Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 21
skal hér birt grein sem birtist í Norðra árið 1854. Grein þessi er merkt „að- send“ sem mun eiga að tákna það að hún sé ekki eftir ritstjórann. Eigi að síður þykist ég kenna fingraför Björns á sumum köflum hennar. Þetta er stórmerkileg grein að mínu mati og sýnir glöggt hvað margur alþýðu- maðurinn hafði tileinkað sér pólitísk- an þroska. Að auki hefur hún þann kost að lesendur fá að kynnast við- horfum framsækins óskólagengins 19. aldarmanns milliliðalaust. Greinin er svohljóðandi: Um nytsemi innlendra þiljuskipa við ísland Þegar íslendingar vissu með sönnu að alþing mundi verða stofnað hér á landi að nýju, voru flestir sem ekki héldu það þarflausa nýbreytni á þeirri sannfæringu, að þá mundi sérhvað það sem þjóðinni væri áríðandi, fengið og sett í lag; enda var þá ekki forsómað að semja bænarskrár víðast hvar af landinu um eitt og annað er varða þótti, til hins fyrsta alþingis, nl. 1845, og þó þessar ekki lýstu líkum eða eindregnum skoðunarhætti á þörfum landsins, voru þær þó til er minnstan skort höfðu á slíku, en það voru bænaskrámar um að ísland fengi frjálsa verslun; enda var mál það vel og nákvæmlega rætt á þinginu og konungi síðan send bænaskrá frá því um það. Enn ekki leið á löngu áður en þjóðin varð vör við að stjórnin beitti og hefur beitt ýmislega löguðum undandrætti á úrsliti málsins, þótt hún árlega síðan hafi verið beðin um að því yrði hraðað sem best mætti, og nauðsyn þess skýlauslega afmáluð fyrir henni; enda hafa danskir kaup- menn og áhangendur þeirra ekki sparað að spilla máli íslendinga í þessu efni, bæði til Ríkisþingsins í Danmörku og víðar. Það mun því flestum sem bera skyn á almenningsgagn og aðferð danskra kaupmanna i verslunarviðskiptum við íslendinga, í augum uppi að hin mesta þörf sé á að sem fljótast yrðu reistar einhverjar skorður við einokun þeirri er þeir kúga landið með, ekki síst á sumum verslunarstöðum þar sem einstakir eru; en hvernig að slíkar skorður yrðu best reistar hafa ísfirð- ingar ekki einasta sýnt, heldur þar að auki hvernig auðlegð og velmegun landsins yrði aukin hvað afla og út- réttingamar til sjávarins áhrærir, nl. með því ef komið væri þiljuskipum á gang kringum land allt. Því setjum, að hverri sveit við sjávarsíðuna tilheyrði 1 eða fleiri þess háttar skip, mundi þá ekki gagnlegra fyrir íslendinga að flytja vörur sínar til þeirra verslunar- staða við landið, hvar betra verð væri á út- og innlendum vörum, heldur en að þurfa að neyðast til að una við þá verslunarstaði sem vegna afstöðunnar bæði geta kúgað allar þeim næstliggj- andi sveitir með verðhæðarmun á vörunum, og þar að auki haft skemmdar vörur á boðstólum fyrir sama og enda meira verð, heldur en aðrir kaupmenn óskemmdar, og þar í viðbót láta vöruskort vera við slíka verslunarstaði, til þess að menn hljóti að kaupa skemmdu vöruna með ok- urverðinu, eins og títt var á Raufar- höfn næstl. sumar, vegna þess að reiðarinn þar vissi nákvæmlega að sveitin sem þangað þurfti að leita nauðsynja sinna, hafði ekki tök á að leita annarra verslunarstaða. Það er líka alþekkt, að verslun Dana er ekki jafn einokunarsöm allstaðar við land- ið, t.a.m. Reykjavík, Akureyri og víð- ar. Fyrir utan þessa flutninga nytsemi sem af þiljuskipum mætti leiða, mundi sú ekki minni að halda þeim þess á milli til aflafanga, og sýnir það best hvaða bjargræði og auðlegð að þau færa á land, þar sem að þau nú tíðkast, frá hverju að dagblöðin nú ljóslega skýra, og mundi hið sama gagn af þeim leiða víðar kringum landið, ef ekki skorti eining og samtök til að koma þeim á gang. Eða hversu tilfinnanlegt má það ekki vera fyrir þjóð þá sem farin er að unna framför sinni og vísindum, að sjá útlendar þjóðir flytja árlega yfir mörg hundruð mílna leið lífsbjörg og auðlegð frá ströndum lands síns, en innlending- arnir, sem slíkt heyrir til með réttu, sitja á fjörusteinunum og aðeins dást að listum og kunnáttu hinna, án þess að hafa minnstu viðleitni á að afla sér nokkra hagsmuna með sama hætti. Hin frjálsa verslun — ef hún fengist nokkurntíma — mundi því aðeins geta orðið Islandi að liði, að þjóðin hefði eitthvað talsvert til að versla með, hvað ekki getur þó orðið eins og þyrfti nema að atvinnuvegir landsins, bæði til sjós og lands, fjölgi og eflist. Það er kunnugra en hér þurfi frá að skýra, að mikill þorri manna getur varla og ekki lokið skuldum sínum árlega við föstu höndlunarstaðina í landinu, auk heldur að geti notið nokkurra hagsmuna af verðhæðar- mun lausakaupmanna, og hvernig gætu slíkir fátæklingar haft nokkur not af frjálsri verslun? Því ólíklegt er að útlendar þjóðir vilji og flytja vöru- farma út hingað, til þess að færa þá að mestu eða öllu leyti óselda til baka aftur, eða selja þá fastakaupmönnum, sem brátt mundu aftur selja þá með okurverðinu, og hvaða gagn hefði þjóðin af slíkri frjálsri verslun? Að vísu eru það auðmennimir í landinu sem færir eru um að byrja á að verða eigendur þiljuskipanna, annað hvort í félagsskap eður einstaklinga; en undrunarvert er hversu lítinn gaum að þeir hafa gefið að þörf landsins í slíku efni, jafnvel þó þeir árlega hafi kvartað og kvarti yfir meðferð danskra kaupmanna á sér og öðrum í verslunarviðskiptum, og hins vegar vita að flutningar á íslenskum vörum til ýmsra verslunarstaða sé það eina meðal til að koma nokkuð í veginn fyrir okur nefndra kaupmanna, eins og líka það, að slíkir flutningar, ekki gætu almennt framkvæmst með nein- um umsvifa- og kostnaðarminni máta en á þiljuskipunum. Að sönnu hafa sumir ekki ósjaldan hreyft þessari spurningu: „Hvernig fer ef skipið tap- ast?“ En allir þeir sem þekkja til und- anfarins ástands íslendinga, munu álíta spumingu þessa meir sprottna af óvana að ráðast í nokkuð sem til ný- breytni horfir, heldur en af skeyting- arleysi um almennan velfamað eður af nirfilshætti; samt sem áður hefur þenkingarháttur þessi staðið þjóðinni almennt fyrir framförum, jafnvel þó vitanlegt sé að þeir auðugu geti frem- ur en er, verið undirstaða til atvinnu- vegafjölgunar í landinu og þessara eflingar, hvar við fátæklingarnir ekki einasta öðluðumst fleiri og betri lífs- bjargarmeðöl en áður, heldur þar að auki gætum máske orðið félaginu styrkjandi meðlimir. Heima er bezl 269

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.