Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 22
vítt um Mývatnsöræfin. Hæð þessi er merkt 826 m, og er 17 km frá vesturenda Kiðagils, eða sem næst 2 /2 danskri mílu (18.75 km). Má segja að Sandbúðir sitji á henni eða rétt þar suðvesturaf. Aðeins grillir í Fjórð- ungsvatn af tungunni sunnanverðri, sbr. veglýsingu Hjálmars Þorsteinssonar. Meðan við erum, mestan eftirmiðdaginn, að mæla og mynda, sveittir á nærbrókum, kemur skyndilega, á 1—2 mín., ískaldur, stinnur gustur úr SV, alveg úr heið- skíru lofti, og úðaslæða aftan í honum til Múlajökuls. Enn er skírt loft á austurhiuta sandsins. Svo ekki er að efa um upprunann. Vindur þessi var svo óhugnanlega kaldur og blautur, að hann gekk að beini. Hlupum við félagar sem óðir hérar fram og aftur um klappirnar, að tína á okkur spjarirnar. Svo eins og skot inní Bronkó- brún að fara í peysur, því að nú var komin strekkings- bræla, nístingsköld. Hitafall úr um 30° niður undir núll. Létum við nú staðar numið, þótt mælingum og at- hugun á Beinakerlingu hafi ekki verið lokið, þá aðal- lega lýsingu á gróðri hennar, og nákvæmu grunn- og hæðarmáli. Ókum við nú í S—SV og fylgdum og skoð- uðum „útverði" þá, niður á Sprengi, sem áður getur. Sprengir sjálfur var ekki skoðaður, nema að litlu, en við fundum, að hann er sveppkennd aurbleyta, gljúp, undir þunnri skán af fínni möl. Sekkur þar í upp á ökla. Því er nú auðskilið að hann hefur bókstaflega komið í spreng eða „sprengt“ þreytta og hungraða hesta og dregið mátt úr fólki, sem vfir hann fór að sunnan, þá á aðra dagleið oft frá grösum Háumýra, ef nokkur voru það árið. Enn lengra frá Biskupsþúfu, og nú að- eins á þriðja fimmtungi sandsins „milli grasa“. Ferða- langar kannski einnig þurft að liggja af sér illveður og ratlevsu sunnan hans, og þá enn meir dregið af hestum. Virðast þannig nafngiftir koma heim og saman við óheillavænlegar staðreyndir og sögu þessa svæðis. Hest- ar hafa því sprungið á Sprengi og eftir hann, eða þeim verið slátrað örmagna, af nrskunnsemi, hjá Beinakerl- ingu og etnir þar að nokkru. Beinum stungið í kerlingu, þá eða síðar. Sum brotin til mergjar. Vænti eg að urmull beina sé enn undir Sprengi sjálfum. Áður en brælubylurinn skall á sá eg í fjarska, ber- um augum, á hæð í nær-S, handan Sprengis, klappa- toppa, eða hraunnibbur á ölduhrygg, sem höfðu ein- kennilega mannalögun. Geta þar verið „Sveinar“. En einnig kemur til greina að þar hafi verið hillingar á ferð. Samt virtust þær ekki breytast meðan á athugun stóð. Ætti „Sveina" því að leita skömmu sunnan Vega- mótavatns, niður að Fjórðungakvísl. Um Sprengisand má segja að hann sé fágætt sand- svæði, og eru þá taldir kostir hans, utan legu, en hennar vegna er hann mikilvægur en jafnt „hættulegur gagn- vegur“, eins og Hannes biskup segir 1779.* Get eg * Raunar er lítinn sem engan „sand“ að sjá á svæðinu, en mest- megnis þunna skán af smágerðum grjótmulningi ofan á leir. Sandskafla sá eg ekki, en lítilsháttar foksand í hlaðvarpa mseðgna. ekki ímyndað mér ömurlegra dauðans og Heljar ríki neinsstaðar í veröld. Beinakerling gæti vel verið Hel sjálf, litfögur og lífleg að hálfu, en að hálfu dauð, í móðuveldi þessu. Þóttumst við Eiríkur vel sloppnir á Bronkóbrún okkar, úr þessum Heljar-afrétti, og því dauðans valdi, sem óforvarandis þyrmdi yfir okkur, og nutum í alsælu langrar dvalar í Þórulaug við Laugarfell. Vil eg svo af innileik þakka öllum þeim sem studdu mig og styrktu í þessari leitarferð, ólíkleg sem hún virt- ist, og margir eru þeir sem ekki eru hér nefndir, en koma mjög við sögu. Sérstaklega vil eg þakka Ferða- félagi íslands og ráðsmanni þess í Nýjadal, Ragnari Hólmarssyni, og konu hans Maríu, fyrir alúðlegar mót- tökur og frábæra gestrisni, hreinlæti og reglu, sem þar ræður ríkjum. Ekki síður vil eg þakka Einari Guðjohn- sen og þeim hjá Útivist, sem reyndu eftir getu að greiða götur mínar. Þá má eg ekki gleyma Evu Ragnarsdótt- ur Ásgeirssonar, sem kom mér í samband við Eirík, þegar öll sund virtust lokuð. Annarra er þegar minnst að framan, þótt margir séu enn ónefndir. Að lokum vil eg bæta því við að bein Beinakerling- ar virtust mér mun eldri en beinin á Beinahóli Reyni- staðabræðra á Kili, frá 1780, þótt þar til þurfi kænni brögðum að beita, en ágiskun einni. Þar á eg við kol- efnisákvörðun og uppgröft eða grannskoðun forn- leifafræðinga. Tel eg ekki ólíklegt að bein Beinakerl- ingar séu leifar af þeim 33 hestum sem Magnús Gísla- son týndi árið 1670, (sjá Árbók Ferðafélagsins 1967, 119), að minnsta kosti að nokkru leyti. Væri því fróð- Iegt að fá kolefnisgreiningu á nokkrum beinum, sem virðast af sjónhcnding mismunandi að aldri. Því að það sýnist eina leiðin til að komast nálægt aldri Beinakerl- ingar sjálfrar, enda þótt hún sé vafalaust miklu eldri en elstu bein hennar. Hér gætu jarð- og veðurfræðingar einnig verið hjálplegir, ef þeir gætu ákveðið tímaskeið framlengingar vatnsins. Læt eg mér fróðari menn hér um fjalla, en beini þeirri ósk til allra, sem þessi undursamlegu fljóð skoða, að höndla þær af gætni, og ræna ekki gömlu konuna neinu af skrúða hennar. En slíkt hefur verið gert til vammar á Beinahóli, meira en helmingur beinanna burtu borinn. Veit eg að fjallamenn og konur F. F. f. og Úti- vistar, sem þetta lesa, munu reyna að koma í veg fyrir slíkt athæfi, með því að benda ekki óvöndum á þenn- an stað. Hér hefur tíminn tekið á sig náðir, gert öllum öldum sínum jafnhátt undir höfði. Þessi glatkista þjóðarinnar, þótt gagnvegur sé, er einnig grafreitur ótal vona, harm- saga hulin sandi, móðumáð, en samt læs hetjuskrá ótrú- legrar hreysti, þols og einbeitni. Hana verður að geyma m:ð virðingu og vernda raski vorra skæðu tíma. Hin fegursta „rósin“ er fundin,* ferhelgum áttum bundin, mosa búin og beinum, blómstrum fjalla og steinum. * Kompásrós. 298 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.