Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 26

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 26
Ögmundur Sigurðsson að búa til kaffi uppi á örœfum í tjaldi Þorvalds Thoroddsen. Mynd eftir Þ. Th. Spethmann sá, er getur í bréfinu verið hér á landi í rann- sóknaferð. „Ekki lét Spethmann svo lítið að tala við mig. ... Yfirhöfuð eru þessir þýsku vísindamenn fjarska fyr- irlitlegir, fullir af öfund hver til annars, útblásnir af eigin hroka og þjóðdrambi og gera ósköpin öll úr því, sem þeir þykjast sjá og úr þeim hættum og mannraunum, sem þeir þykjast komast í.“ Bréfkaflar þessir sýna, hvert álit Ögmundur hefir haft á mörgum þessara vísindamanna, og þótt dómur hans sé harður og óbilgjam, má minnast þess, að aldrei kynnast menn betur en þegar þeir eru einir saman á ferðalögum, og vissulega hefði jafnmerkur maður og Ögmundur ekki haft þessi ummæli, ef hann hefði ekki fundið hvað undir bjó. En bréfið um slysið er svohijóðandi: Hafnarfirði 10. jan. 1907. Elskulegi vinur. Kæra þökk fyrir bréfið í sumar, eins og allt annað gamalt og gott. Ég átti leiðinlega daga í sumar, bæði vegna kaldrar veðuráttu og slyssins í Öskju. Ég fór þessa ferð vegna peninganna, en þeir verða stundum ærið dýrir. Dr. v. Knebel ætlaði að rannsaka Öskju, gera þar landmælingar og geologiskt kort og gefa svo út bók með litmyndum, og í því skyni hafði hann fengið með sér málara, en þér vitið hvemig fór. Til þessarar ferðar hafði hann fengið styrk allríflegan frá háskólanum í Berlín. Ferðin byrjaði frá Akureyri 27. júní og við komum í Öskju 1. júlí um morg- uninn með geysimikinn farangur, margt alveg óþarft. Frá Svartárkoti í Öskju vorum við 20 stundir. Jónsskarð var ófært, en fært fyrir austan fjöllin. En þegar kom inn í Öskjuopið gerðist færðin aftur mjög vond, kafhlaup í snjónum en apalhraun undir. Við tjölduðum á norður- barmi gígsins, því hvergi sá á dökkan díl annars staðar, en krap var í dældum, ís á vatninu og æði vetrarlegt í Öskju. Ég fór til byggða með fylgdarmönnum, til að ráðstafa farangri, sem eftir var, sækja vistir og póst og átti að koma upp í Öskju aftur 14. júlí eða næsta dag þar á eftir, sem veður leyfði. Þegar ég hafði svo gjört það, sem fyrir mig var lagt og kom upp í Öskju 15. júlí voru þeir Knebel og málarinn horfnir með bátnum, en Spethmann, stúdent frá Liibeck, var einn eftir í tjaldi, hafði verið það í 5 dægur og var mjög úrvinda af svefni og þreytu. Þessi stúdent réðist hjá Knebel á Akureyri og átti að hjálpa honum í sumar. Honum hafði verið fyrirskipuð spilda útí Öskjuopi til rannsóknar og þangað fór hann hinn 10. júlí, en hinir suður fyrir vatnsenda, þvi þangað höfðu þeir bisað bátn- um og ætluðu að fara yfir vatnið, þangað sem hveramir voru. Þegar Spethm. kom heim um kveldið, voru þeir ekki komnir og hafa ekki sést síðan. Næsta hálfan mánuð höfðumst við við í Öskju, og gekk mestur tíminn til þess að leita að þeim Knebel. Síðan var fluttur bátur frá Mývatni og reynt að slæða í vatninu, en árangurslaust sem von var. Að því búnu fórum við Spethm. til Mývatns, Sveinagjár, Kelduhverfis, Þeista- reykja og Tjörness, og loks létum við bjóða upp hross og farangur, sendum til Þýskalands það, sem þangað átti að fara og héldum svo heim. 274 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.