Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.09.1977, Blaðsíða 11
á móti honum. En þú verður að gæta þess, að láta Blesa ekki fara fram úr folanum, heldur skulum við láta þá hlaupa alveg samhliða.“ „Já, en Blesi er sá mesti fjörhestur sem ég hefi kom- ið á bak, svo ég er hræddur um að hann sætti sig ekki við að hlaupa við hliðina á þeim brúna, heldur heimti það að fara fram úr honum.“ „Jæja,“ sagði ég. „Þú reynir þetta. Ef Blesi fer fram úr Brún, þá getur það leitt til þess, að folinn neiti fram- vegis að gera það sem hann getur, og þar með erum við búnir að spilla honum, ef svo skyldi fara. — Þótt Blesi minn sé ofsa fjörhestur, þá hefi ég aldrei lagt hann fram á kappreiðum, svo að enginn veit hvort hann er fljótur eða ekki. En nú reynum við þetta.“ Eftir stutta stund vorum við tilbúnir að hefja kappreiðina. Við riðum hægt nokkra metra, en hleyptum svo á sprett. Hallur hafði auðsjáanlega gott vald á Blesa, svo að hestarnir hlupu alveg samhliða mestan hluta leiðarinnar. Við höfðum komið okkur saman um það fyrirfram, að nema staðar við fjárrétt, sem við sáum þarna suður á bakk- anum, enda var þetta hæfilegt sprettfæri — við áætl- uðum það 300 metra. En er við áttum eftir stuttan spöl að réttinni, þá gerðist það furðulega, að Brúnn fór svo sem lengd sína fram úr Blesa. Og þannig endaði sprett- urinn. — Við störðum undrandi hvor á annan og stein- þögðum fyrst í stað. En er ég rauf þögnina, varð mér að orði: „Þú hefur vitanlega dregið úr ferðinni, svo að Blesi hefur ekki gert sem hann gat?“ „Nei, því fer víðsfjarri. Ég leyfði honum að hlaupa svo sem hann komst. En Brúnn er virkilega svona gríð- arlega fljótur. Hann er að mínu áliti upplagður kapp- reiðahestur." „Mér þykir þú segja mér tíðindin, Hallur minn,“ svaraði ég. Þegar við vorum komnir af stað héldum við áfram að ræða þetta merkilega fyrirbæri. Kom þá fram m. a. það álit Halls, að Blesi minn væri með allra fljótustu hestum. Þar með vildi hann sanna, að Kára-Brúnn væri upplagður kappreiðahestur. En ég var ekki beinlínis trúaður á það, og taldi þetta hafa verið tilviljun eina. Máli mínu til sönnunar benti ég á það, að Blesi minn hefði aldrei verið reyndur á kappreiðum, og því væri líklegt að hann gæti gert betur, ef hann fengi viðeig- andi þjálfun. Annars kvaðst ég vera á móti því, að leggja mikla fjörhesta fram á kappreiðum og því hefði ég hlíft Blesa við því. Eftir þetta gerðist ekkert sögulegt á ferðinni. Við komum heim á fimmtudagskvöldi, en daginn eftir hafði ég engar kringumstæður á því, að skila Kára folanum, enda taldi ég mér ekki skylt að færa honum hann. Næsta sunnudag áttu að verða kappreiðar á skeiðvelli sveitar- innar, og þangað var ég staðráðinn að fara. Á laugardagsmorguninn kom til mín gestur sem átti við mig erindi. Það var bóndi sem bjó í nágrenni Kára. Við ræddum um „daginn og veginn“ fyrst í srað. En er við vorum að drekka kaffið, víkur gesturinn að öðru efni og segir: „Veiztu það, að Kári frétti í gær, að þú hefðir komið með þann brúna aftur. Hann varð svo fjúkandi reiður, að hann kvaðst ætla að steindrepa þig er þið hittist næst. Hann sagði að þú mundir hafa haft það eitt í huga, að nota hestinn sem mest, en ekki reynt að selja hann.“ „Enginn flýr örlög sín,“ svaraði ég brosandi. „En annars tók ég alls enga ábyrgð á því, að hesturinn seld- ist, því að verðið var alltof hátt. Þetta sagði ég honum.“ En síðan bætti ég við: „Viltu nú ekki gjöra mér þann greiða, að fara með folann og afhenda Kára hann með þeim ummælum, að ég hafi sagt, að honum sé alveg óhætt að láta þann brúna hlaupa á kappreiðunum á morgun.“ Jú, gesturinn tók vel undir þetta og lofaði að skila orðsendingu skilmerkilega. Á sunnudagsmorguninn varð ég heldur seinn fyrir, því að í mörgu var að snúast eftir margra daga fjarveru. Ég fór samt á kappreiðarnar, og kom þar í þann mund er keppnin átti að fara að byrja. Þar gafst á að líta. Þarna var samankomið margt fólk og fjöldi hesta. Veðr- ið var svo gott sem það gat verið bezt. Nokkrir knapar voru að ríða um skeiðvöllinn, svo sem eins og til að kynna hestunum hann. Og þeirra á meðal var Kári á þeim brúna. Hann skyldi þó ekki ætla að fara að reyna hann? hugsaði ég. Það lá við að ég færi að hlæja að þessu. Ég heyrði fólkið tala um það, að þetta yrðu lík- lega ekkert spennandi kappreiðar, þar sem nokkurn veginn væri vitað fyrirfram, hvaða hestur hreppti fvrstu verðlaun. „Það verður auðvitað Lýsingur, eins og hann er van- ur,“ sagði einhver. Og tóku fleiri undir það. Ég kannaðist svo sem við Lýsing. Hann var upphaf- lega frá mér. Hann hafði unnið fyrstu verðlaun undan- farin 7 ár í röð, en nú var hann orðinn 14 vetra. Þar sem engar sagnir höfðu borist um sveitina um það að nýr hlaupagammur hefði verið keyptur inn á árinu, og því síður nokkur verið alinn þar upp, þá var ekki annað líklegra en að Lýsingur tæki ennþá fyrstu verðlaunin. Hann var einstaklega vel með farinn, og ekki hafði fjör- ið slitið honum, því að fjörhestur var hann enginn. En þrekið og kappið höfðu fært honum verðlaunin, því það brást aldrei. En nú var ekki tími til hugleiðinga, því að kappreið- arnar voru að byrja. Hestarnir sem reyna átti, voru hæfilega margir til að keppa í tveimur flokkum. Lýs- ingur vann glæsilega í sínum flokki, en Kára-Brúnn vann með naumindum í síðari flokknum. Þetta vakti talsverða undrun viðstaddra. En svo var úrslitasprettur- inn eftir. Dómnefndin ákvað að fjórir hestar skyldu keppa til úrslitanna, það er tveir þeir fljótustu úr hivor- um flokki. Og nú fyrst létu viðstaddir í ljós nokkurn áhuga. Lýsingur var þarna enginn viðvaningur og fór undir eins fram úr hinum þremur, enda var hann til- takanlega viðbragðsfljótur. En á miðjum vellinum komst sá brúni upp að hliðinni á Lýsing. Eftir það hlupu þeir samhliða, þar til ekki voru eftir að markinu nema svo sem 20 metrar eða þar um bil. Þá skauzt sá brúni Framhald á bls. 299. Heima er bezt 287

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.