Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 25
Þegar ég kom að bæjardyrum á Hofstöðum, heyrði ég þar inni ógnarlegan hávaða og skark, gægðist inn um gat eða rifu, sem var á bæjarþilinu. Var þar ljós inni. Sá ég að þar var ærið ljótur karl, bölvandi í sí- fellu og barði án afláts allvænan stein með hamri eða sleggju. Ég hélt hann vitlausan og hraðaði mér burtu. Heyrði ég síðar, að karl þessi hefði verið hinn alkunni Mylnu-Kobbi (Jakob Jónsson) og hafði verið að höggva til legstein eða mvlnustein. Var nú lokið þeirri ákvörðun minni að fá gistingu á Hofstöðum. Talsverð bæjarleið var þaðan til Svaðastaða. Þar bjó Þorkell Jónsson ríkisbóndi. Son átti hann þar heima, er Jón hét, góður drengur og glaðlvndur, og hafði ég oft séð hann. Ég var farinn að lýjast, en staulaðist þó áfram. Loks komst ég að Svaðastöðum. Vildi ég nú gera vart við mig og fá gistingu. Nú var dagsett fyrir löngu, en heyrt hafði ég það, að engra almennilegra manna siður væri að berja að dyrum, þá er dagsett væri. Fór ég nú að svipast eftir baðstofugluggum og fann þá. Bæjar- húsin voru öll há, en ég lítill vexti. Gekk mér illa að komast upp á bæinn, þó tókst það um síðir. Ég kom að glugga, sem snjóföl var á, strauk ég það af og leit inn. Sá ég þá sitja á rúmi undir glugganum stóran mann og herðabreiðan. Hann var að prjóna þegar hann heyrði skrjáfa í glugganum leit hann við, skældi sig á móti glugganum og mælti: „Hver skrattinn er þarna úti og ætlar að brjóta gluggann?“ og sveiaði við. Hann hefir líklega haldið, að hundur væri á glugganum. Ég varð smeykur. Hélt að ég hefði skemmt glugg- ann, renndi mér hið fljótasta ofan af bænum, tók.poka minn og hélt af stað á leið til Dýrfinnustaða, en þang- að var öllu skemmri bæjarleið en hin síðasta. Þar bjó Jóhannes sonur Þorkels á Svaðastöðum. Hann hafði ég' oft séð, því að jörð hans er í Akrahreppi, og hann oft komið að Djúpadal að finna föður minn. Þar á bæ var vinnumaður, er hét Árni Þorsteinsson, mér vel kunnur. Þegar ég kom í hlaðið, kom bóndinn út. Ég heilsaði honum og tók hann glaðlega kveðju minni og spurði, hvaðan ég væri, en ég sagði honum það. Hann sagði mér strax að koma inn, því að ég færi ekki lengra í kveld, kvað hann, að ég myndi orðinn fulllúinn. Átti ég góða nótt á Dýrfinnustöðum. Um kveldið var spil- að á spil, en áður en farið væri að sofa, las Jóhannes húslestur og lét mig sitja hjá sér. Um lesturinn syfjaði mig mjög; fór ég að dotta og var nærri fallinn fram úr sæti mínu. Greip hann þá í mig, en ég skammaðist mín og vaknaði vel. Sagði bóndi, að ég mundi vera þreytt- ur og hefði átt að setjast að miklu fyrr. Sagði ég hon- um þá alla ferðasögu mína. Hló hann mjög dátt að henni, því að maðurinn var glaðlyndur og afar hlátur- mildur. Sagði hann, að karlinn undir glugganum á Svaðastöðum væri faðir sinn og eins gat hann til, hver karl sá var, sem ég sá í Hofstaðabæjardyrunum. Morguninn eftir vigtaði Jóhannes poka minn, var hann við 2 fjórðunga. Bað hann Árna vinnumann að bera pokann fyrir mig suður fyrir Þverá. Kvaddi ég nú bónda með þakklæti góðu. Oft eftir þetta gisti ég hjá Jóhannesi; minntist hann þá jafnan á þessa ferð mína og hló þá mikið. Þegar ég kom heim, var ég hreykinn af sjálfum mér. Sagði ég ferðasögu mína rækilega, en heimafólk hló að henni. Svona gekk fyrsta ferð mín og var víst ekki rismikil í sjálfu sér, en hún tolldi vel í minni mínu. II Þegar faðir minn bjó í Litladal og ég var um það að vera 15 ára, réðst til hans kaupamaður að sunnan, ung- ur að aldri og lítt vanur slætti. Magnús hét hann. Var hann á hæð sem fullorðnir menn, en þótti ónýtur til heyskapar. Það fréttist, að góður afli væri í Skagafirði. Lét þá faðir minn hann fara út í Hofsós að róa þar um tíma, og fór hann út eftir á sunnudag. En á föstudag næsta þar á eftir ætluðu tveir bændur úr nágrenni mínu út á Höfðaströnd að fá sér fisk. Þeir voru fátækir menn og hétu Sveinn og Hallur. Faðir minn bað þá að lofa mér að verða samferða þeim og hjálpa mér, því að ég væri óvanur ferðum, og lofuðu þeir því. Lagði ég nú af stað með þeim og hafði einn hest til áburðar, leirljósan, gamlan, en stólpagrip. Þegar við komum út hjá Kyrfisá, leit Sveinn til sólar og mælti: „Það er kominn miðdagsmatartími.“ „Já,“ sagði Hallur, „það er rétt, við förum að borða.“ Varð ég nú alveg forviða, að þeir skyldu fara að borða svo skammt komnir frá heimilum sínum. Fórum við nú af baki á góðum grasbletti. Tóku þeir til nestis síns, og það gerði ég líka, því að ég hugði þá, að þetta væri siðvenja. En aldrei hefi ég síðan farið þar hjá, að mér hafi ekki komið í hug þetta kvmnilega borðhald, og þá verið hlátur í hug. Það var orðið áliðið dags, þegar v:ð komum út í Hofsós. Hitti ég strax Magnús kaupamann; hafði hann nógan fisk á hest minn. Bjó hann upp á hestinn fyrir mig, dró hann spotta í gegnum hausana. Varð þá fisk- urinn í smákippum. Var þetta til þæginda fyrir mig að koma fiskinum til klakks. Þegar Alagnús hafði hjálpað mér, fór hann til skips sms, en ég fór að leita að félög- um mínum. Stóðu þeir uppi við verzlunarbúðarborðið og voru að fá sér í staupinu. Var Hallur orðinn vel hreifur. Ég spurði þá, hvort þeir væru ekki bráðum tilbúnir til heimferðar. Þeir kváðust ekki mundu fara fyrr en einhvern tíma næsta dag. Ekki leizt mér á þetta. Vildi ég ekki gista, því að ég var öllum ókunnugur. Var ég nú hálf ráðalaus, en þó réði ég það af að fara að reyna að bisa fiskinum upp á Lýsing. Var ég einn við það og gekk hálfilla. Ekki hjálpuðu karlarnir mér, bað ég þá þess ekki heldur. Lagði ég nú af stað fram allar götur. Kveið ég hálf- partinn fyrir að ríða Kolku, því að vatnsþungi var í henni. Ég rataði á rétta vaðið, sem kallað var Steins- vað. Höfðum við farið það um daginn, var það á miðj- ar síður. Hélt ég nú áfram um nóttina. En er ég kom á Þveráreyrar, þorði ég ekki að fara ofan að Héraðs- Heima er bezt 301

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.