En
skyndilega er allur svefn frá henni flúinn, og hún stirðn-
ar upp af skelfingu:
— Guð minn góður! Getur þetta átt sér stað. Er það
áfengisþefur sem leggur frá vitum manns hennar? Hún
færir sig enn nær Hreini til að finna andardrátt hans
enn betur, og það er ekki um að villast. Hreinn hefir
komið ölvaður heim í kvöld.
í fyrstu er Auður svo lömuð af skelfingu, að hún
getur varla hugsað neitt, en brátt nær hún jafnvægi sínu
og tekur að hugleiða það sem gerzt hefir: — Maðurinn
hennar hefir þá fallið á nýjan leik fyrir freistingum
Bakkusar, og hún óttast að fall hans verði nú enn þyngra
en áður. En nú er það hún, sem ekki má láta bugast né
bregðast honum. Hún verður að bera nafn sitt með
réttu, verða í sannleika Auður Vésteinsdóttir önnur.
Maður hennar er að vísu ekki dæmdur sekur skógar-
maður, en eru örlög drykkjumannsins að nokkru leyti
glæsilegri, er drykkjumaðurinn ekki að vissu marki
dæmdur í útlegð frá hinum sönnu verðmætum lífsins,
og það af eigin hvötum? Henni finnst að svo sé.
En á meðan Auður hugleiðir fall manns síns, finnur
hún hið nýja líf sem hún ber undir brjóstum, hreyfast
í ákafa, og það kallar fram nýjar hugsanir hjá henni:
Innan þriggja mánaða á hún von á barni, og hingað til
hefir hin heita móðurgleði farið sem vermandi ylgeisli
um sál hennar, í hvert sinn sem hún hefir fundið slíkar
hreyfingar hjá óbornu barni sínu, en nú blandast móð-
urgleðin uggvænlegum kvíða:
— Hvaða örlög bíða litlu saklausu barnanna hennar,
haldi faðir þeirra áfram á braut ógæfunnar? Æ, hún
getur ekki hugsað þá hugsun til enda. Hún er örmagna
af þreytu og sálarkvöl. Heit tár taka að streyma ofan
vanga hennar, og þannig sigrar svefninn hana að lokum.
VI.
SYRTIR í LOFTI Á NÝ
Sólbjartur laugardagur hjúpar borgina dýrð sinni.
Hreinn hefir lokið störfum sínum og gengur á fund
gjaldkerans til að taka við launum sínum. Að undan-
förnu hefir hann alloft sótt spilaboð sinna gömlu félaga
frá síðastliðnum vetri, og alltaf komið ölvaður heim af
þeirra fundi. En honum finnst samt, að sér hafi tekizt
ágætlega að stilla þessu í hóf, og að þar sé engin hætta
á ferðum, aðeins frjálslyndur félagsskapur ungra manna,
og með því reynir hann að róa samvizku sína.
Framhald í næsta blaði.
• ' '• C PH p- -rj
s J J
—f ■T DÆGURLAGA^ áttUXÍHK
Framhald af bls. 131.
ÉG MÆTTI ÞÉR . . .
Ég mætti þér eitt kvöld, þá máninn fagurt skein,
og mildum geislum stráði haf og land.
Við tryggðum bundumst þá. Við vorum alveg ein,
og aldrei hugðumst slíta þetta band.
En lífið það er hverfult og lánið það er valt,
þú lofaðir að bíða eftir mér.
En þegar ég kom aftur, gleymt var orðið allt,
því ástin hafði kulnað öll hjá þér.
Nú einn er ég reika meðan aftanroði dvín,
og enga fæ ég hvíld í þetta sinn,
í húmi minna drauma döpur stjarna skín
og döggin vætir griðastaðinn minn.
Veit nokkur deih á eftirfarandi Ijóði, sem hljómar mér
þó svo kunnuglega:
Syngur á þökum sumarljóðin
sólskríkjan er minnka él.
Blítt er lagið, blíð eru hljóðin,
bæði syngur hún lengi og vel.
Þylur hún þá sín unaðs óðinn
ef eitthvað rofar í fagra hvel.
Og þá er bara óska ykkur öllum gleðilegs sumars.
E. E.
BRÉFASKIPTI
Jón Grétar Þorsteinsson, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—18
ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Gylfi Björguinsson, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal,
Skagafirði, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—18
ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Arnleif Gunnarsdóttir, Mói, Dalvík, óskar eftir bréfaskiptum
við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Hanna Kristin Hallgrimsdóttir, Goðabraut 17, Dalvík, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinu 16—18 ára.
Rósa Þórarinsdóttir, Sandfellshaga, Öxarfirði, N.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilt og stúlku á aldrinum 15—17 ára.
Helga Sigurðardóttir, Sleitustöðum, Skagafirði, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Mynd óskast
með fyrsta ljréfi.
142 Heima er bezt