Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 20
Við förum aðra leið að mæðgunum en í gærkveldi, yfir ölduna hjá búðartóftinni, „Norðuröldu11,* og suð- vestur niður í „Kerlingarkvos“. Veðrið er unaðslegt, hvergi ský, blæjalogn og steikjandi hiti. Regnbólstrar yfir Suðuriandi. Vorum við á undirbrókum einum við þetta dútl, næstu tímana hjá kvensunum, og kófsveittir. Mæðgurnar standa á klappabungu, eða tungu, eilít- illi, þar sem drögin eða botnar þeir, að austan og vestan úr kvosinni, renna saman í lækinn austan tungunnar, sem eg nefni „Ingulænu“. Drögin að austan, sem eru aðaluppspretta lænunnar nefndi eg „Ingubotna“. Gæti þó „Lænudrög“, eða „Lænubotnar“ verið viðkunnan- legra. Hæðin er allskörp í útlínum til N og A, en flöt, og skálin opin til S og SSV, niður á „Aura“, austan „Sprengis“. En þær varð að krækja fyrir og ganga því yfir „Sprengi“. Því fór sem fór (sjá loftmynd). Breidd tungunnar, „Kerlingartungu“, er um 270 m frá A til V, og taka mæðgurnar upp vesturhluta þess svæðis að norðan, í þær höfuðáttir. Strax er áberandi vörðuröð í há-A—V, eftir kompás, (skekkja leiðrétt í landáttir). Línan er þráðbein, rétt sunnanvið Beinakerlingu, klár af henni sem nemur rúmum meter. Ber hún í stall á norðurhlíð Fjórðungsöldu. Austasta varðan er meistara- smíð í einfaldleik og formi: tveir steinar á smáklöpp. Annar sem stuðlabergsstöpull, um 2 fet á hæð og hálft á kant, lóðréttur eftir plúmbu, og studdur af einum steini, þríhyrnulaga. Hafa báðir steinarnir vægan skáa á grunnflötum og falla svo vel og stöðuglega saman að undrun sætir. Er útvörður þessi 53 m (stikur) frá Beinakerlingu. Vestasta varðan í þessari línu er hlað- in, um 2—3 fet á hæð og svipuð að grunnvídd, alllangt vestan (um 15 m) Beinakerlingar, á austurhallri öldu, „Vesturöldu“. Smærri vörður, 10 alls, allar á grunnklöppum, skipa sér í óreglulegan hring um Beinakerlinguna, frá V til S réttsælis, 12, 18, 26, 32, 20, 20, 13, 16, 18 og 18 fet frá miðjum toppi Beinakerlingar. Ber þetta skipulag dá- * Set í gæsalappir heiti sem eg hefi gefið mér til áréttunar, og sem tillögu til Ornefnastofnunar. Sjá einnig meðf. kort. lítinn svip af keltneskum krossi, í A—V, en þó meginás afsíðis aðalvörðunni, enda líklega yngri. Aðrar vörður, 8, í lengri og mismunandi fjarlægð frá Beinakerlingu, frá 15—53 m, virðast settar af handa- hófi. Alls eru vörðurnar 19 með móðurinni. Er hér ekki um reglulegt mynstur að ræða, nema A—V línan þráð- beina, og þessi „óreglulegi“ hringur. Augljósir „útverðir“, sem eg svo kalla, eru til SA og S—SV. Hafa þeir grunnsteina sem benda til Beinakerl- ingar. S—SV útvörður er á línu við tvær aðrar vörður á ölduhlíð og — toppi, suður að „Sprengi“. Einnig eru „ábendarar“ á næstu vörður, í grunni þeirra. Fjarlægð um 150—200 m, eða meira. Ekki mælt, vikið að þeim síðar. „Flokkur“ þessi, eða uppsetning, er greinilega átta- viti svæðisins, en því miður varla klukkuskífa sú, eða stjarnhringur, sem eg hafði í fyrstu búist við. Hér er einnig góður hvíldarstaður undir síðustu tvo fimmtu kafla ferðarinnar úr suðri, og norðan undir Beinakerl- ingu og Kerlingartungunni er dálítið skjól fyrir S—SV garranum, í Kvosarbotninum. Verður nú lýst Beinakerlingu sjálfri, útsýni og kenni- leitum af hlaði þeirra mæðgnanna. Beinakerling sjálf er þægilega þybbin, heldur vel hlaðin varða, um 4 fet á hæð og 5—6 að grunnmáli, að fráskildum grunnklöppunum. Hópurinn er á norðvest- urhorni þessarar klappatungu vestan Ingulænu, hallar tungan aflíðandi til suðurs, en brattari nokkuð að norð- „Austurstöpull1,1 iir S. „Kvosin1‘ og Norðuralda að baki. 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.