Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 4
GUÐMUNDUR JÓSAFATSSON FRÁ BRANDSSTÖÐUM: Bjarni O. Frímannsson fyrrum bóndi og oddviti á Efri-Mýrum Nf ú munu liðnir meir en sex tugir vetra síðan fundum okkar Bjarna ó. Frímannssonar bar fyrst saman. Mér varð þegar starsýnt á hann, bráðþroska, glæsilegan að vallarsýn, fjörmik- inn og glaðan svo af bar, orðfæran svo athygli vakti og síðast en ekki síst: ágætlega íþróttum búinn, en það var óspart metið til framavona af þeirri kynslóð, sem þá átti hug okkar. Þar kom og enn fleira til. Við vissum hann víking til verka, en þá var það talið til vegsauka að skila víðum teig að kvöldi, þótt öfundlaust væri ekki horft til Hvammsengjanna þegar það var metið og það jafnvel skyti upp kolli, að fleiri gætu skilað skák, sem eftir yrði tekið, ef staðið væri á slíkum teigi. En teig- urinn sker ekki úr um dagsverkið og er þá jafnt haft í huga: sláttur unglings og staðan á lífsteignum, — dags- verk hins vasklega ungmennis eða ævistarf hins aldur- hnigna. Bjarni Óskar Frímannsson fæddist í Hvammi í Langa- dal 12. mars 1897. Foreldrar hans voru Valgerður Guð- mundsdóttir frá Sneis á Laxárdal, Guðmundssonar frá Umsvölum í Þingi, og Guðmundur Frímann Björns- son frá Mjóadal, Þorleifssonar. Þau hjón voru hún- vetnsk í ættir fram. Það hefur löngum fylgt Bjarna, að grunnt hefur reynst á gamanmálum þegar hann var sestur í sinn hóp, og þá færð húnvetnsk ættgöfgi hon- Hvcrrmmbraður: Jóhami, Bjarvi, Halldór f þeirra elstur, hálf- bróðir), Guðmundur, Hihnar. um til vegsauka. Á einni slíkri samkundu kom fram, að fáir Húnvetninga myndu svo konungbornir í ættir fram sem hann, því fáa liði væri að rekja í föðurætt til Guð- mundar skagakóngs og þó enn færri í móðurætt til Konungs-Björns. Mætti af því marka ættgöfgina. Var gerður að því góður rómur í það sinn. Hér skal ætt hans ekki rakin frekar. Bjarni ólst upp til fulls þroska hjá foreldrum sínum í Hvammi, heimakær, þótt snemma tæki að brydda á félagshyggju og mannblendni. Hann vakti þegar á ung- lingsárum athygli með fjármennsku sinni og glögg- skyggni á þau mál. Hann sat yfir fjárbókum sínum þegar aðrir sátu við spil og tafl. Þó heillaði fjármennsk- an hann ekki svo, að hann nyti ekki þess félagslífs, sem ungt fólk efndi til þar í nágrenninu. Hann varð ungur einn af forustumönnum ungmennafélaga í sveit 05 hér- aði og sótti til þeirra drýgri hluta af félagsmálaþjálfun sinni, en flesta grunar, enda voru þau einstæður aflvaki samhyggju og mannræktar. Hann varð snemma djarf- máll og framgjam, fullhugi til afls og áræðis, — efnis- lega og andlega, — en ræktaði atgervi sitt á heimaslóð- um einum, því hann settist aldrei á skólabekk eftir að fermingarundirbúningi lauk. Þó varð hann ungur sjálf- kjörinn í forustusveit. Hann var, eins og áður segir, fjölhæfur íþróttamaður, ágætur glímumaður, fóthvat- ur og lék það af íþróttum, sem hann reyndi við, af mýkt og fimi. Frækni hans mun ekki hafa verið mæld, enda voru þá ekki fyrir hendi þau mælitæki, er staðfest gætu afrek frjálsra íþrótta. Þar er því fátt fyrir hendi, sem fært verður til fræðimennsku um íþróttir þeirra ára. Hinu verður trauðla neitað, að annað skeið hafa íþróttir ekki verið stundaðar af jafn almennum áhuga og á blómaskeiði ungmennafélaganna. Þótt ekki næð- ist hærra en viðurkenndar tölur sanna, hafði hin al- menna rækt, sem við þær var lögð, sitt að segja, enda mundi „þykja hljótt í skóginum, ef aðeins syngju þeir fuglarnir, sem fegurst syngja“. Bjarni var hvort tveggja: barn þessarar hreyfingar og þó í höfðingjaliði. Eins og þegar er sagt hóf Bjarni félagsmálaferil sinn innan ungmennafélagshreyfingarinnar, komst snemma 280 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.