Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 14
Séð heim að Vöglum. lítill í vonum, naumast annar en nokkur lömb, sem áttu að fæðast með vordögunum. Aldrei gleymist mér, með hvílíkri nærfæmi Stefán tók þessum mönnum. Fámáll, en hárnæmur á hvað mætti segja, var sem hann léti þá horfa undir hönd sína og sjálfa sjá, hvað mætti og hvað ekki væri hægt. Taka varð tillit til skuldanna, sem fyrir voru, áætla verð hverrar vöruteg- undar, sem fá þurfti, og eygja möguleika til að geta fengið brýnustu nauðsynjar til næsta skammdegistíma heim á naustnóttum. Engin óskhyggja mátti komast að, allt varð að geta staðist. Bændunum varð ljóst, að hjá þeim sat maður með óvenjulega yfirsýn, maður, sem vildi þeim vel, treysti á manndóm þeirra og heiðarleika og trúði á framtíð þeirra. Eftir slíka daga átti Stefán stundum örðugt með að sofna, þó að við gengjum til hvílu. Þá var líkt sem losnaði um tunguhaft hans, og hann ræddi við mig langt fram á nótt. Ekki gat hann vænst neins nýtilegs framlags frá mér, en það var sem innibygð þjáning, erfiðleikar, sem hann hafði gert að sínum, fengju útrás og svölun við að mótast í orð. Það var sem hann hefði skynjað hverja hugsun við- mælanda, séð fyrir sér fátækleg heimili þeirra og skyldu- lið, og hverjar væru þeirra brýnustu nauðþurftir. Hann lifði þrautir sinnar tíðar, en lét þar ekki staðar numið. 262 Heima er bezt Hann ræddi einnig um umbætur, sem kölluðu að, um túnþýfið, sem þurfti að slétta á hverjum bæ, óræktarmó- ann, sem beið við túnfótinn, og baðstofuhrófið, sem yrði að víkja fyrir nýrri steinbyggingu. Þetta voru engar skýjaborgir, heldur þaulhugsað efni, hvernig unnt væri smátt og smátt með hyggindum, nægjusemi og iðni að þoka mörgu á betri veg. Síðar, um vorið, stóðum við Stefán eitt sinn á melkolli fyrir utan og neðan Vagla og horfðum yfir skóginn. Þá rétti hann út hönd sína og benti á viss kennileiti, sem við okkur blöstu, og mælti: „Svona hef ég hugsað mér að bílvegur verði lagður, þegar þar að kemur.“ Ég leit til hans með efa og spurn í augum. Enn var Eyjafjarðará óbrúuð og naumast hægt að skrönglast með hestakerru yfir Vaðlaheiði. „Já, auðvitað kemur bílvegur heim á hvern bæ með tímanum,“ bætti hann við. Um sömu mundir gaf Búnaðarfélag íslands út ágæta handbók fyrir bændur með hagnýtum leiðbeiningum varðandi bygg- ingar og ræktun og ýmis önnur bústörf. Ungur kennari í búvísindum ferðaðist um, hvatti til kaupa og safnaði áskrifendum að bókinni, sem siðar var afgreidd með kröfu. Þegar ég leysti út bók föður míns á póstafgreiðslu, hafði afgreiðandinn orð um þá fásinnu, að næstum annar hver bóndi kastaði út peningum fyrir þessa

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.