Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 36
.....Þetta er glæsileg útgáffa, hvort heldur litið er á bókina
sem grip eða það sem í henni stendur. . . - Eriendur Jónsson.
Þjóðsögur og sagnir og margvís-
legur alþýðlegur fróðleikur, sem
myndast meðal alþýðu allra sið-
aðra þjóða og lifir oft og tíðum
öldum saman óskrásettur á vörum
hennar, er réttilega í hávegum
hafður og þessari alþýðuauðlegð
haldið á lofti og hún varðveitt vel
af þjóðlegustu fróðleiks- og vís-
indamönnum þjóðanna. Árið 1908
kom út á Akureyri bindi þjóð-
sagna, sem bar heitið
ÞJÓÐTRÚ OG
ÞJÓÐSAGNIR
Oddur Björnsson prentmeistari
hafði annast söfnun til þess og
kostaði útgáfuna, en síra Jónas
Jónasson á Hrafnagili bjó safnið
til prentunar og skrifaði merkan
formála um þjóðtrú og þjóðsagnir
og menningarsögulegt gildi
þeirra. Þjóðsagnasafn Odds
Björnssonar hefur verið uppselt
um langt árabil, en mikil og vax-
andi eftirspurn eftir því einkum
hin síðari ár. En nú hefur Steindór
Steindórsson frá Hlöðum búið til
prentunar nýja og aukna útgáfu af
hinu gagnmerka og skemmtilega
þjóðsagnasafni, sem er 378 blað-
síður með nafnaskrám, en sagna-
menn og skrásetjarar eru hátt á
annað hundrað.
ÞJOÐTRU OG
ÞJÓÐSAGNIR
er glæsileg vinargjöf.
Tilvalin til tækifærisgjafa.
Askrifendur Heima er bezt eiga
þess kost að eignast þessa
glæsilegu og sígildu bók fyrir að-
eins kr. 8.000.