Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 10
Stefán og Kristensa, Vöglum. starfsár. Þar voru einnig fyrir faðir þeirra og stjúpa og fleira skyldulið frá Bakkaseli. Ekki festi Stefán rætur þama. Eftir fjögurra ára vinnu við landbúnað og sjósókn hvarf hann norður til Akureyrar og stofnaði þar heimili 1899, fyrir sig og vandafólk, sem kom með honum að vestan: fóstru sína, Kristbjörgu; Margrétu fóstursystur, föður sinn, sem þá var orðinn ekkjumaður, og tvö hálfsystkin. Næstu tvö árin kenndi Stefán stærðfræði við Kvenna- skólann á Akureyri, en hafði jafnframt ýmis önnur störf með höndum. Síðar mældi hann út bæjarland Akureyrar og gerði kort af því 1904. Árið 1901 breytti Stefán enn til, fór til Danmerkur og dvaldist þar mikið til næstu fjögur ár við nám í landbún- aðarfræðum og skógrækt. Hann var fyrsti íslendingurinn, sem lagði síðarnefndu greinina fyrir sig og gerði að ævi- starfi. Nokkrir stórhuga hugsjóna- og umbótamenn voru um þessar mundir að hefja sókn til landverndar ogskógrækt- ar, meðal þeirra Sigurður Sigurðsson frá Draflastöðum — síðar búnaðarmálastjóri — og Páll Briem amtmaður. Leiðir þeirra og Stefáns lágu saman á Akureyri, og munu þeir hafa haft áhrif á námsval hans. Á Alþingi 1903 var samþykkt frumvarp til laga um kaup skóglendis til friðunar og skógræktar, og voru þá 258 Heima er bezt skógamir á Hallormsstað og á Vöglum og Hálsi í Fnjóskadal hafðir í huga. Jafnframt veitti Alþingi þrjá námsstyrki árlega — 300 krónur hvem — til skógræktar- náms. Hannes Hafstein tók forystuna í þessum málum, fékk hækkuð fjárframlög til þeirra og litlu síðar samþykkt og staðfest lög um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Allt frá árinu 1898 hafði Alþingi veitt nokkurt fé árlega til könnunar skógarleifa í landinu og til tilrauna við skógrækt. — Það var danskur áhugamaður, Ryder kapteinn, sem fór með stjóm þessara mála fyrstu árin fram til setningar skógræktarlaga, ásamt Prytz prófessor í skógfræði við landbúnaðarháskólann danska. Á þeirra vegum ferðaðist danskur skógfræðingur, Flensborg að nafni, á hverju sumri um landið, samdi skýrslur um skóga og kom upp gróðurreitum, meðal annars á Grund í Eyja- firði og í Hálsskógi í Fnjóskadal — á Kumblafleti. Þrjú sumur var Stefán Kristjánsson í för með Flensborg um landið og tók þátt í störfum hans, en vorið 1905 varð hann fyrsti skógarvörður á íslandi — á Hallormsstað. Þar var Stefán í fjögur ár, tvö hin fyrri einn síns liðs samtímis fyrri ábúendum jarðarinnar, en vorið 1907 stofnaði hann þar eigið heimili og hóf búrekstur. Unnusta hans, dansk- menntuð kona, kom og brúðkaup fór fram 29. júlí. — Hann kallaði einnig til sín fóstru sína, fóstursystur og föður og réði sér vinnuhjú. Mun hann hafa hugsað gott til framtíðar á þessum stað. Það urðu honum því nokkur vonbrigði, er hann varð að víkja þaðan vorið 1909 fyrir Guttormi Pálssyni, sem þá var kominn heim frá skóg- ræktarnámi og kaus sér af eðlilegum ástæðum starfssvið á heimaslóðum. Stefán og kona hans hurfu þá til Danmerkur á ný. Faðir hans var þá dáinn, og annað vandafólk leitaði um sinn á nýjar leiðir. Vorið 1910 var Stefán skipaður skógarvörður á Vögl- um, og þeirri stöðu gegndi hann samfellt í átján ár, uns hann lést í maí 1928, fimmtíu og sjö ára að aldri. Árin þau voru viðburðarík, bæði fyrir þjóðina i heild og einstaklinga. Annaríkur maður í lítt mótuðu starfi, bóndi, og forsjármaður sveitar sinnar í ýmsum greinum, hlaut að þurfa við mörgu að bregðast. Það fékk Stefán Kristjáns- son að reyna, og þá komu atgjörfi hans og mannkostir æ betur og betur í Ijós. Heimilið á Vöglum Þegar Stefán kom að Vöglum var þar nokkuð gamall bær, lítil íbúð í framhúsi úr timbri, en torfbyggingar að baki. Á næstu árum reif hann hluta þeirra húsa og byggði dálítið steinhús, sem bætti mjög úr brýnni þörf og féll haganlega við þær eldri byggingar, er eftir stóðu. Mun það vera elsta steypta íbúðarhúsnæðið í Fnjóskadal. — Eins og áður er getið var kona Stefáns danskmenntuð. Hún hét Kristensa Benedikta Stefánsdóttir Daníelssonar „borgara“ á Grund í Grundarfirði og konu hans Jakobínu Árnadóttur Thor- steinssens sýslumanns á Krossnesi í Eyrarsveit. Meðal systkina hennar var Jón Stefánsson rithöfundur og kenn-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.