Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 29

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 29
LORELEI (þýð. Steingríms Thorsteinssonar) Ég veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi dapur ég er, ein saga frá umliðnum öldum fer ei úr huga mér. Það húmar, og hljóðlega rennur í hægviðri straumlygn Rín, hinn ljósgullni bjargtindur brennur, þar blíðust kvöldsól skín. Þar efst situr ungmey á gnúpi með andlitið töfrandi frítt, og greiðir í glitklæða hjúpi sitt gullhár furðu sítt. Með gullkamb hún kembir sér lengi og kveður með annarlegt slag, svo voldugt að viðstenst engi, sitt villta sorgarlag. Og farmaður harmblíðu hrifinn þá hlustar svo varúðin þver, hann lítur ei löðrandi rifin, en ljúft til hæða sér. Um fleyið og farmann er haldið að fljótsaldan hvolfdi þeim ströng. Og því hefur Lorelei valdið með leiðslu töfra söng. LORELEI (þýð. Magnúsar Ásgeirssonar) Ég veit ei, hvað má því valda, að verður svo þung min lund. Eitt ævintýr horfinna alda mig ásækir hverja stund. Það kular og húmar að kveldi og kyrrlát streymir Rín. í aftansólar eldi hinn efsti gnúpur skín. Þar situr með seið undir hvarmi ein sólfögur mær á brún. Það glóa gulldjásn á barmi, sitt gullhár kembir hún. Hún gullnum kambi það greiðir og gamlan syngur brag. Og undra afli seiðir hið angurblíða lag. Og farmann á fleyi smáu það fyllir trylltri þrá. Hann sér ekki flúðirnar fláu, hann fjallsgnúpinn mænir á. Um farmanninn fer þeim sögum, að færist hann bylgjunum í, og með sínum ljúfu lögum hún Lorelei olli því. Grímur Thomsen var eitt þeirra góðskálda okkar sem fékkst dálítið við ljóðaþýðingar. Hann þýddi ljóð þýskra, enskra og Norðurlandaskálda auk slangurs af grískum fomkvæðum. Ekki er að efa að Grímur hafi kunnað vel til verka á þessu sviði þótt þýðingamar séu misjafnar að gæðum eins og gengur. Hann var meðal brautryðjanda íslenskrar bókmenntafræði og „fyrsti íslendingurinn sem lagði sérstaka stund á sögu evrópskra samtímabókmennta við Hafnarháskóla,“ eftir því sem hermt er eftir Andrési Bjömssyni útvarpsstjóra sem löngum hefur haft dálæti á skáldskap Gríms og þekkir vel lífsferil hans. Andrés hefur m.a. þýtt og gefið út bók með ritgerðum Gríms um ís- lenskar bókmenntir og heimsskoðun. Ritgerðir þessar voru upphaflega ætlaðar erlendum mönnum til upplýs- ingar og því ritaðar og fluttar á dönsku. Þýðing Andrésar kom út árið 1975 og ég las hana mér til mikillar ánægju og skilningsauka á þessu stórskáldi okkar. Andrés á miklar þakkir skilið fyrir framtakið. En þrátt fyrir elju Gríms við ljóðaþýðingar er mér nær að halda að þær hafi ekki hlotið mikla útbreiðslu meðal almennings. Kann þar margt hafa valdið en þó sennilega það mest að þeim fylgdu ekki upplýsingar um þekkileg lög. Eins og ég sagði áðan þýddi Grímur grísk fomkvæði. Mig langar til að bregða hér upp einni þessari þýðingu hans, mest vegna þess að hana er hægt að syngja undir lagi sem hvert mannsbarn þekkir: Hlíðin mín fríða. Ég tel víst að ljóð þessi séu eftir grísku skáldkonuna Sappho (frb. sapfo), a.m.k. bera þau nafn hennar. Sappho þessi lifði sitt fegursta um 600 f. Krist á eyjunni Lesbos sem er í Eyjahafinu nálægt Tyrklandsströndum. Hún orti um ástir, vín og náttúruna, í fleiri en einum skilningi þess orðs, eins og var tíska skálda á hennar dög- um. Einnig er hún sögð hafa rekið eins konar kvennaskóla þar sem hún kenndi ungum stúlkum háttvísi og leiðbeindi þeim um skáldskap. Bragarháttur þessara ljóða er stund- um kenndur við hana og nefndur „sapfískur" og er þeirrar náttúru að ofangreint lag smellur við hann. Ættu lesendur að leggja það á minnið. SAPPHO 1 (Undir bragarhœtti frumkvœðisins) Guða við yndi sælla jafnast sala’ að sitja þér gagnvart og þig heyra tala málrómi blíðum, brosið meðan skírum birtir á hlýrum. Framhald á bls. 283. 277

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.