Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 10
það væri alveg vandalaust, að selja hann fyrir 800 krón-
ur, ef með honum væri mælt. Ég svaraði því, að ég ætti
nú erfitt méð að mæla með folanum, nema ég mætti
koma honum á bak á leiðinni. Kári taldi það alveg þarf-
laust, því að folinn væri fulltaminn og hinn bezti grip-
ur í alla staði. Við þvældum svo um þetta góða stund
og urðum ekki á eitt sáttir. Loks leiddist mér þetta þóf,
svo að ég gerði Kára það tilboð, að ég skyldi fara með
folann, en tók það skírt fram, að ég tæki enga ábyrgð
á því, að hann seldist. Mér tii undrunar gekk hann að
þessu tilboði mínu. Honum mun hafa fundist ég vera
nokkuð þrár og þéttur fyrir, svo að þýðingarlaust væri
að þvæla um þetta lengur. Ég fór með folann upp í
hestagirðinguna, en Kári kvaddi og fór sína leið. Ég
bauð honum ekki í bæinn, þar sem komin var rauða-
nótt.
Daginn eftir lögðum við Hallur af stað. Hestar okkar
voru 12 að tölu, og svo var Kára-Brúnn sá 13.
„Þetta er fjárans ólánstala,“ sagði Hallur, „og það er
Brúnn, sem á sökina. Ég spái því, að af honum stafi
engin blessun."
„Við sjáum nú til, Hallur minn. Ég er ekki svo mjög
hjátrúarfullur, enda er ég alveg ósmeykur við þessa svo
nefndu ólánstölu, þó oft sé gott sem gamlir kveða.“
Ekki vorum við komnir langt austur á heiðina, sem
fyrst varð á leið okkar, þegar Hallur sagði:
„Gleymdir þú ekki að spyrja Kára hvað folinn væri
gamall?“
„Satt er það, að ég spurði hann ekki um aldurinn
á folanum, en ég gerði það með vilja, því ég taldi alveg
þýðingarlaust að spyrja hann um þetta. Ég taldi nefni-
lega sennilegt að hann mundi segja hann 5 vetra. Allir
braskarar eru vanir slíkum brögðum. En á leiðinni upp
í hestagirðinguna í gærkvöldi leit ég upp í folann og
komst að raun um að hann er 7 vetra, og það er mér
nægileg vissa, og betri en þó að Kári hefði sagt eitt-
hvað um aldurinn."
Eftir þetta ræddum við ekki fleira um folann fyrri
en á næsta áfangastað, sem var á miðri heiðinni. Þar
hvíldum við lengi. Veðrið var dásamlegt, stafalogn og
sólskin, en frekar of heitt fyrir hestana. Fjöllin um-
hverfis vötnin á heiðinni stóðu á höfði á vatnsfletin-
um og fuglarnir sungu og kvökuðu allt í kringum okk-
ur. En hagarnir kringum vötnin voru ákjósanlegir,
svo að hestarnir úðuðu í sig grasið.
Þegar við vorum að leggja af stað, sagði Hallur:
„Þú ættir að leggja við hann Kára-Brún til að ganga
úr skugga um hvort hann er eins vel taminn og eigand-
inn lét í veðri vaka.“
„Jú, það er alveg sjálfsagt, enda hefur hann gott af
því. Svo er viðkunnanlegra að kynnast folanum ofur-
lítið, ef ég á að geta selt hann.“ Síðan lagði ég við fol-
ann og settist á bak. Er við vorum komnir af stað var
nokkurt bil á milli okkar um stund, og varð þá ekki af
samræðum. En áður en langt um leið heyrði ég að Hall-
ur segir:
„Fjandi er að sjá til þín, maður. Folinn gengur út á
aðra hliðina. Er hann svona taumskakkur, eða hvað?“
286 Heima er bezt
„Já, það er ekki laust við það. Tamningamaðurinn
hefur bersýnilega sært hann í öðru kjaftvikinu, og þá
hefur folinn tekið upp á þessu til að hlífa sárinu. En
þetta lagast fljótlega, að ég hygg. En hitt er verra, að
hann kann engan gang. En viljinn virðist vera nægur.“
„Þá held ég, að þú verðir að segja honum eitthvað til
á leiðinni. Hann skortir ekki þrekið, að ég hygg.“
„Jæja, þú aðstoðar mig við þetta, ef ég þekki þig rétt.
Þú hefur verulega gaman af því, að laga gang hesta
sem illa eru tamdir,“ sagði ég.
„Það skal ég gera með mestu ánægju,“ svaraði Hallur.
Eftir þetta lögðum við hnakk á Kára-Brún öðru
hverju, en riðum honum aldrei nema stuttan spöl í einu.
En þetta nægði. Hann tók brátt skjótum framförum.
Er svo skemmst af því að segja, að þegar við komum á
leiðarenda, mátti segja að folinn væri full-taminn, að
okkar áliti, eða því sem næst.
Margir litu á hestana okkar þar sem við komum við
á leiðinni. Og það fór svo sem Kári spáði, að margir
spurðu hvort við vildum ekki selja eitthvað af þessum
glæsilegu hestum okkar. Ég svaraði auðvitað, að þeir
gætu fengið þennan brúna fola og benti á Kára-Brún.
Ýmsum leizt vel á folann, en er þeir heyrðu verðið, féll
þeim allur ketill í eld og hristu höfuðið, svo að engum
kom til hugar að kaupa hann. Hinsvegar seldum við
flesta tamningafolana okkar, þar sem verðið á þeim þótti
hóflegt, enda vorum við búnir að temja þá talsvert,
svo að þeir voru vel meðfærilegir.
Eftir að hafa hvílt okkur og hestana hæfilega, og
skemmt okkur hjá vinum og góðkunningjum fomum
og nýjum um stund, lögðum við af stað heimleiðis. Við
höfðum margt að ræða, svo að sá brúni barzt ekki í tal
um skeið. En svo var það einhverju sinni, að Hallur
hefur orð á því, að nú sé búið að gera Kára-Brún að
góðum hesti. Hann sé nú í rauninni allt annar hestur
en þegar við lögðum af stað með hann. „En eitt er þó
eftir að kenna honum,“ bætti hann við. „Þú hefur aldrei
hleypt honum ennþá, svo að óvíst er, að hann kunni
að stökkva.“
„Það er nú ekki venja, að þeysa mikið á langferða-
hestum,“ sagði ég. Hallur svaraði:
„En folinn er svo þrekmikill og þar að auki lítið not-
aður á ferðinni, að hann þolir það vel að honum sé
hleypt, enda orðinn 7 vetra, eftir því sem þú segir.
Og aldrei taldi „Hesta-Bjarni“ folana fulltamda fyrri
en hann var búinn að hleypa þeim nokkrum sinnum.“
„Já, satt er orðið. Og nú ætla ég að fela þér að hleypa
honum tvo eða þrjá stutta spretti, segjum einn sprett
í dag og síðan tvo á morgun.“ Þetta samþvkkti Hallur
fúslega.
Þegar við vorum komnir meira en hálfa leið heim,
áðum við hjá Gljúfurá, vestan við brúna, sem var út
undir fjarðarbotni. Þar var hagi góður og rennisléttir
bakkar suður með ánni. Þegar við höfðum hvílt um
stund, fór Hallur að minnast á það, að hér væri gaman
að hleypa hestum eftir árbakkanum.
„Þá er að láta verða af því?“ sagði ég. Síðan bætti
ég við: „Þú leggur á Blesa minn, en ég reyni Kára-Brún