Heima er bezt - 01.08.1978, Side 2

Heima er bezt - 01.08.1978, Side 2
í minjasafni „Það gerir hvem góðan að geyma vel sitt“, segir gamalt máltæki, sprottið af reynslu og siðspeki íslenskrar alþýðu. f því er í senn fólgin áminning um að sóa ekki fjármunum sínum og að fara vel með muni sína, láta þá ekki glatast né ónýtast af gáleysi og vanhirðu. Ef til vill má segja, að þama séu vamaðarorð fátækrar þjóðar, sem löngum átti erfitt með að afla sér nýrra muna eða tækja í skarð þeirra, sem óhjákvæmilega hlutu að fara forgörðum sakir notk- unar eða elli. En hvemig mátti það gera nokkurn mann góðan, þótt hann geymdi vel fjár síns og annarra eigna. Var ekki miklu fremur hætta á, að slík varfærni í meðferð þess gæti leitt til nísku og svíðingsháttar, sem löngum hefir verið talið til hinna lakari ódyggða? En eins og oft hefir reynst er tíðum skammt á milli öfganna og andstæðnanna. Bilið milli sparsemi og nísku er oft ótrúlega mjótt, og það að vera geyminn getur leitt til ótrúlegra öfga, svo sem þegar aðsjálar húsfreyjur létu matinn heldur ónýtast en skammta hann hjúum sínum. En skyggnumst víðar um. Að geyma vel sitt er löngum merki tryggðar og þeirrar trúfesti, sem lengstum hafa verið eitt af haldreipum þjóðlegrar menningar og hornsteinn góðra heimila, þar sem hlutirnir og störfin voru í föstum skorðum áratug eftir áratug. Því, að geyma vel sitt, fylgir einnig þrifnaður og snyrtibragur. Engir hlutir, engin verðmæti eru vel geymd, þar sem draslarabragur og sóðaskapur drottnar. En snyrtibrag fylgir fegurð og reglusemi, ekki aðeins hið ytra, heldur einnig í hug og hjarta. Þegar vér nú hugleiðum, að því að geyma vel sitt fylgir tryggð, sparsemi, þrifnaður, fegurð og reglusemi, er það vissulega engan veginn ofsagt, að þetta geri hvern mann góðan. Vér, sem nú erum komin á efri ár, höfum lifað meira umrót og losarabrag í þjóðfélaginu en nokkur kynslóð á undan oss, en óneitanlega líka meiri framfarir, meiri vel- megun og fjölþættari möguleika. Og þetta hefir gerst að kalla má í einu vetfangi. Margir kannast við karlinn í kassanum, leikfangið, þar sem karlinn hoppaði upp í háaloft, þegar lokinu var lyft. Ekki voru þar nokkrir töfrar að verki, heldur einungis fjaðrakraftur. Að ýmsu leyti hefir mátt líkja þjóðlífi voru við þetta leikfang. Eftir aldalanga kreppu spratt þjóðin á fætur. Ný tækni varð henni aflgjafi til framkvæmda og framfara, meiri en nokkurn hafði dreymt um, jafnvel hina bjartsýnustu hugsjónamenn. Slíkt hlýtur ætíð að draga dilka á eftir sér marga miður góða. Nýrri tækni fylgja nýir lífshættir, ný viðhorf, ný siðfræði og siðamat. Fornar dyggðir verða lítils virðar, gömul lífsviðhorf gleymast, forn vinnubrögð týnast, og um leið er gömlum munum og minjum fleygt á öskuhaugana. í augum hins nýja tíma er allt slíkt einungis tákn og endurminning um ljótan og leiðan draum, mar- tröð fátæktar, vankunnáttu og kyrrstöðu, eða jafnvel er á það litið sem einskonar þrælsmerki á frjálsbornum mönnum og því skal því fleygt og eytt, og því fyrr því betra. Vér fáum ekki neitað því, að oss hefir farið svona á mörgum sviðum. Nýi tíminn hefir rofið tengslin við for- tíðina, bæði í hugarfari jafnt sem atvinnuháttum og um- gengnisvenjum. Um það tjáir raunar ekki að saka nokk- um einstakan, fremur en vér sakfellum vorleysinguna, þótt flaumur hennar rífi með sér sitthvað sem í er skarð og missa. Hér má segja að sá ríki herra tíðarandinn hafi verið að verki, og vér ungir sem gamlir beygt oss undir vald hans og vilja. En eins og ætíð, þegar fyrsta breytingaaldan er riðin yfir, þá nema menn staðar og líta til baka, og hér var sem menn vöknuðu af svefni. Allt umhverfis oss var nýtt: ný hús, ný vinnubrögð, ný tækni. Samhengi sögunnar var rofið, og ef vér vildum skyggnast eitthvað inn í liðinn tíma, skynja og skilja líf forfeðra vorra var allt glatað, sem á hann minnti. Þegar ömmur og afar vildu skýra eitthvað frá æsku sinni fyrir yngstu kynslóðinni, var ekkert lengur áþreifanlegt til að gefa orðunum lit og merkingu. Þá varð mönnum það ljóst, að verðmætum sögu vorrar og þjóðmenningar hefði verið týnt, eða þau voru komin á ystu nöf glötunarinnar. Og þá hófst viðnámið. Menn tóku að litast um og hefjast handa um að bjarga því sem bjargað yrði, knýta saman þá þræði sem höfðu slitnað. Þegar vér litumst um í þeim minjasöfnum, sem risið hafa upp á síðustu áratugum í flestum héröðum landsins sjáum vér árangurinn, þótt að vísu sitt hvað skorti svo að full- unnið sé. Þegar vér komum inn í slík minjasöfn er líkast því, sem að ferðast inn í liðinn tíma, en þó enga órafjarlægð. Miklu mestur hluti þess, sem safnast hefir, er ekki eldra en svo, að margir þeir, sem fæddir eru um síðustu aldamót eða jafnvel seinna, hafa handleikið hlutina og kunna full skil þeirra, annaðhvort af eigin raun eða frásögn næstu kyn- slóðar á undan, enda þótt yngri kynslóðir samtíðar vorrar viti þeirra engin deili. Vér sjáum þarna áhöld hins daglega lífs, listmuni, klæðnað, híbýlahætti, sem allt hafði tekið furðulitlum breytingum kynslóð eftir kynslóð, uns því var sópað burt í flóðbylgju nútímans. Við skoðun þessara muna er sem mikill þáttur þjóðmenningarsögu vorrar birtist sjónum vorum í einu vetfangi, og það einmitt sá 250 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.