Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 34
þakka mildi yðar, konungur, í minn garð. Og ég þakka yður öllum, vinir mínir. Fyrirgefið, að ég mælti svo. En í ofurgleði minni gleymi ég ekki yfirþyrmingu þeirri, sem yfir mig hefur komið oft og mörgum sinnum, síðan ég lamaðist við brunarústirnar, þegar ég hélt, að Elísa væri þarna einhvers staðar í rústunum liðið lík. Mér er ljóst, að komi slíkt yfir mig aftur, heldur mér ekkert nema járnhlekkir og þykkir múrveggir, — nema kannsi prins- inn þarna.“ Valdimar leit á Bjamharð prins og brá fyrir brosi í mikilúðlegum svipnum. „Það, að setja yður í járn, Valdimar prins, skal aldrei koma til,“ mælti konungur. „Heldur myndi ég biðja prins- inn að gæta yðar í köstunum, ef þau kæmu yfir yður aftur. Hvað leggið þér til málanna Bjarnharður prins?“ „Yðar konunglega tign,“ tók Bjarnharður til máls. „Ég legg það til þessara mála, með samþykki yðar og Júllu prinsessu, unnustu minnar, að á meðan við erum að sannfæra okkur um það, hvort þessi yfirþyrming, sem þjáð hefur Valdimar prins, sé yfirstigin með öllu, þá dvelji hann þann reynslutíma í herbergjum mínum mér við hlið. Ég er þá nærstaddur, ef slíkt kæmi fyrir. Ekki er þar með sagt að ég hefði yfirhöndina í annan sinn updir slíkum kringumstæðum. En ég er bjartsýnn á bata Valdimars prins. Sérstak- lega ef Elísa unnusta hans finnst, sem ég vona að verði. Við væntum öll hins bezta, Valdimar prins. Kom þú til mín og réttu mér hönd þína. Ég veit að þessar tvær hendur eiga eftir að berjast sameiginlega á móti þeim illu öflum, sem að okkur steðja úr launsátri.“ Þeir tókust í hendur, þessir tveir miklu kappar. Hand- tak beggja var traust og yfirbragð beggja drengilegt, sem lýsti virðingu fyrir lífinu og dyggðum þess. Konungur reis á fætur og sagði ráðstefnunni slitið. 13. KAFLI LEITIN. Hrólfur hershöfðingi hafði verið fjarstaddur í hálfan mánuð. Hann hafði farið méð her manns til kastalaborg- arinnar Klébjarga. Talið var, að nafngiftina hefði borg- in hlotið af klettum nokkrum alleinkennilegum, er stóðu nærri kastalaborg þessari, veðraðir mjög, enda hafði vindur og vatn leikið um þá, löngu áður en sögur hófust. Lénsherra sá, er ríkti yfir Klébjörgum, hét Valgeir hinn svarti, því hann var mjög dökkur yfirlitum. Hann réð borgarríki þessu í umboði Manfreðs konungs. Eigi hafði Valgeir þessi, sem var greifi að nafnbót, sent í konungsgarð gjald það, sem honum bar af skatt- heimtufé því, sem þegnarnir guldu í umdæmi hans. Held- ur tók það allt til sín. Eigi var það þó vegna skattheimt- unnar, að Hrólfur fór með her manns til Klébjarga. Kon- ungi hafði borizt kvörtun frá þegnum þessa lénsríkis þess efnis, að Valgeir greifi sýndi grimmd og yfirgang í viðskiptum sínum við þá. Þetta gat konungur ekki látið viðgangast. Hann fól hershöfðingja sínum að sjá um leiðréttingu þessara mála. Valgeir greifi neitaði með öllu að opna kastala sinn fyrir konungsmönnum né sinna beiðni konungs á nokk- urn hátt. Hrólfur settist því um kastalan en vann ekki á. Tók hann því það ráð, að skora á greifann til einvígis. Við slíkri áskorun gátu engir þeirra, er þá lifðu, undan skorist, nema að bera bleyðiorð á baki. Þetta hreif. Valgeir greifi treysti sér og vopnum sínum. Hann taldi sér sigurinn vísan. Hann ætlaði sannarlega ekki að hlíf- ast við í þessu einvígi, sem auðvitað var háð með lífið að veði. Menn Hrólfs voru uggandi um hann, þótt ekki létu þeir á slíku bera. Einvígið fór fram utan kastalans. Valgeiri greifa var heitið fullum griðum, hvor þeirra sem sigraði í einvíg- inu. Viðureignin byrjaði með burtreiðum. Eftir að hafa brotið þrjár burtstengur í viðureigninni, stigu þeir Hrólfur og greifinn af hestum sínum. Kom þá í ljós voppfimi Hrólfs sem skilmingameistara. Fljótlega af- vopnaði hann greifann, sem vissi ekki fyrri til en sverðið flaug úr hendi hans. „Gefstu upp, Valgeir greifi?“ mælti Hrólfur. „Þú ert sigraður.“ „Ekki enn,“ öskraði Valgeir og réðst á Hrólf, tók hann fangbrögðum og hugðist láta hann kenna aflsmunar. En hér fór á annan veg. Greifinn mæddist skjótt. Hann var munaðarseggur, sem hafði lifað nautnalífi. Hann féll því brátt fyrir Hrólfi, sem var afrenndur að afli og þar að auki þrautþjálfaður í vopnaburði og íþróttum þeim, er þá tíðkuðust. Greifinn varð nauðugur að gefast upp en hugði á hefndir, eins og sýndi sig seinna. Hrólfur hreshöfðingi kom heim og hafði unnið það allt, sem honum var falið að gera. Þegar heim kom, frétti Hrólfur það, sem gerzt hafði, kynntist brátt Valdimar prinsi og urðu þeir vinir, enda báðir drengskaparmenn. Leit að Elísu var hafin, en hafði enn ekki borið neinn árangur. Blint var í sjóinn rennt og enginn vissi hvar leita skyldi. Hraðboðar voru sendir til allra borga í rík- inu, með konunglega fyrirskipjun þess efnis, að leit skyldi hafin að Elísu og föður hennar. En allt bar það engan árangur. Allan þennan tíma voru þeir saman Bjarnharður prins og Valdimar konungssonur. Eitt sinn er þeir ræddust við um liðna atburði, mælti Bjarnharður: „Þú varst ófreskju líkari en manni með grímuna. Það leið líka yfir móður mína þegar hún sá þig og hugsaði til þess, að þú myndir taka sig og fara með til Grímars hertoga, sem hún óttaðist mjög.“ „Hann var alltaf með grímu fyrir andlitinu, sá erki- fantur,“ mælti Valdimar. „En næði ég í hann eitthvert sinn, skyldi hann sannarlega ekki sleppa en fá sinn dóm. En kæri Bjarnharður. Nú hef ég heyrt ágrip að sögu ykkar beggja. Nóg var komið af hörmum og sársauka móður þinnar, þótt ég bætti ekki þar við. Er þér á móti skapi að biðja móður þína um viðtal? Mig þyrstir í að biðja hana fyrirgefningar á ódæði þessu.“ „Mér er þetta hugljúft, Valdimar," svaraði prinsinn. „Mitt starf er nú mest í því fólgið að stuÖla að því eftir mæti, að þú öðlist sálarfrið og ró í hjarta. Komdu með mér. Ég ætla að tala við ekkjudrottninguna og búa hana undir komu þína.“ 3 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.