Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 9
JÓN KR. KRISTJÁNSSON, VlÐIVÖLLUM: Stefán Kristjánsson skógarvörður á Vöglum — Fimmtíu ára minning — „Öllum kemur elli á kné. Auður er feigs manns hylur. Falls er von af fomu tré fari um skóginn bylur. Ekkert flakti á þér laust, enginn blettur gljúpur. Skapið fast og höndin hraust, hugurinn skýr og djúpur." annig komst Friðgeir H. Berg rithöfundur að orði, er hann frétti lát Stefáns Kristjánssonar skógar- varðar á Vöglum, og þótti kunnugum mannlýs- ingin sannmæli. Liðin er hálf öld nú í vor frá andláti Stefáns. Þar sem þessa sérstæða manns hefur hvergi verið minnst opinber- lega, að talist geti, verður hér á eftir leitast við að gera minningu hans nokkur skil. Uppruni og æviferill Stefán Kristjánsson fæddist á Mýri í Bárðardal 4. mars 1871. Faðir hans var Kristján Ingjaldsson Jónssonar, sem kallaður var hinn „ríki“, Jónssonar Halldórssonar á Mýri, sem Mýrarætt er jafnan rakin til. Höfðu því þrír forfeður Kristjáns búið þar á undan honum, hver eftir annan, langa ævi. Fyrri kona Kristjáns, móðir Stefáns, hét Helga Stefánsdóttir, bónda á Kroppi í Eyjafirði og seinni konu hans, Þórunnar Stefánsdóttur frá Guðrúnarstöðum. Hálfbróðir Helgu af fyrra hjónabandi Stefáns á Kroppi var Guðmundur faðir Stephans G. Stephanssonar, og al- systur hans tvær voru einnig húsfreyjur í Bárðardal, þær Guðný á Eyjadalsá og Sigurbjörg í Mjóadal, kona Jóns Jónssonar frá Mýri. Leiddu þau tengsl til komu Stephans G. og foreldra hans úr Skagafirði austur þangað og dvalar þar í þrjú ár, áður en hann flutti til Vesturheims með frændfólki sínu frá Mjóadal. Þau Kristján Ingjaldsson og Helga eignuðust fimm böm. Eitt þeirra höfðu þau misst, og hið síðasta, stúlka, Helga að nafni, dó vikugömul og fór í sömu gröf og móðir hennar á áliðnu sumri 1873. Drengirnir þrír, sem eftir Ufðu, hétu: Ingólfur, átta ára; Kristján, fjögurra ára, og Stefán, tveggja ára. Kristbjörg Ingjaldsdóttir á Mýri, systir Kristjáns, var þar heima, þá nýbúin að missa unnusta sinn skömmu fyrir ákveðna giftingu þeirra. Gerðist hún nú bústýra bróður síns og fósturmóðir bræðranna þriggja, er virtu hana og elskuðu langa ævi. Þeir kölluðu hana „Systu“. Lengst fylgdi hún yngsta bróðumum, Stefáni. Með þeim var mikið ástríki til hinstu stundar. Hún dó á heimili hans og konu hans á Vöglum 1917. Árið 1879 fluttu þau systkinin, Kristján og Kristbjörg með bræðurna þrjá frá Mýri að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, og þar bjó Kristján til 1892, að hann fór að Bakkaseli í sömu sveit. Sonur hans, Ingólfur, var þá kvæntur og farinn að búa á móti honum á Hallgilsstöðum og tók nú við jörð þeirri allri um skeið, en Kristján og Stefán komnir að heiman til náms og starfa. — Á þessu tímabili, árið 1884, hafði Kristján Ingjaldsson kvænst í annað sinn, og gengið að eiga frændkonu sína, Kristjönu Steinunni Árnadóttur frá Dæli. Hún var dótturdóttir Áma Jónssonar frá Mýri, bróður Ingjaldar föður hans. Böm þeirra hjóna urðu fimm: Leifur, lengi búsettur á Akureyri; Karl á Belgsá, faðir Stefáns handritafræðings; Helga, kona Arnórs Sigurjónssonar; Guðrún, fyrri kona Sigurðar Jónssonar frá Brún, og Herdís, er fluttist ung til Ameríku og giftishþar. Tveggja ára frænku sína, Mar- grétu Magnúsdóttur, tóku þau Kristján og Kristjana í fóstur í upphafi hjúskapar. Ólst hún upp með bömum þeirra og var þeim sem eldri systir. Þrátt fyrir örðugan fjárhag leituðu Hallgilsstaðabræður allir sér nokkurrar menntunar. Ingólfur gekk í Möðru- vallaskóla, en Kristján og síðar Stefán fóru að Hólum í tíð Hermanns Jónassonar skólastjóra þar. Hann hafði verið alinn upp hjá móðursystur sinni á Mýri og því nákominn þeim bræðrum. Að loknu námi á Hólum 1892, var Stefán þar lengur, á vegum Hermanns, bæði við fjárgæslu og þó einkum aðdrætti til skólabúsins á hestum. Eftir dvölina þar lagði Stefán leið sína til Vestfjarða 1895 á vegum bræðra sinna, sem þangað voru fluttir og áttu þar merk Heima er bezl 257

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.