Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 7

Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 7
hann? Kennarar mega ekki taka of nærri sér, þó að ein- hverjir nemendur séu ærslabelgir eða tossar. Menn verða líka að gera sér þá að áhugaverðum viðfangsefnum. Hvatning, uppörvun, skilningur, góðvild, þetta er nauð- synlegt. Eftirlit og ráðgjöf er af því góða, valdi skal beita í hófi. — Námsstjórastarfið? — Ég byrjaði á því 1943 og mesti vandinn var að sam- ræma kennslustarfið og sameina fræðsluumdæmin. Þetta tók sumstaðar langan tíma. Það var lagið, að vinna bug á tregðu heimamanna og fá þá til þess að taka forystu um breytingamar. Vera sem mest dulinn á bak við. Gera aðra að forgöngumönnum, eða láta þá skynja það svo. — Yrkirðu ljóð? — Ég orti heilmikið á unglingsárum, óskaplegan leir- burð. Mest svona 16—17 ára, allt saman bullandi heims- hryggð, jafnvel í stíl Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. En á síðari árum hef ég haldið mig við skopstælingar, oft í samvinnu við vin minn Ólaf Hauk Árnason, þegar við vorum á Akranesi. Ég hef stundum ort að gamni mínu í svonefndum atómljóðastíl: Ég er maðurinn sem varð úti á heiðinni í 100 ár strauk útsynningurinn um kjúkur minar loks blés hann beinum mínum fyrir melbarðið þá mundi ég hvert ég ætlaði — Hvað hefur helst mótað þig sem sagnaskáld? — Mér eru margir íslenskir og erlendir höfundar kærir, og ég les alltaf óskaplega mikið og reyni að fylgjast með, ekki aðeins því sem birtist hér innanlands, heldur einnig erlendis, einkum Norðurlandabókmenntum. Satt að segja hálfkvíði ég stundum fyrir að lesa sumt en legg þó það píslarvætti á mig. Ég hef aldrei aðhyllst neina isma í bók- menntum, ég er hálfhræddur við þá og þóknast ekki, þegar á að fara að búa til einhver mannkerfi, þetta er eins og í pólitíkinni. En hvað hafi mótað mig. Kjarninn er hin Út af Hornbjargi. Hœlavíkurbjarg í baksýn. sígilda íslenska sagnhefð, Islendingasögumar. Þaðan hef ég það sem ég tel best í sjálfum mér. Margt af þessu svartagallsrausi nútímans fer í taugamar á mér svona hálft um hálft, enda þótt ég leggi á mig að lesa þetta, eins og ég sagði. — Leikari? — Leiklist hefur verið eitt af mínu tómstundagamni. Ég byrjaði á ísafirði og hélt áfram á Akranesi. Ég lék Jón Hreggviðsson undir stjóm Ragnhildar Steingrímsdóttur og Jón í Gullna hliðinu undir stjóm Lárusar Pálssonar. Það þótti mér gaman. Lárus sagði að eftir nokkra áratugi gæti enginn leikið þá nafna, því enginn myndi þá skilja eða þekkja þvílíkar manngerðir, og svo lék ég sr. Sigvalda í Manni og konu. Þetta voru nú helstu afrekin, ef afrek skyldi kalla, því að ekki veit ég hvemig til hefur tekist. Svo skrifaði ég einn leikþátt, Ljós í holti. Það var fyrir þjóð- hátíðina á Akranesi 1944. Þetta var um átök heiðni og frumkristni, en þú veist að kristnin festi snemma rætur á Akranesi, í Jörundarholti. Þess vegna heitir leikþátturinn þessu nafni. Undir veggnum þar sem Þórleif- ur fœddist. Heimaerbezt 255

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.