Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 19
sungið og kveðið, sagðar sögur, hermt eftir, jafnvel kastað fram stökum og tuskast í gamni. Aldrei man ég eftir ill- indum né ónotum, en allir kepptust við að segja eða gera eitthvað til gamans, að minnsta kosti að hlægja dátt, ef þeir gátu ekki lagt annað til skemmtunarinnar. Sjaldan var mikið sofið. Fyrir dögun kallaði gangna- foringi og bað menn að rísa á fætur. Flýttu menn sér upp við kall hans og snæddu morgunmat í skyndi, en oft var lystin lítil svo snemma. Þótt menn væru syfjaðir, og tenn- umar glömruðu af kuldahrolli, var ekki um annað að gera en bera sig karlmannlega. Að loknum snæðingi voru hestar sóttir i hesthús, lagt á þá og riðið yfir ána yfir í Almenning. Þar á grundunum dáiítið fyrir framan Bakkasel var liðinu skipt. Þrír riðu áfram fram dalinn, þeir gengu dalbotninn, en fjórir fóru að prika upp fjallið. Þegar komið var upp undir brún skiptust þeir í tvær áttir, tveir fóru suður í Sveiginn, voru það stuttar göngur, en allmiklir klettar og því ekki hentar þeim, er lofthræddir voru. Fékk ég mig ætíð leystan undan þeim vanda. Tveir gengu Rauðskriðudal og Rauðskriðukinnar. Þar gekk ég öll jjau sex haust, sem ég var í göngum í Öxnadal, oftast tvennar göngur á hausti. Nokkru eftir hádegi var göng- unum lokið. Var þá allt safnið saman komið á grundunum gegnt Bakkaseli. Nokkru fyrr voru Seldalsmenn komnir að, og var þeirra safn utan við Bakkasel. Nú flýttu menn sér yfir að Bakkaseli, snæddu nesti sitt í flýti, enda var lystin nú betri en um morguninn, og síðan haldið af stað. Þegar lítið var í Vaskánni var rekið út að austan, en annars að vestanverðu. Þurfti þá að vísu að fara tvisvar yfir Öxnadagsá en það þótti betra en ein ferð yfir Vaská, sakir straumhörku hennar. En nokkrir hrakningar gátu orðið í ánni, ef vöxtur var í henni. Nokkur keppni var um það að komast á undan Heiðarmönnum og Gloppungum. Tókst það stundum, en hvergi nærri æfinlega. Reksturinn niður dalinn gekk greiðlega, enda engar torfærur, þegar komið var yfir ána. En oft tóku lömb að þreytast, einkum ef menn höfðu orðið síðbúnir og urðu því að reka hraðar en ella, varð þá að reiða þau spöl og spöl. Þegar kom norður í Hólana fór að sjást fé af öðrum afréttum, en öllu fé sem kom af afréttum Öxnadals var safnað í norðanverða Hólana stundarkorn áður en það var rekið í réttina. Þverárrétt stendur á eyrunum sunnan við Þverá. Er þar aðhald nokkurt á tvo vegu af Öxnadalsá og Þverá. Þegar birtu tók að bregða á mánudagskvöldið var tekið að reka safnið í réttina, en það hafði dreift úr sér, svo að óslitin fjárbreiða var utan frá Þveránni og suður og upp fyrir tún á Hólum. Innrekstri var sjaldan lokið fyrr en í myrkri, héldu þá Öxndælingar heim til sín, en við aðkomumenn leituðum gistingar á næstu bæjum. Við Hlaðamenn gist- um oftast á Bakka, en annars var gist á Hólum, Þverá og Steinsstöðum. Öll þessi heimili voru gestrisin og þoldu mikinn átroðning af gangnamönnum. Þegar markljóst var á þriðjudagsmorgun, hófst dráttur. Við sem lengst vorum að, urðum að hafa hraðan á við dráttinn, því að heim varð að komast fyrir kvöldið. Komu menn bæði sér til skemmtunar og til aðstoðar við drátt. Ætíð var mannmargt á Þverárrétt. Þangað munu hafa komið allflestir karlmenn úr Öxnadal, og sumir bæir tæmdust af börnum og kvenfólki, sem kom á réttina sér til skemmtunar þegar vel viðraði. Margt manna var þar úr Glæsibæjarhreppi, og ennfremur menn að sækja úrtíning úr Akrahreppi, Eyjafirði, Hörgárdal og Arnameshreppi. Drykkjuskapur var þar oft nokkur, einkum eftir að aðflutningsbannið komst á. Er mér einkum minnisstætt haustið 1917. Hafði ég aldrei fyrr séð almennt fyllirí á mannamótum, en þá við Þverárrétt. Þurfti öruggan mann til að hafa stjóm á sundurdrætti. Man ég eftir þeim Svanlaugi Jónassyni bónda á Þverá, síðar á Akureyri og eftir hann Þorsteini Jónssyni á Bakka, en þeir voru báðir vaskir menn og stjómsamir og kunnu að láta verk ganga og jafna smámisklíðir, er upp komu. Gekk sundurdrátt- urinn því árekstralaust, þótt einstaka karlar þyrftu ef til vill að gera upp smásakir eða fyndist við eiga að sýna fjallskilastjóranum eða einhverjum ráðamanni ofurlítinn mótþróa. Þegar komið var fram um hádegið urðum við að fara að hugsa til heimferðar. Mikið var að vísu ódregið í réttinni, en við þóttumst hafa náð flestu eða öllu okkar fé. Enda kom sjaldan fyrir, að nokkuð yrði eftir, sem lenti í úrtín- ingi. Við lögðum af stað að jöfnu hádegis og miðaftans, en komum aldrei heim fyrr en í svartamyrkri. Fénu slepptum við þegar komið var í engjagirðinguna og riðum lausir heim melana. Var þá löngum sprett úr spori, því að klár- amir voru heimfúsir í meira lagi. Meðan verið var í göngunum, þurfti fólkið, sem heima var að inna annan þátt fjallskilanna af hendi, smala heimalandið, og sækja fé á Vaglarétt. Á mánudagsmorg- un árla var byrjað að smala allt heimalandið. Var rekið í rétt og ókunnugt fé dregið úr. Þurfti því að vera lokið áður en „bæjamenn;“ komu. En það voru rekstrarmenn er söfnuðu úrtíningi á bæjunum frá Skjaldarvík og út fyrir að Lóni og síðan fram að Krossastöðum, og reka það til Vaglaréttar. Féð af bæjunum fyrir utan og neðan létum við þó ekki halda áfram til réttar, heldur var það sótt og eins sóttum við okkar fé að Tréstöðum og Djúpárbakka. Þegar þessum snúningum var lokið var farið á réttina. Til Vaglaréttar kom allt fé, sem var ofan hagagirðingar á Þelamörk og utanverðu Hlíðarfjalli, að Samtúni minnir mig. Einnig allur úrtíningur úr heimalöndum. Var þar því allmargt bæði af fólki og fé, þótt minna væri þar um að vera en í Þverárrétt. Drætti var sjaldan lokið fyrr en undir myrkur. Framhald i nœsta blaði. Agnes Guðfinnsdóttir frá Ytra-Skörðugili: f Rökkrinu Á myrku þili mynd eg sá, maður kili hékk þar á. Eg í bili að nam gá, ekki til... nei, það er frá. Heima er bezl 267

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.