Heima er bezt - 01.12.1975, Page 35
ennþá orðið undir í því að ná hug karlmanns, og ég er
ekkert hrædd við þessa sveitastelpu, sem ekkert hefur
upp á að bjóða. Hún skákar mér ekki út svona að
óreyndu. Þau eru ekki gift ennþá.“
Björn brosir með sjálfum sér, en segir svo við Elsu:
„Það er mitt álit, að það sé tilgangslaust fyrir þig að
reyna að fá Hermann til að fara héðan. Hann hefur ákveð-
ið að vera hér og giftast Sigríði. Það heyrðir þú sjálf.
Hann meinar það, sem hann segir og hún líka.“
Nú kemur Hermann inn til þeirra. Um leið stendur Elsa
upp, gengur á móti honum, tekur undir randlegg hans og
segir:
„Ég vona, að ég fái að tala við þig einslega, Hermann?“
Hún tekur nú báðum höndum um handlegg hans og brosir
ástúðlega, um leið og hún hallar sér að honum. Hermann
ýtir henni svolítið frá sér um leið og hann segir:
„Við skulum nú fá okkur að borða. og svo getum við
talað saman.“ Hann er alvarlegur og kaldur, en hún með
eldheitum, biðjandi ástaraugum. Rétt í þessu kemur Sig-
ríður inn til að bjóða þeim að borða. Það er eins og köld
vatnsgusa steypist yfir hana, er hún sér Elsu hanga utan
í Hermanni svona áfergjulega. En hún nær sér fljótt og
segir:
„Gjörið svo vel að koma að borða.“
Elsa sleppir Hermanni og þau líta bæði samtímis á Sig-
ríði. Elsa verður að viðurkenna í huga sínum, að svona
glæsilegan kvenmann hafði hún ekki búist við að sjá uppi
í sveit, og hún finnur það, að hún stenst ekki samanburð
við Sigríði. En hún skal þó ekki hopa að óreyndu.
Sigríður hefur útbúið matborð í stofu í nýja húsinu. Er
þar allt mjög smekklegt, svo að Elsa verður undrandi.
Allt er blómum skreytt. Björn læknir lítur brosandi til
Sigríðar og segir:
„Hér er vinalegt að koma og fagurlega skreytt mat-
borð. Maturinn sjálfsagt eftir því.“
„Ég vona ykkur falli hann,“ segir Sigríður. Elsa finnur,
að ekki hefði hún getað útbúið svona fallegt matarborð,
en þó svona einfalt og látlaust. Það er víst bara eitt, sem
hún getur boðið fram yfir Sigríði: Peningar, og það ætlar
hún sér að nota.
Framhald í næsta blaði.
Að jólum...
Framhald af bls. 401. ----------------------------
í helgiritum trúar vorrar er aragrúi dulúðgra helgi-
sagna, sem vissulega hafa mótað trúna sjálfa og ef til
viu skapað styrkasta grundvöll hennar. Ein slík saga
er jólaguðspjallið. En allt um það gera klerkar landsins
harða hríð að allri dultrú. Hvað hugsa þessir menn?
Vilja þeir að vér gleymum með öliu atburðunum í
Betlehem, og kippum um leið stoðunum undan feg-
urstu hugsjón kristninnar, friði og kærleika, en svo mun
vissulega verða, ef vér þurrkum brott alla dulúð úr
trú vorri.
En þótt margir skammdegisskuggar hvíli yfir þjóð
vorri og mannkyni öllu, bjóðum vér samt hvorir öðrum
GLEÐILEG JÓL, í alúð og einlægni.
St. Std.
Salinger, J. D.: Bjargvætturinn í grasinn.
Rvík 1975. Almenna bókafélagið.
Þetta er fræg amerísk skáldsaga i þýðingu Flosa Ólafssonar
leikara. Fjallar hún um nokkra daga úr lífi 16 ára pilts, sem
hrökklast hefir úr viðurkenndum sltóla, sem foreldrar hans
hafa látið hann í. Sýnir sagan inn í hugarheim unglings, sem
gerir uppreisn gegn umhverfinu, en veit þó eiginlega ekkert
hvað hann vfll, einungis eitthvað annað, sem þó verður honum
allt ónóg, og hann er jafnráðvilltur að lokum og í upphafi.
Ljóst er að höf. er með frásögninni að vara við, hversu eldri
kynslóðin þröngvar mati sínu á gildi hlutanna upp á ungling-
ana, án þess að þeir skilji að hverju sé stefnt með því, og kjósi
því að fara sínar eigin götur út í óvissuna. Margt er athyglisvert
í sögunni, en hún krefst mikillar athygli og skilnings lesand-
ans. Málið er ósvikið götustrákamál, hrjúft og víða óhrjálegt,
og hefir þýðanda vafalaust tekist vel að snara textanum á rudda-
lega íslensku. En í sjálfu sér missti sagan marks ef málið yrði
frá henni skilið í skapfellilegra form. En hversvegna er bjarg-
vættur hafður hér karlkyns? Eg man ekki betur en það sé
kvenkynsorð í íslensku, eða svo segja orðabækurnar.
Gina Cerminara: Svo sem maðurinn sáir . . .
Rvík 1975. Örn og Örlygur.
Undirtitill þessarar bókar er: Edgar Cayce um lögmál orsaka
og afleiðinga, og er þetta fimmta bókin, sem þýdd er á íslensku,
þeirra sem samdar hafa verið eftir dálestrum Cayces, hins furðu-
legasta dulgáfumanns samtíðar vorrar. í upphafi bókarinnar er
gerð grein fyrir æfi Cayces og starfi, er þar lýst starfsaðferðum
hans, og skýrt frá ótal dæmum um hina undursamlegu lækninga-
fyrirlestra, þar sem hvorugt brást, sjúkdómsgreining hans eða
læknisráð. Þau dxmi eru svo vel sönnuð sem krafist verður. I
þessari bók greinir frá hinum svokölluðu líflestrum, sem fjalla
um líf mannsins og örlög hans. Grundvöllur þeirra allra er
endurholdgunarkenningin og lögmál orsaka og afleiðinga, karina,
sem ekki verður umflúið. Eru rakin fjölmörg dæmi þess, hvernig
sjúkdómar og aðrir erfiðleikar voru raktir til fyrri lífsskeiða
manna. Verður slíkt ekki frekar rakið hér. Víst er um það, að
kenningin um endurholdgun er mörgum ógeðfelld, og enn eru
þeir vafalaust í meirihluta meðal vor, sem afneita möguleika
hennar með öllu. Hér skal henni hvorki játað né neitað. En á
hitt má benda, að margar mjög sterkar líkur, eða jafnvel sann-
anir hafa verið færðar fyrir henni, og hún ein gefur oss viðun-
andi svör við ótalmörgum ráðgátum mannlegs lífs, sem önnur
vísindi láta ósvarað. Og hvort sem viðhorf vort er til þessara
hluta, getum vér ekki neitað hinum siðræna, mannbætandi boð-
skap bókarinnar. Kemur það ljósast fram í niðurlagi hennar,
þar sem þessi ráð eru gefin m. a.: „Vertu starfsamur, vertu
þolinmóður. Vertu glaðlyndur. Láttu Guð um árangurinn. Víktu
þér aldrei undan að horfast í augu við neitt vandamál.“
Bók þessi er hin athyglisverðasta í hvívetna. Hún flytur
merkilegan boðskap, þar sem undirstaðan er tilvera Guðs og
kærleikur til alls og allra. Hverjum manni er gagnlegt að lesa
hana og hugleiða. Þýðandi er Ævar R. Kvaran og virðist þýð-
ingin vel gcrð í hvívetna.
Heima er bezt 433