Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 31
ÞÓRARINN E. JÓNSSON
í útfegö miðaldastíl
Frammi fyrir hásæti konungs stóð fanginn hamrammi,
rólegur og beið dóms síns.
Konungur virti fangann fyrir sér, íturvaxinn, svo af
bar. Yfir fanganum hvíldi raunablær, sem bar vott um
sorg og þjáningu.
Konungur mælti: „Þú ert kominn hingað til þess að
láta okkur, sem hér erum, heyra sögu sína. Um tilraun
til að ræna prinsessunni þarf ekki að ræða. Þar ertu
sannur að sök. Byrja þú nú á sögu þinni.“
Fanginn mælti: „Ég heiti Valdimar og er langt að kom-
inn. Ekki segi ég hvaðan ég er ættaður til þess að varpa
ekki vansæmd á ætt mína. Ég fer fljótt yfir sögu. Við
erum þrjú systkinin og er ég þeirra elztur.
Eitt sinn sem oftar var ég í veiðiför úti í skógum föður
míns ásamt fleirum af liði konungs. Við eltum skógar-
dýrin alllengi. Varð ég þá viðskila við veiðimennina. Villt-
ist ég í skóginum og fór þannig villtur vega í nokkra
daga og hafði það eitt til matar, er ég skaut með boga
mínum.
Að lokum komst ég þó út úr skógunum. Sá ég þar velli
mikla og grösuga. Langt í burtu sá ég kastala mikinn og
rammgerðan. Þangað lagði ég leið mína.
Á mikil varð á vegi mínum. Yfir hana fór ég á brú,
sem byggð hafði verið yfir fljótið. Þegar heirn að kastal-
anum kom, var mér vel tekið og veittur góður beini.
Sömuleiðis var hestur minn tekinn og hirt vel um hann.
Sá, sem réði yfir kastala þessum hét Hildibrandur og
var greifi að nafnbót.
Fljótlega komst ég að því að kastalabúar voru kvíðnir
mjög. Spurði ég þá, hvað ylli þessum kvíða. Sagði þá
greifinn mér, að fyrir nokkrum mánuðum, hefði voldugur
höfðingi úr fjarlægu ríki komið og beðið dóttur sinnar,
Elísu að nafni. Það orð fór af höfðingja þessum, að hann
væri grimmur í skapi og óvæginn. Fékk hann því afsvar
hjá greifanum.
Af þessu varð höfðinginn mjög reiður. Sagðist hann
myndi koma aftur með fjölmennu liði, brenna kastalann
og drepa greifann. Tæki hann Elísu eigi að síður. Nú var
sá tími kominn, að vel gat verið, að höfðingi þessi færi
að koma, eins og hann hafði hótað. Var höfðingi þessi
jarl einn ríkur og voldugur, sem fyrr er sagt.
Morguninn eftir heyrðist hornab'ástur fyrir utan kast-
alann. Var jarlinn þar kominn og krafðist þess, að greif-
inn kæmi út á kastalamúrinn til viðtals. Greifinn varð
þegar við þeirri kröfu og gekk út í vígskarð kastalans.
Spurði jarlinn þá greifann hvort hann vildi nú láta
hann fá Elísu dóttur sína fyrir konu.
Greifinn gaf jarlinum lík svör og áður. Sagðist ekki
láta kúgast til þess að gifta dóttur sína nauðuga.
Við þetta svar greifans varð jarlinn æfur og skipaði
mönnum að sækja að kastalanum með vopnum og eldi.
Óvinaherinn sótti að kastalanum og vann ekki á. Væri
borinn eldur að kastalanum, rann vatn úr þar til gerðum
stokkum og slökkti eldinn.
Áður hafði ég sagt greifanum hver ég væri. Á þriðja
degi kom jarlinn altýgjaður og skoraði á greifann að
koma og berjast við sig, annars skyldi hann heita hvers
manns níðingur.
Þegar greifinn heyrði þetta setti hann hljóðan, því jarl-
inn var sagður mikill bardagamaður og talinn sterkur,
en greifinn var kominn af léttasta skeiði.
Ég heyrði það sem jarlinn sagði og svaraði í stað greif-
ans, þar sem ég stóð við hlið hans:
„Vita skaltu það, jarl, að þú ert kominn hingað í land
föður míns með ójöfnuð og yfirgang. Þótt greifinn berð-
ist við þig og þú felldir hann, værirðu engu nær tak-
marki þínu. Þá byði ég þér hólmgöngu þegar í stað. Þú
hefur skorað á greifann til einvígis við þig. Ég skal koma
í hans stað og berjast við þig, hvort heldur sem þú vilt í
burtreiðum eða á fæti. Takir þú ekki þessu tilboði mínu,
verð ég að álíta, að þú sért hræddur.“
Við þessi síðustu orð mín var jarl ævareiður, skoraði
á mig að koma þegar og berjast við sig. Sagðist hann
skyldu berja úr mér drengjarostann.
Ég svaraði honum engu. Burtreiðar áttu fyrst að eiga
sér stað samkvæmt áskorun jarls. Þótt annar félli af
baki, var hann ekki talinn sigraður. Þá áttu sverðin að
skera úr, því barizt skyldi þar til annar hvor félli af mæði
eða sárum.
Greifinn vildi fylgja mér út úr kastalanum með liði
sínu. Ég taldi það óráð hið mesta. Jarl væri svo fjölmenn-
ur, að margir liðsmenn hans væru um hvern einn kastala-
manna. Kvaðst ég ekki vera viss um að lífi mínu væri
hætta búin, þó svo virtist í fljótu bragði. Ef mér væri
fenginn verulega fljótur hestur, mætti mér kannski tak-
ast að ríða kringum kastalann og yfir síkið hinum megin,
en þá yrði vindubrúin að vera niðri. Menn yrðu að vera
fljótir til þess að vinda brúna upp aftur, áður en óvina-
herinn kæmi. Þetta samþykkti greifinn. Ég herklæddist
í skyndi þeim stærstu herklæðum, sem til voru í eigu
greifans. Burtstöng og skjöld fékk ég og hest ágætan.
Síðan var mér fylgt út um aðalhlið kastalans og því
rammlega lokað að baki mér. Þarna á grundinni framan
við kastalahliðið sat jarl á kolsvörtum hesti, albrynjaður.
Ég reið á minn stað og beið átekta. Nú var merkið gefið.
Við mættumst beint framundan kastalahliðinu. Brestur
mikill heyrðist. Burtstöng jarlsins hafði brotnað. Eftir
því sem reglurnar mæltu fyrir, var jarli fengin önnur
burtstöng sterkari. Riðum við aftur hvor á sinn stað á
vellinum. Ég hugsaði jarlinum þegjandi þörfina. Ég fann
þegar, að hann myndi ekki sigra í burtreiðinni.
Þegar merkið var gefið á ný, lét ég gæðinginn minn
Hemia er bezt 307