Heima er bezt - 01.08.1978, Page 18

Heima er bezt - 01.08.1978, Page 18
að hann var í háu verði, annars var hann etinn nýr eða reyktur. Enda þótt silungsveiðin væri í raun réttri erfiðis- auki, var hún skemmtileg tilbreyting, sem allir tóku þátt í með ánægju. Sama var um það að segja að skjótast á sjó á handfæri um helgar. Fékkst oft nokkurt nýmeti á þann hátt. En tíminn leið. Það tók að skyggja fyrr og fyrr á kvöldin. Loks var orðið svo dimmt, að bregða þurfti ljósi upp við verkin í búrinu á kvöldin. í baðstofu var aldrei borið ljós fyrir göngur, nema ef einhver af fólkinu átti kertisstubb. Menn borðuðu kvöldmatinn og háttuðu í myrkrinu, og var ekkert um það fengist. Þetta var venjan haust eftir haust. Reynt var að fara spart með ljósmetið, sem vitan- lega var steinolía. Var fat keypt á hverju hausti, en eitt- hvað af því látið til annarra. I frambaðstofunni var 10 lína vegglampi, en jafnstór hengilampi í hjónahúsinu. Við frammiverk voru mest notaðir 5 lína flatbrennarar, bæði í búri og fjósi. Frammi í stofu og Norðurhúsi voru 10 línu vegglampar. Ef ljós var látið loga í göngum, var það á olíutýru. Þær voru gerðar úr blekbyttum eða stútvíðum glösum, sem settur var tappi í en gegnum hann var stungið pípu úr blikki. Ljósagam, hæfilega margir samanundnir þræðir, var dregið gegnum pípuna. Erfitt var að tempra ljósið, svo að ekki kæmi ljósreykur. Þegar kveikurinn var bmnninn niður í pípu var hann dreginn upp með nælu, en ef hann varð of langur varð að draga hann niður með fingrum. Slíkar týrur voru notaðar í fjárhúsum. Voru þær leiðinleg ljósfæri, báru litla birtu, ósuðu og dálitlir snún- ingar við að halda þeim í lagi, að ógleymdri eldhættunni. Seinustu árin voru þó fengnar olíuluktir til að hafa í fjár- húsin. Svo kom loksins síðasta vikan fyrir göngurnar. Aldrei var kappið meira við heyskapinn, ef sæmilega viðraði, því að stefnt var að því að alhirða fyrir göngur, þótt ef til vill yrði gripið í heyskap milli gangna, vildi Stefán helst ekki eiga hey utan túns um gangnahelgina. Svo kom laugar- dagurinn fyrir göngur, seint um kveldið var síðasti bagg- inn kominn heim, og heyskapnum raunverulega lokið. Það var eins og létti yfir öllum. Haustið var að vísu anna- samt, en þá var styttri vinnutími, fleiri hvíldarstundir, og kappið við vinnuna ekki eins takmarkalaust og yfir slátt- inn. 6. Hauststörf a. F j a 11 s k i 1. Hauststörfin hófust með göngunum. Eins og geta má nærri þar sem rekið var á fjall í Öxnadal, varð að inna fjallskil þar af hendi. Fyrstu göngur voru þá ætíð mánu- daginn í 22. viku sumars og síðan tvennar aðrar göngur næstu tvo mánudaga. Sjaldan voru menn sendir í síðustu göngur frá Hlöðum, voru menn keyptir til þess frammi í dal. Og sjaldan fóru fleiri en tveir í fyrstu og miðgöngur. Hin dagsverkin voru keypt, en venjulega var skylt að leggja til 10-12 dagsverk alls til fjallskila. Venjulega áttum við að ganga á fremstu afréttunum, Almenning og Seldal, en stundum þó eitt og eitt dagsverk á Vatnsdal. Lagt var af stað í göngumar sunnudaginn í 22. vikunni, 266 Heima er bezt og farið þá fram í Bakkasel til gistingar. Venjulega var slátrað lambi fyrir göngurnar, til þess að hafa nýtt ket í gangnanestið. En auk þess var nestið brauð, pottkaka, smér og harðfiskur. Stundum var hangiketsbiti með í nestinu. Skammturinn var ríflega útilátinn, svo að hægt væri að hygla hundunum, og jafnvel gefa hesti brauðbita. Ketið var látið í skjóðu, en smérinu drepið í öskjur, og var vel um allt nesti búið. Var það látið í hnakktösku, sem spennt var aftan við hnakkinn. Á fótum höfðu gangna- menn nýgerða leðurskó, voru í tvennum sokkum, og höfðu auk þess sokka til skipta. Stundum voru skinnleist- ar með í ferðinni, einkum til að vera í í réttinni. Olíuföt voru til hlífðar, ef rigningu gerði, en annars voru menn klæddir hlýjum vaðmálsfötum. Sjaldan vorum við Hlaðámenn vel ríðandi. Var það hvorttveggja, að reiðhestar voru ekki til á bænum, og allir hestar venjulega þreyttir eftir heybinding síðustu vikuna fyrir göngur. Reiðhestur minn í allar göngur, svo og ef ég fór út af heimili, hét Mósi, stór hestur, þreklegur viljugur og ferðmikill, en níðhastur, svo að helst vildi enginn koma honum á bak. Hunda höfðum við ætíð. Mér fylgdi Vask- ur, allgrimmur og enginn dugnaðarhundur í fjalllendi, þótt mannsvit hefði, en góður rekstrarhundur. Nokkur erfiðisauki var hestunum að farangrinum. Var því oftast farið hægt og sjaldan komið í Bakkasel fyrr en í myrkri. Stundum var eitthvað tafið á bæjum, bæði beðið eftir samferðamönnum og til að sníkja kaffi, ef kalt var í veðri. Stefáni var heldur verr við að við hefðum marga sam- ferðamenn, hann vissi sem var, að þá var oftast riðið verr ef hópi stráka lenti saman, en hann vildi hlífa hestunum eins og unnt væri, enda var þess sannarlega þörf. Æfin- lega voru gangnahestar nýjárnaðir. Lagt var af stað þegar búið var að borða morgunverð, en náttstað ekki náð fyrr en í myrkri. Munum við oftast hafa verið 10-12 stundir á leiðinni, sem er tæpir 50 km. f Bakkasel söfnuðust þeir gangnamenn, sem áttu að ganga Almenning, og Seldal, og stundum sumir af Öxna- dalsheiði. Þeir, sem gengu Gloppukinnar og Vaskárdal, gistu í Gloppu. Oft gistu milli 10 og 20 í Bakkaseli. Var það ekki lítill átroðningur, sem þeir gerðu húsráðendum. Húsakynni voru þar fremur lítil, en þó betri en á flestum bæjum í framdalnum. Vegna umferðarinnar um heiðina, hafði verið reist þar lítið stofuhús. Var það alþiljað með tveimur rúmum. Halldór bóndi í Bakkaseli, sem þar bjó allmörg ár, reisti baðstofuhús, og þar voru einnig tvö rúm ætluð gestum. En oft var það, að þetta húsrými var allt upp tekið af ferðamönnum, og bjuggu gangnamenn þá um sig í fjárhúsum. Og þó að þeir sætu einir að húsa- kynnum, voru þau svo þröng, að flestir lágu á gólfi, en enginn hafði nokkurn útbúnað til að skýla sér, nema gæruskinn úr hnakknum. Var oft kalt í stofunni ef illa viðraði, og gott þótti að fá brennheitt kaffi á morgnana. Venjulega var glatt á hjalla í Bakkaseli. Flestir gangna- manna voru ungir, og sumir gáskafullir, en þeir eldri og ráðsettari tóku fullan þátt í gamninu. Sjaldan var áfengi með í förum, nema smáglös af Hoffmanns- og kamfóru- dropum, sem menn dreyptu á sér til hita. Oft var mikið

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.