Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 6
Hornbjarg. Sautján ára gamall kom ég til Reykjavíkur og fór í lýðskóla Ásgríms Magnússonar í Bergstaðastræti 3 og tók þaðan próf upp í Kennaraskólann. Þeir voru býsna margir sem verið höfðu í lýðskóla Ásgríms Magnússonar. Ég var mikið á vegum móðursystur minnar, hefði líklega aldrei komist í gegnum Kennaraskólann, ef ég hefði ekki átt hana að. Auðvitað vann ég á sumrin, meðal annars í síld á Hesteyri. Það kom sér vel seinna, þegar ég gerðist síldar- matsmaður eins og vinur minn Snorri Sigfússon. Aðalvinur minn á þessum árum var Böðvar frá Hnífs- dal, við bjuggum saman, hann var einu ári á undan mér í Kennaraskólanum og hafði gagnfræðapróf frá Akureyri. Ég þekkti líka vin hans, Sigurð L. Pálsson. Af þeim eru frægar sögur, eins og þú þekkir. Magnús Helgason skólastjóri var alveg sérstæður mað- ur. Hann minnti mig alltaf á húmanískan, frjálslyndan kirkjuföður. Hann ræddi við okkur jafningjalega í tímum um hin viðkvæmustu efni trúarbragðanna, eins og mey- fæðinguna og upprisuna. Hann var mikill sögumaður, framúrskarandi fróður, og eins og sönnum Árnesingi bar að vera, mikill Haukdæli, mat þessa fróðu og stórbrotnu höfðingja, eins og Teit ísleifsson og Gissur Hallsson, sér- staklega mikils. Hann kunni líka vel að meta Oddaverja- höfðingja eins og Jón Loftsson. Vestfirðingurinn ég var að sjálfsögðu Sturlungur. Ég var í síðasta árganginum sem Magnús Helgason brautskráði. Hann stjórnaði í anda kristilegs siðgæðis og beitti mannúð, en ekki hörku. Þannig mótuðumst við. Og Steingrímur Arason var kominn frá Ameríku með sínar nýju kenningar um frjálslyndi í kennslu og uppeldi. Magnús gerði mikið að því að vera á göngunum í frímín- útum og blanda geði við nemendur. Ég man ég svaf einu sinni yfir mig í fyrsta tíma hjá Magnúsi. Þegar ég kom, spurði hann mig hvort ég hefði verið lasinn í morgun. Nei, svaraði ég, satt að segja svaf ég yfir mig. Þá klappaði hann á öxlina á mér og sagði elskulega. Jæja, það var gott að það var ekki annað. Hafi mér nokkurn tíma fram að þessu dottið í hug að skrópa, þá gerði ég það ekki eftir þessa elskulegu áminningu. Svona var sr. Magnús Helgason. Ætli það hafði ekki mátt segja um hann eins og Einar Ben. sagði um Sr. Matthías: Þú mæltir goðans mál við drottins borð, en mildi og kristni dvaldi í hvarmsins loga. — Varðstu kennari af köllun? — Það held ég ekki. Þetta var eina færa leiðin til þess að komast til mennta, og i Kennaraskólanum fékk ég áhuga á kennslu. Ég fór í gegnum öll stig, var farkennari í Önundarfirði, bamakennari á ísafirði og stundakennari við gagnfræðaskólann. Þar voru saga og íslenska mínar eftirlætiskennslugreinar. Skólastjóri var ég aldrei áður en ég tók við námsstjórastarfinu á Vesturlandi. Ég hef ekki verið sáttur við allt sem hefur verið að gerast í íslenskum skólamálum síðustu árin. Ég var heldur mótfallinn lengingu skólaskyldunnar og skólaársins. Mér þykir ákjósanlegast að hafa ekki mikla skyldu, en sjá svo um að menntunarlöngun og menntunarþörfum sé full- nægt, og allir hafi sín tækifæri, en ekki endilega að heimta að menn haldi áfram í þaula, ef menn skortir áhugann. Lærdómurinn vill þá verða yfirborðskenndur. Og þegar viðhorf fjöldans í skyldunámi erorðið það eitt að fljóta, þá finnst mér tvísýnt að árangurinn svari fyrirhöfn og kostn- aði. — Áttu lífsreglu? — Ekki nema eina, vera manneskja. Ekki of nákvæm- ur, en hafa gaman af öllu heilbrigðu mannlífi, jafnvel þó að sé á mörkum hins sæmilega. Geta séð björtu hliðarnar á tilverunni. Og í skóla má aldrei gera sér vandræðanem- anda að andstæðingi. Nær lagi er að iíta á hann frá sjón- armiði læknisins og spyrja sig: Hvað er hægt að gera fyrir 254 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.