Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 6
Efri-Mýrar og peningshúsin.
ágætur skrifari og skrásetti því skjöl sín af smekkvísi
og vandvirkni.
Þótt hér sé þegar svo margt talið af félagsmálum
Enghlíðinga, sem þeir hafa kvatt Bjarna til, er þó enn
ótalinn sá þáttur þeirra mála, — fjallskilin, — sem hon-
um mun hafa verið geðþekkastur, þegar á allt er litið.
Hann var þar allt í senn: flestum fræknari leitarmaður,
hugrakkur með ágætum, gangna- og réttarstjóri og
fjallskilastjóri um fimm tugi ára. Fjallskil eru þraut-
hugsaðasta félagsmálaskipan íslendinga, svo föst og
forn í sniðum, að enn eru í fullum heiðri höfð þau
ákvæði Grágásar, að „þar, sem menn eiga afrétt saman,
tveir eða fleiri, þeir skulu .... hafa úr rekið afrétt-
inni er fjórar vikur lifa sumars“. Það mun aldrei hafa
hvarflað að Bjarna, að færa þessa skipan til „betra máls“.
Hann hefur alla sína löngu leitarmannsævi hlakkað til
gangnasunnudagsins og þeirra umsvifa, er honum
fylgja. Það mun bjargföst trú þeirra er þekkja hann
best að þeim önnum mundi þessi þrautreyndi félags-
málavinur síst bregðast, enda trúlegt að hann tæki nú
heilshugar undir með Höskuldi Einarssyni:
Þátttökuna þó að banni
þrengdir staðhættir,
gleymast ekki gömlum manni
gangnadagarnir.
Meginhluta þess skeiðs, sem af er þessari öld, hefur
Kvennaskólinn á Blönduósi verið í vitund samtíðar-
manna viðurkennd mennta- og menningarstofnun, upp-
eldisheimili, sem hverri konu yrði þroskagjafi. Sóttu
hann ungar konur víðsvegar að.
Haustið 1919 kom þangað austfirsk heimasæta 19
vetra, Guðný Ragnhildur Þórarinsdóttir, Jónssonar og
Bjami Frimann með folaldið sitt.
282 Heima er bezt