Heima er bezt - 01.08.1978, Side 34

Heima er bezt - 01.08.1978, Side 34
— Ég skal koma með þér, sagði Þrúða og var nú hin sáttfúsasta, en hann leit ekki á hana. í laumi gáði hún að skeggbroddunum góðu — og sá þá. Þau komu á harða stökki með hestana þrjá, lögðu á þá reiðtygin og voru lagin og rösk við hvað eina. Hjónin kvöddu Dýu og alla er heima voru. Prestshjónin fylgdu þeim út að túnhliði. Sigrún og frúin kysstust inni- lega að skilnaði. — Komdu við, Sigrún mín, ef þú mátt vera að því, ef þú átt leið framhjá, sagði frúin. — Það er alltaf svo gaman að sjá þig. Sigrún hafði tekið á móti tvíburunum og kom þá best í ljós hvað fær hún var í starfi því fæðingin var mjög erfið. Læknirinn var forfallaður vegna veikinda. Maddama Geirþrúður aðstoðaði Sigrúnu. Hún var vön hjúkrun og kunni við ýmsu ráð. Tvíburamir fæddust á Jónsmessunótt í sumardýrð og sólskini og var því spáð að þeir yrðu á flestan hátt gæf- unnar aðnjótandi í lífinu og góðum kostum búnir, bæði til sálar og líkama. Hingað til hafði þessi spá staðist. Þessa björtustu nótt ársins ríkti mikil og almenn gleði á prestssetrinu og var óspart drukkin skál tvíburanna og þeim óskað allra heilla. Meira að segja Þóra, sem aldrei bragðaði vín, lyfti glasi með fagnaðarglampa í augum og brosi á vör. Hún gjör- breyttist þessa nótt. Jónsmessunótt er engin venjuleg nótt. Hún var talin búa yfir dularfullu undraafli, kyngimögn- uðum töfrum og áhrifum frá stjömum og sól. Margt væri hægt að tína til bæði að fomu og nýju er styður þá kenn- ingu. Prestshjónin stöldruðu við og settust á túngarðinn. — Við boðum þá til messu hér í Hvammi á Hvíta- sunnudag, sagði hann. — Við Sigurður sjáum um að koma þeim boðum áleiðis. — Þú hefur það eins og þú villt með andlegu hliðina, góði minn. Ég skal sjá um veitingamar og annað það er veröldinni tilheyrir. Þau brostu hvort til annars, og hann tók þétt utan um konu sína. — Án þín væri ég aðeins hálfur maður, hvíslaði hann í eyra henni. — Ég held að ég væri næstum ekkert án þín elsku vinur minn, sagði hún og hallaði sæl höfðinu að barmi hans. 19. KAFLI Tíminn var fljótur að líða í dagsins önn. Sólin smáhækk- aði á loftinu og veitti meiri birtu og yl. Sauðburðurinn var á enda og hafði gengið stórslysalaust. Nokkur lömb mis- fórust sem oftar í svo stórum hóp. Að vikunni liðinni, önduðu allir léttar í Hvammi. Miklu hafði verið afkastað og sáust þess víða merkin. — Þegar við lítum yfir árangurinn af erfiði okkar undanfarið, sagði Kristján og strauk ánægður skeggið, — finnst mér að við getum sagt eins og herrann forðum. „Og sjá það var harla gott“. 282 Heima er bezt — Ég segi amen við því, sagði Hannes lágt við Þrúðu sem sat hjá honum. Svo bætti hann við og glettnin skein út úr honum. — Buxnalalladraugamir mega eiga það að þeir eru duglegir greyin. — Þegiðu skömmin þín, hvæsti Þrúða og kleip hann svo fast í handlegginn að hann hrökk í kút. — Svei mér þá ef það er ekki reimt kring um þig, sagði hann gramur. — Enda ertu fædd á þeirri nótt sem nomir ríða á kústsköftum um himinhvolfið og illir andar eru á sveimi. Ég held ég forði mér út. — Æi, láttu ekki svona, sagði hún. — Þegiðu, sagði hann og fór. Sunnudagurinn rann upp. Veður var milt og hlýtt og loft skýjað. Ágætis ferðaveður. Prestshjónin og tvíbur- amir voru að leggja á stað til Eyrarvíkur. Hestamir stóðu tilbúnir, klipptir, stroknir og nýjárnaðir og laus hestur til vara. Ferðafólkið snaraði sér á bak og kvaddi heimafólkið sem ámaði þeim allra heilla í ferðinni. Þau fóru rólega út traðirnar, síðan varsprett úrspori fram grundirnar. Það lá vel á heimafólkinu. Nú átti það frí, nema frá því nauð- synlegasta. Símon var enn í Hvammi og vann alltaf með piltunum. Hann var látinn ráða. í dag var hann með fálátasta móti og vildi vera einn. Stúlkurnar voru búnar að búa allt undir komu bræðranna og búist var við að fleiri kæmu og litu inn ef að vanda lét. — Ég kvíði fyrir því, sagði Dísa. — Ég er svo feimin við ókunnuga. — Láttu ekki heyra til þín, sagði Ranka. — Fólk verður alveg hissa þegar það sér þig, því þú ert engri lík. — Já, það er nú einmitt þessvegna, sagði Dísa hnuggin. Ranka hló svolítið stríðin. — Það er ekkert að útlitinu á þér, nema það að þú ert alltof falleg og sérkennileg. Þessvegna er oft horft svo mikið á þig. Ég ráðlegg þér að vara þig á hinu kyninu. Mundu að skilja rétt frá röngu er að því kemur. Þú verður ekki lengi látin í friði héreftir. Ég er svo heppin að vera eins og fólk er flest, en þú Dísa mín yrðir eins og æfin- týraprinssessa ef þú værir í viðhafnarskrúða. Ég vona að ég eigi eftir að sjá þig í brúðarskartinu. — Ég get aldrei séð neitt fallegt við sjálfa mig, finnst ég dökk og ljót eins og kynblendingur, sagði Dísa. — Ætli nokkur vilji mig? Svo leit hún á Rönku með alvörusvip. — Þú segir að þú sért ekki eftirsóknarverð, en ég veit um einn sem bæði sér þig og hugsar án efa mikið um þig líka. Ég er ekki eins mikið barn og þú álítur. Ranka brá litum. — Mig grunaði það, sagði hún, — en ég veit líka að þú þegir. — Já, auðvitað. Við sórumst í einskonar fóstbræðralag þarna í hlíðinni kvöldið góða. Ég veit mínu viti og mun sjá um mig gagnvart karlkyninu. Eins og er vil ég ekkert með þá hafa og hef aldrei lent í neinu. — „Skjótt skipast veður í lofti", á ýmsa vegu Dísa mín, sagði Ranka og iagði handlegginn utan um hana. — Kannski get ég einhverntíma launað þér með þögn minni. Það er aldrei að vita. Þær leiddust út á hlaðið. Hannes var

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.