Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 4

Heima er bezt - 01.08.1978, Síða 4
GÍSLIJÓNSSON: „Ofbeldið er vöm hins veika“ í heimsókn hjá húmanistanum Þórleifi Bjamasyni Smekkvísi listamannsins, hirðusemi reglumannsins, alúð og kostgæfni bókasafnarans, allt þetta andar á móti mér og orkar á mig til þæginda, þegar ég kom til Þórleifs Bjarnasonar rithöfundar, þar sem hann býr í lítilli afgötu á Norðurbrekkunni, Kolgerði 3. — Af hverju Þórleifur, varstu skírður það, með ó-i? — Þetta er eins og hvert annað fikt. Ég byrjaði á þessu í Kennaraskólanum, og Magnús Helgason hvatti mig heldur til að halda þessu, annars sagði hann Þolleifur. Ég hef svo haldið þessu. Það er ekki frá foreldrunum. Mér þótti þetta hljómfegurra að heyra og svipmeira að sjá. Vestur á Homströndum báru margir fram Þolleifur, og einn besti vinur minn, Guðmundur Hagalín, ber þannig fram. Bölvaður prakkari ertu, Þolleifur minn! Nú sé ég allt í einu að viðmælandi minn er leikari, enda hafði ég eitthvað lesið um það áður. — Jú, það var dálítið sérkennilegt mál á Hornströnd- um í mínu ungdæmi, en þetta vita allir sem eitthvað Bœjarrústir í Hœlavík fylgjast með íslenskri tungu. Menn sögðu heyrdi og hardur og jafnvel móðir mín sagði hafdi og gerdi. Sléttuhreppur var hvað fjölmennastur um 1930, um 500 manns, það var mikil vélbátaútgerð og margt fólk á Sæ- bóli, Aðalvík, Látrum og Hesteyri. Mótorbátarnir komust allt upp í 10 í þessum smáþorpum. En ég er alinn upp á sveitabæ á svörtustu Homströndum, alveg út við Hæla- víkurbjarg. Frá bernskuminningum minum hef ég sagt í bókinni Hjá afa og ömmu, t.d. þegar ég elti hrafninn. Þá hef ég líklega verið á þriðja ári. Gáfurnar voru að vonum ekki miklar, enda villtist ég undir eins og hús skyggði á bæjardymar. Ég hef líka skrifað þar um frænda sr. Jóns Auðuns, og segir hann í minningabók sinni að ég gefi af honum sanna og trúverðuga mynd. En gáðu að því, að í svona minningabókum er ekki allt blákaldur veruleiki, ef hann er þá einhver til. Sá sem segir frá, lýsir því hvemig atburðir og fólk orkuðu á hann, og engir tveir segja eins frá sama atburði, því að þeir upplifa hann sinn með hvorum hætti. Það má ekki líta á minningabækur sem steindauða staðreyndatínslu. En sumir menn standast ekki reiðari en ef finna má „villur“ í slíkum bókum. Og hvað er veruleiki og hvað er sannleiki? — Um hvað dreymdi þig í bernsku? — Ja, mig dreymdi mikið til bóka. Það var svo ein- kennilegt, þegar mér opnaðist heimur ljóðsins. Ég var seinn að læra að lesa, ég var kominn á 9. ár, þegar ég varð læs. Mér þótti nefnilega fyrirhafnarminna að láta segja mér sögur en pæla í að lesa sjálfur. En svo varð ég læs á Njálu. Það var svo einkennilegt. Afi hafði sagt mér kafla úr sögunni, en þó aldrei um fall Gunnars, en bókina fékk ég ekki. Það var tilgangslaust að biðja hann um að láta slíkan dýrgrip í hendur á ólæsum óvita. Hvað skal blind- um bók, sagði afi. En amma varð samsærismaður minn, og ég „stal“ Njálu með samþykki hennar. Ég paufaðist í sögunni öðru hvoru allt sumarið, og það undur gerðist um haustið að ég var fljúgandi læs, og það varð mikið upplit í baðstofunni. Hvað hafði eiginlega gerst, hafði kraftaverk 252 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.