Heima er bezt - 01.12.1975, Side 19
Að morgni lögðum við land undir fót, út dalinn að
austan, fyrir fjallsöxlina, sem skilur Vatnsdal og Svína-
dal. Á Orrastöðum á Reykjabraut fengum við okkur
kaffi og brauð. Ætlunin var sú, að fara yfir Biöndu á
Holtastaðaferju, síðan fram Langadalinn og yfir Vatns-
skarð til Skagafjarðar. Þetta fór þó á allt annan veg
eins og hér greinir. Við héldum frá Orrastöðum aust-
ur á Ásana og þar að bæ, sem mig minnir að héti
Hamrakot. Spurðum við þar hvort nokkuð myndi því
til fyrirstöðu að komast yfir Blöndu hjá Holtastöðum.
Var okkur tjáð að svo mikið ísrek væri í ánni, að óferj-
andi væri yfir hana. Þessar fréttir urðum við að láta
okkur lynda, þó þær breyttu ferðaáætluninni allveru-
lega. Ekki var nú annar kostur fyrir hendi, en taka
stefnuna norður alla Ása og út á Blöndubrú rétt ofan
við Blönduós. Laxá urðum við að vaða, og var hún í
mitt læri á okkur flestum, en Alatthías, sem var okkar
lægstur í lofti, var borinn yfir ána, svo hann blotnaði
ekki alveg upp í klof. Er við fórum yfir brúna á Blöndu,
gátum við ekki séð þess nein merki að ísrek væri í ánni,
varð það okkur nokkurt umhugsunarefni. Við skiptum
okkur niður á þrjá bæi norður og austur af Blöndu, til
gistingar, Enni, Vatnahverfi og Síðu. Við Þórir heit-
inn bróðir og skagfirsku bræðurnir, Brynjólfur og Sig-
urjón fórum að Vatnahverfi. Svo var áliðið kvölds að
fólkið á bænum var sest að. Við urðum því að vekja
upp. Fyrst börðum við að dyrum, hin venjulegu þrjú
högg, sem tíðkuðust í sveitum, á þeim tíma. Þegar það
bar engan árangur, varð okkur Ijóst að það væri mjög
óviðeigandi að berja að dyrum eftir dagsetur. Annara
úrræða yrði að leita af árangur ætti að nást. Við geng-
um nú austur fyrir bæinn. þar sem að fjallinu vissi, og
sáum brátt að þar mundi baðstofan vera. Fórum við
nú á glugga og kölluðum inn og var svarað á móti. Aft-
ur gengum við til bæjardyra og eftir alllanga stund
kom út maður á nærklæðum einum. Við báðumst gist-
ingar og kváðumst vera aðþrengdir ferðamenn, langt
að komnir. Fór sá ldæðiitli aftur inn og kom með þær
fréttir til baka að okkur væri heimil gisting. Urðum
við allshugar fegnir og fylgdum þessum kunningja okk-
ar inn löng göng og komum inn í stóra baðstofu með
rúmum tii beggja hliða, og sýndist okkur vera fólk í
hverju rúmi. Okkur var færður ágætur matur og gerð-
um við honum verðug skil. Að máltíð lokinni kom til
okkar öldruð kona og sagði að tveir okkar skyldu fvlgja
sér fram. Við Þórir vorum fljótir að bregða við og
fylgja konunni fram göngin og inn í stofu suður úr
bæjardyrunum. Vísaði hún okkur til sængur í stórri
lokrekkju, með fyrsta flokks sængurbúnaði. Sváfum
við vel um nóttina og er það í eina skipti, sem ég hefi
sofið í slíkri rekkju. Um morguninn fengum við hinn
besta mat og fórum þaðan þakklátir í huga til þessa
ágæta fólks, sem hafði reynst okkur eins og best varð
á kosið. Þess má geta að næturgreiðinn kostaði aðeins
kr. 3,50 á mann og var hann hvergi jafnlágur á öllu
fcrðalaginu, þar sem á annað borð var tckið gjald fyrir
þann greiða.
Við komum saman að Síðu um morguninn, og var
þá farið að ræða um hvaða leið við skyldum fara áleiðis
til Skagafjarðar. Ekki þótti okkur fýsilcgt að leggja leið
okkar fram allan Langadal og yfir Vatnsskarð. Önnur
leið var að fara beint austur yfir fjöllin og niður á
Sauðárkrók. Það sem helst mælti á móti því að fara þá
leið, var að enginn okkar hafði hugmynd um hvar ætti
að fara, aðeins óljósar umsagnir annara, sem reyndu að
segja okkur til vegar. Þó varð það að ráði að leggja á
fjöllin. Réði það miklu að veðrið var ágætt og sýndist
lofa áframhaldandi góðviðri.
Við hófum því ferðina með því að fara yfir hálsinn
út og upp af bænum Síðu og komum nyrst í Laxárdal-
inn, sem tilheyrir Húnavatnssýslu. Þar komum við að
bænum Balaskarði, sem þeir munu kannast við, sem
lesið hafa æviminningar Sigurðar Ingjaldssonar frá
Balaskarði. Var sú bók nokkuð umtöluð á sínum tíma.
Við stönsuðum þar um stund og fengum okkur hress-
ingu áður en lagt skyldi á aðalfjallgarðinn. Við fengum
ágætt færi, rifahjarn með köflum og sóttist okkur því
ferðin vel. Síðla dags komum við að bænum Kálfárdal,
sem er þarna inn milli fjallanna. Fengum við þar kaffi
og héldum síðan ótrauðir áfram niður í Gönguskörðin
og höfnuðum á Sauðárkróki um kvöldið. Þar skildu
Skagfirðingarnir, sem fyrr eru nefndir, við okkur og
óskuðu hvorir öðrum heilla og þökkuðu ágæta við-
kynningu undanfarin samverutíma. Nú vorum við eftir
sem áttum samleið til Akureyrar. Fengum við gistingu
á Hótel Tindastól og kostaði næturgreiðinn kr. 6,00
á mann.
Vorið 1920 hafði Páll Zóphoníasson orðið skólastjóri
bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Áður var hann um
árabil kennari við bændaskólann á Hvanneyri. Var
hann því kennari okkar eldri deildunganna veturinn
1919—1920. Ávann hann sér vináttu okkar og virðingu
fyrir ágæta kennslu og áhuga sinn á velfarnaði ís-
lenskrar bændastéttar. Nú varð það að ráði að við
skyldum halda heim að Hólum og hitta skólastjórann.
Ekki er það löng dagleið frá Sauðárkróki og komum
við að Hólum að áliðnum degi. Skólastjórahjónin Páll
og kona hans frú Guðrún Hannesdóttir bónda að
Deildartungu í Borgarfirði, tóku okkur eins og þau
ættu í okkur hvert bein. Áttum við þarna mjög ánægju-
lega dagstund og gistum við þar um nóttina. Um morg-
uninn eftir ákváðum við að fara Hjaltadalsheiði, niður
í dragið á Hörgárdal og þaðan, sem leið liggur til Ak-
ureyrar. Kl. 1 eftir hádegi, eftir að hafa snætt hádegis-
mat, kvöddum við skólastjórahjónin og þökkuðum
rausnarlegar móttökur, sem við þurftum enga greiðslu
að inna af höndum fyrir. Lögðum því næst af stað
fram Hjaltadalinn og yfir heiðina, í ágætu veðri oy færi.
Komum við að Ásgerðarstaðaseli, sem mig minnir að
væri þá næstfremsti byggður bær í dalnum — laust
fyrir háttatíma um kvöldið og fengum okkur þar mjólk
og slátur. Þegar bóndi komst að því að við vorum að
koma frá bændaskólanum á Hvanneyri, spurði hann
okkur hvort við værum ekki dálítið færir í dýralækn-
ingum. Egill Jónasson, sem hafði orð fyrir okkur, þá
Framhald á bls. 422.
Heima er bezt 417