Heima er bezt - 01.12.1975, Page 17

Heima er bezt - 01.12.1975, Page 17
KETILL S. GUÐJÓNSSON, FINNASTÖÐUM: Feré úr Bændaskólanum á Hvanneyri vorié 1921 Ab afloicnu prÓfi frá Bændaskólanum á Hvann- /\ eyri, vorið 1921, ákváðu allmargir skólasvein- / ar, bæði úr eldri og yngri deild, að fara gang- andi frá Hvanneyri, norður í land, til sinna heimahéraða. Að þetta varð að ráði, mun að einhverju hafa valdið sú þrá að fara um og sjá áður ókunn héruð og kynnast landinu og íbúum þess. Að hinu leytinu voru skipaferðir mjög strjálar á þeim árum og munu ekki hafa hentað okkur, enda vildum við ekki bíða syðra, eftir að námi lauk. Þátttakendur í þessu ferðalagi voru eftirtaldir nem- endur: Úr eldri deild skólans: 1. Jón Jónsson Bjarnastöðum Bárðardal S. Þing. 2. Tryggvi Jónsson Klúkum Hrafnagilshr. Eyjaf. 3. Þórir Guðjónsson Eyvindarst. Saurb.hr. Eyjaf. 4. Ketill S. Guðjónsson s. st. 5. Benedikt Grímsson Kirkjubóli Steingr.f. Strandas. 6. Skeggi Samúelsson Miðdalsgröf — — 7. Ásgeir Jónsson Tröllatungu — — Úr yngri deild skólans: 1. Egill Jónasson Hraunkoti Aðaldal S. Þing. 2. Jónas Sigurgeirsson Helluvaði Mývatnssv. S.Þing. 3. Bencdikt Björnsson, Ærlækjarseii Axarf. N. Þing. 4. Björn Stefánsson Ólafsgerði Kelduhvcrfi N.Þing. 5. Ingólfur Pálsson Uppsölum Öngulsstaðahr. Eyjaf. » 6. Snæbjörn Þorleifsson Grýtu — — 7. Brynjólfur Danívalsson Litla-Vatnsskarði Hún. 8. Sigurjón Danívalsson Sjávarborg Skagafjarðars. 9. Hjálmar Halldórsson Tindum Steingr.f. Strandas. 10. Jón Sæmundsson Fitjum — — 11. Alatthías Matthíasson Miðgörðum Grímsey Eyf. Við lögðum af stað frá Hvanneyri, laust cftir hádegi mánudaginn þ. 2. maí, eftir að hafa kvatt skólastjóra, aðra kennara okkar og heimilisfólk. Þarna kvöddum við einnig marga, sem verið höfðu skólafélagar okkar í lengri eða skemmri tíma. Mér býður í grun að nokk- urs klökkva hafi gætt í þcim kveðjum, því óneitanlcga höfðu tengst vináttubönd á okkar skólavistardögum. Það má líka hafa í huga þau sannindi að æskumaðurinn er fljótur til áhrifa, og viðkvæmur á kveðjustund. Eftir að þessum kveðjum lauk, fórum við, sem leið lá að ferjustaðnum á Hvítá við Ferjukot og fengum okkur flutta yfir ána. Ekki er að orðlengja það, að við gengum rösklega upp hjá Svignaskarði og áfram upp í Norðurárdal. Fengum við gistingu á þremur heimil- um í dalnum: Hraunsnefi, Brekku og Hvassafelli. Átt- um við þar ágæta nótt og lögðum af stað að morgni endurnærðir og hressir til að mæta því ókomna. Við komum að Hvammi og fengum okkur þar einhverja hressingu. Þar bjuggu þá, og lengi síðan, myndarhjón- in Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Lundum og Sverrir Gíslason prests að Stafholti. Sverrir var síðar, sem kunnugt er, formaður Stéttarsambands bænda í nær tvo áratugi. Við fórum næst fram hjá Sveinatungu. Þar bjó fyrir og eftir síðustu aldamót stórbóndinn Jóhann Eyj- ólfsson. Byggði hann á jörð sinni eitt fyrsta steinhús, sem byggt var á sveitabýli á íslandi. Við komum að Fornahvammi um kl. 6 síðdegis og var þá um það að velja að leggja á Holtavörðuheiði undir nóttina eða setjast að þar sem við vorum komnir. Þá var í Fornahvammi vinnumaður eða bústjóri Gunn- ar Guðjónsson frá Gestsstöðum í Sanddal. Hafði hann verið með okkur í skóla hluta úr vetri 1919—20. Varð hann, að mig minnir, að hætta í skólanum vegna veik- inda á heimili foreldra hans. Tjáði hann okkur að lít- ið væri til matarkyns á heimilinu, þó myndum við geta fengið saltfisk til kvöldmatar. Við ákváðum að sctjast að. Þá var farið að sjóða fiskinn og tók það ærinn tíma. Ekki höfðum við allir matast fyr en komið var fast að miðnætti, enda komust ekki nema sex að í einu vegna skorts á leirtaui. Við fórum ekki úr fötum um nóttma, en lágum 2 og 3 í hverju rúmi og margir á gólfinu. Lítið varð um svefn og lögðum við af stað kl. 6 að morgni, eftir að hafa drukkið svart kaffi án brauðs. Næturgreiðinn kostaði kr. 6,00 fyrir manninn og var það það hæsta, sem við urðum að greiða fyrir gistingu alla leiðina norður í land. Aðeins á hótelinu á Sauðár- króki greiddum við jafnhátt gjald. Þess skal getið að einn okkar félaga, Benedikt Björnsson frá Ærlækjarseli Axarfirði hafði veikst daginn er við vorum á leið til Fornahvamms. Elnaði honum sóttin um nóttina og Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.