Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 27
I íslandssögubókum er því haldið fram að Fjölnir, blað
þeirra Jónasar Hallgrímssonar, Tómasar Sæmundsson-
ar og félaga, sé eitt mesta vakningarrit um þjóðlega
endurreisn og menningarmál. Þetta mun rétt vera þótt
ekki hafi verið haft hátt um það að á samtímann hafði
Fjölnir því nær engin áhrif og var síður en svo þokka-
sæil, nema þá rétt hjá einstaka manni. Falleg kvæði
Jónasar og málvöndunartal þessa merkilegasta rits í
bókmenntum 19. aldar mun hafa farið fyrir ofan garð
og neðan hjá obbanum af landsmönnum. Þessa skoðun
styðja ummæli í gömlum sendibréfum sem varðveist
hafa frá þessum tíma. Drýgstan þáttinn í óvinsældum
ritsins áttu skrif Jónasar Hallgrímssonar um rímnakveð-
skapinn og ádeila hans á þekktasta rímnaskáldjð, Sig-
urð Breiðfjörð. Dómur Jónasar var kunnáttusamlega
skrifaður og rökfastur, studdur sýnishornum af bögu-
mælum, hortittum og smekkleysum Sigurðar sem vitan-
lega særði skáldið og aðdáendur holundarsári. Fylgis-
menn rímnanna tóku upp vörn og ortu níð um Fjölni
og Jónas. Sigurður Breiðfjörð reyndi að sjálfsogðu að
bera hönd fyrir höfuð sér og skifaði svargrein sem eigi
var prentuð en náði þó mikilli útbreiðslu og vinsæld-
um, því mikill meirihluti íslendinga stóð þá fast með
rímunum og vildi ekki láta halla á þær. Á einum stað
í svargrein Sigurðar stendur svo m. a.:
„ ... Það er víst ekki af virðingu við þig (þ. e. Fjölni,
innskot hér) að einn af vorum mest virtu og nafnkennd-
ustu meðbræðrum hefur nýlega gefið mórauðum
hlaupahundi nafnið Fjölni. Þessum hvelpingi vænta
menn þú sendir köku í klóna, fyrst hann heitir í haus-
inn á þér....“
Fólki torfbæjanna og grútartýranna fannst þetta
fyndið hjá skáldi sínu og lét berast bæ frá bæ með
munnlegum fréttaflutningi. Sigurður lét ekki við þetta
sitja og þeysti um á skáldafákinum og orti skammarvís-
ur um Fjölni. Hér birtist ein þeirra.
HEILRÆÐI TIL FJÖLNIS
(1837)
Mein er þeim sem í myrkur rata,
og mega ei finna réttan stig.
Aumur er sá sem allir hata
og aldrei veit að betra sig.
Heilræði engin honum ljær,
hamingjan einatt þokast fjær.
Vesalings Fjölnir, víst þú sýnir
vina og hollra ráða brest.
Auðnunnar vegi einn þú týnir,
að eigin tjóni því vinnur flest.
Sjá þú þinn kropp og limalag,
það linast og horast sérhvern dag.
Skylda mig því til þessa hvetur,
þar hinir allir veigra sér,
ef eg vissi þér eitthvað betur,
af einlægni vil eg ráða þér,
heilræða án því heimur er
hættulegasta syndasker.
Atvinna þín mun illa hlíta,
annan verður að taka sið.
Aftan og framan að þér hnýta
allmargir sem þú flaðrar við.
Eg veit, af skorti fæðu og fjár
fléttar þú saman slíkar skrár.
Trúðu mér, þú ert tröllfjatlaður.
Týndu því siíkri rúna gjörð.
Vertu langt heldur vinnumaður
og vistaðu þig í Borgarfjörð.
Laglega slíkir lifðu þar
löndum og sér til hagsældar.
Einu gildir þó bak þitt bogni
°g bogi sviti kinnum frá.
Þannig má sérhver sultarkogni
saðning um vora tíma fá.
Einhven bitann með æru þá
ofan í þig þú kannt að fá.
Eða ef þú í annan máta
una mættir þar betur við,
þig mætti enn í læri láta
hjá leirkeranna fyrirsmið
til þess að herða og hnoða leir,
því hressir og saddir ganga þeir.
Fjölnir minn, þú ert eins og aðrir,
sem ætla sér stórt, en heykjast við.
Þig vantar til að fljúga fjaðrir.
Heima er bezt
303