Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 15
BJÖRN JÓNSSON LÆKNIR, SWAN RIVER, MANITOBA: Mæðgurnar á Sprengisandi Margt býr í þokunni, segir þar. Og fleira býr í þoku hjátrúar, ótta, óravíddar, illveðra og gleymsku. Það er mörg vofan í glatkistu aldanna. Allt þetta á við Sprengisand, og margt annað, miður gott, mætti til telja um það land- svæði og sambúð þjóðarinnar við það. Þessvegna þótti mér ekkert ólíklegt að þar kynnu enn að finnast forn- ar minjar, sem getið er í gömlum leiðarlýsingum. Ekk- ert ólíklegt að fjallakarlar og farandmenn sem um þetta svæði hafa þrammað í hálfa aðra öld gætu hafa gengið þar framhjá án þess að veita því eftirtekt, með því þeir höfðu annað í huga. Enda var sú skoðun staðfest af fjallakóngi frægum, sem síðar getur. Það sem eg hér hefi verið að víkja að, og er mergur míns máls, er þessi setning: „Beinakerling er stór varða og stendur mitt á milli 24 dætra sinna“, úr lýsingu Ei- ríks Hafliðasonar frá Tungufelli og ég rakst á í Landið þitt, 2. bindi, bls. 137 undir Sprengir. Steindór Stein- dórsson frá Hlöðum, sá mikli öræfajálkur, tekur þar upp útdrátt úr lýsingu Eiríks, til Landsnefndar 1770. Getur Steindór þess jafnframt að bæði Beinakerling, dæturnar og þau önnur leiðarmerki, sem umgetur í lýs- ingunni, Sprengir sjálfur, nafngjafi svæðisins, og Svein- ar, séu nú öll týnd örnefni, ásamt Háöldu, sem um er deilt. Lýsinguna alla er að finna í Hrakningar og heiða- vegir eftir Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson, ásamt öðrum lýsingum sem að gagni koma og síðar verður vitnað í er líður á greinarkorn þetta. Ástæðan til þess að þessi lýsing vakti athygli mína, fremur en annarra, sem í þessum efnum hafa grúskað og þetta svæði þrautgengið, er sú að eg hefi átt því vafasama láni að fagna að falla í Einarsvillu, orðið áhangandi kenninga Einars Pálssonar um hugmvnda- kerfi fornmanna, og hann hefur lýst að nokkru í fjór- um útkomnum verkum sínum. Sem sagt, eins og segir í ljóðabréfi mínu til eins oddborgara þjóðarinnar, á frumstigi grúsks míns í vill- unni, en eftir fall: Því frá greina þjóð eg má þótt á mig fleinar skyllu: fantur meina fallinn lá flatur í Einarsvillu. Raunar hefi eg farið að nokkru mínar eigin leiðir í athugun á hugmyndakerfi Einars, n.l. lagt stund á, nær einungis, stjarnfræðilega hlið „kerfisins“, stjarn-laun- sagnir og goð-myta, en aðallega þó tengingu himinfest- ingar á landið, eins og segir í sama bréfi: himinengja hvelfan teig/hauðri tengja náðu. Taldi eg því gefið, er eg sá lýsingu Eiríks, að hér væri komin stjarnhringur, settur á löghelga landsmiðju, stundaklukka landsins, hringborð Artúrs kóngs og sveina hans. Orti eg þar um háfleyg stef, svo sem þessi: Stendur á Sprengi úr steinum gjörð, stuðlar spor í sandi, með 24 vörðum vörð vakir hún yfir landi. og: Stendur á Sprengi úr steinum gjörð, stundir landsins telur, hún um mengi heldur vörð, hana sandur felur. og enn: Ýmsir segja í Avalon Artúrs hringborð standi. Munu þess eiga margir von á miðjum Sprengisandi? Vona eg að lesendur skilji ástæðu og nauðsyn þessa útúrdúrs, því að hér er skýring þess að eg fann, en aðrir ekki, þessar minjar. Önnur orsök slembilukku minnar kemur síðar í ljós. Jafnvel þótt ofangreindar forsendur hafi að líkindum reynst rangar, eða ekki á rökum reistar, gáfu þær mér sjónarhól, öðrum ókunn- an, sem beindi leit minni í rétta átt. Fór eg nú að grúska og rótast um á teigum hauðurs og himinengja eftir þeirri vegvísan að „svo á jörðu sem á himni, sé allt afmarkað11. Útmiðun dýrahrings, frá miðju, krefst víðsýnis. Og skyldi hann lagður á landið yrði það að gerast af hábungu Hofsjökuls. Inn- miðun, frá kennileitum lands, sem sjást af Sprengisandi, Mælifelli (Skag.), Kerlingu (Eyjaf.), Búrfelli (Mý- vatn), og Sellandafjalls, Trölladyngju og Heklu, ásamt þeim sem ekki sjást, en eftir korti miðuð: Mælifellum, Búrfellum, Öræfajökli, Baulu, Snæfellsjökli, o. fl., gáfu Heima er bezt 291

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.