Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 35
Ekkjudrottningin sat í setustofu sinni. Þar tók hún á móti Valdimar konungssyni. „Hér kemur maðurinn, móðir mín. Sýnist þér hann hræðilegur núna?“ „Nei síður en svo,“ mælti ekkjudrottningin. „Við erum börn sorgarinnar, Valdimar prins. Vertu velkominn hing- að á minn fund. Gæti ég eitthvað greitt úr vandræðum þínum, þá væri mér það Ijúft. Seg þú mér^ hvað það er, sem knýr þig hingað á minn fund.“ „Kæra ekkjudrottning,“’ mælti Valdimar. „Ég kom hingað til þess að biðja yður fyrirgefningar á ódæði því, sem ég tók þátt í, en sem jók mjög á hugarkvöl yðar, sem þó var nóg fyrir. Getið þér fyrirgefið mér?“ „Valdimar konungssonur. Mín fyrirgefning til þín, er löngu veitt þér til hana. Það gerðist um leið og ég heyrði sögu þína í dómsalnum. Mér runnu til rifja raunir þínar og sorgir. Við konur erum líklegast viðkvæmari en karlmenn. Sumar hverjar. Nú, fyrst þú ert hér og enginn viðstaddur, nema sonur minn, vildi ég nú í viðurvist ykkar beggja segja frá draumi( sem mig dreymdi í nótt. Ég þóttist vera stödd úti. Þá sá ég tvær manneskjur nálgast borgina úr þeirri átt, sem fjöllin miklu eru. Sá ég, að þetta var karlmaður og kvenmaður. Þau fóru mjög hægt, mjökuðust áfram fremur en gengu. Bæði voru hávaxin, þó var stúlkan að sínu leyti hávaxnari. Mér varð mjög starsýnt á hana. Hárið var ljóst, en þó sló á það lit, sem rauðagull væri. Hettan, sem huldi hár- ið mikla og fagra, hafði ýtzt til á höfðinu, er hún studdi manninn, sem sýnilega var veikur, eða svo virtist mér. Þau fóru inn í borgina þeim megin, sem þau komu að henni. Þetta var draumurinn, sem mig dreymdi. Getur þessi lýsing átt við Elísu greifadóttur og föður hennar?“ Valdimar, konungssonurinn jötunvaxni, greip hönd ekkjudrottningarinnar og mælti: „Þetta er mjög góð lýs- ing af Elísu, unnustu minni. Guð minn góður! Elísa varnarlaus og faðir hennar veikur.“ „Valdimar prins,“ mælti Bjarnharður. „Nú skulum við binda endi á heimsókn þessa en gera ráðstafanir til þess að láta leita í þessu borgarhverfi án tafar.1 „Kæra ekkjudrottning. Ég kveð þig með hræðru hjarta. Ég mun ávallt blessa minningu þína og líta á þig sem verndarengil, mér sendan í raunum mínum.“ „Valdimar prins,“ mælti Ásta Karlotta. „Guð blessi þig og leiði Elísu og föður hennar á þinn fund. í fátinu, sem kom á þig áðan, þúaðir þú mig. Þetta skulum við láta haldast. Hér eftir máttu líta á mig sem móður þína. Ég vona að Bjarnharður prins samþykki það.“ „Móðir mín elskuleg. Auðvitað samþykki ég þetta með gleði. Valdimar prins er orðinn mér kær sem bezti bróðir væri. Þér hefur, að ég held, verið gefin sýn þessi í draumi, svo Elísa og faðir hennar finnist. Nú förum við móðir mín. Elísa Og faðir hennar þarfnast hjálpar okkar.“ Þeir kvöddu ekkjudrottninguna og fóru. Ásta Karlotta horfði á eftir þessum miklu köppum, augum, sem lýstu heitum og göfugum tilfinningum. Hún brosti í gegn um tárin. Lífið var þrátt fyrir allt farið að sýna henni sína bjartari hlið. En þó hvíldi skuggi þar yfir. Óttinn við launráð Grímars hertoga. Á einum stað í borginni, þar sem fátæka fólkið bjót var maður nokkur á gangi. Hann var í kápu yztri fata. Enda þótt kápan væri í fellingum, gat hún ekki dulið vaxtar- lag mannsins, sem var þreklegt svo af bar. Maður þessi var enginn annar en Bjarnharður prins. Hann horfði athugulum augum til beggja handa. Enn var Grímar hertogi ófundinn. Á meðan svo var, lágu hætturnar allsstaðar í leyni. En þó Bjarnharður prins myndi eftir Grímari hertoga og leynibrögðum hans, var hugurinn allur við það eitt að finna Elísu greifadóttur. Á öllum götum þessa borg- arhverfis voru menn á gangi sömu erinda og hann. Göturnar voru þröngar og ósjálegar í þessu skugga- lega borgarhverfi. Þessa húsaræfla þyrfti að rífa og rýmka til um götur og um húsakost. Þetta skyldi gert, þegar hann yrði konungur og friður ríkti í ríkinu. Hann hrökk upp frá þessum hugsunum við það, að mjög hávaxin kona kom út úr einni hliðargötu, sem var enn þrengri og skuggalegri en sú, sem hann nú gekk eftir. Konan gekk hratt og var auðsjáanlega að flýta sér. Vaxtarlag hennar og fas benti til þess, að einhvern tíma hefði hún átt betri daga. Leiftursnöggt laust í huga Bjarnharðar, að þarna væri Elísa fundin. Lýsingin gat vel átt við þessa stúlku. Hárið sá hann ekki, því það var hulið undir hettunni. Stúlkan var í víðri kápu, sem huldi vaxtarlagið að mestu og alla mýkt í hreyfingum. Bjarnharður hægði á sér, en fylgdi þó stúlkunni eftir án þess að hún yrði þess vör. Framhald í næsta blaði. Réttindi eða réttindaleysi Framhald af bls. 279 ------------------------- milli naglar og kambs, annars vegar eru allir þeir, sem eru utan við skólann með aðfinnslur sínar, en hinsveg- ar nemendurnir. Enda þótt gagnrýni sé bæði sjálfsögð og nauðsyn, er hún það því aðeins, að hún sé fram bor- in með rökum og af vilja til umbóta, en ekki aðeins til að finna að. Allt þetta, sem nú er talið, getur valdið því að menn hiki við að takast kennslu á hendur, enda þótt þeir hafi aflað sér til þess menntunar og réttinda. Og vel má vera, og er raunar reynsla, að það er álitlegur hópur manna, sem gæddir eru kennarahæfileikum og vilja vinna það starf, þótt ekki hafi þeir tilskilin próf. En hver sem orsökin er, þá er ljóst, að hér þarf um- bóta við. Gera þarf úttekt á, hvort kjör og laun kenn- ara séu lakari en annarra sambærilegra stétta, og ef svo reynist, að bæta tafarlaust úr því og meira en það vegna þeirrar ábyrgðar, sem kennarastarfinu fylgir. Þá þarf að koma hugarfarsbreyting alþjóðar gagnvart skóia- starfinu, og síðast en ekki síst, þarf að gera þeim kenn- urum, sem réttindalausir eru, en vel hafa reynst í starfi, kleift með námsskeiðum og öðru að afla sér framhalds- menntunar, sem veiti þeim full réttindi, svo að þeir þurfi ekki að hrökklast úr starfi fyrir reynslulitlum réttindamanni. Málið er margþætt, en hvað sem gert verður skulum vér hafa hugfast, að markmiðið er að fá hæfa menn til kennslunnar, hvað sem prófum og réttindum líður. St. Std. Heima er bezt 311

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.