Heima er bezt - 01.08.1978, Page 32

Heima er bezt - 01.08.1978, Page 32
Séra Halldór spáði þessum klæðnaði glæsilegri framtíð. Hefði mátt koma fyrr. — Kjarklausar eruð þið ekki, sagði Þóra, — Það líkar mér vel. — Munur að hreyfa sig i þessu eða dragsíðum pilsum, sagði Þrúða ánægð með málalokin. Þá glaðnaði yfir Dísu og sektarkenndin gufaði upp eins og dögg fyrir sólu. Þennan sama dag komu hjónin á Hrauni með Guðnýu gömlu í vistina. Guðný var nettvaxin og snyrtileg með góðlegan og hýran svip. Þrúða hjálpaði henni af baki og tók hana í faðminn. — Komdu blessuð og sæl og velkomin Dýa mín, en sú gamla bað guð að blessa hana nú og ævinlega. — Eitthvað ert þú annarleg til fara bætti hún við, en þú ert samt alltaf að fríkka. Hvar endar þetta? — Auðvitað með hjónabandi, hvein i Hannesi. — Þar gall nú i þeim skjá, sagði frænka hans og heils- aði eftirlætinu sínu. — Þú ert alltaf sami galgopinn heyri ég- — Sérðu frænka að stúlkurnar hérna eru að breytast í stráka? — Skyldi þeim vera illt of gott, svaraði Dýa og hló við. Gestimir gengu í bæinn og var vel fagnað. Fólkið á Hrauni var vinafólk prestshjónanna. Þetta fólk hafði átt margt saman að sælda um árabil. Þrúða fór með Dýu sína og farangur hennar upp í baðstofu. — En hvað ég er fegin að þú ert komin. Þú ert alveg ómissandi, kemur eins og kölluð. Við þurfum að koma svo miklu í verk fyrir helgi. — Ég kom með fyrra móti, sagði Dýa. — Mér heyrðist á Hannesi nýlega, að það væri ágætt ef ég færi að láta sjá mig. — Sjáum til, sagði Þrúða. — Hann er ekki allur þar sem hann er séður sá litli. Hann veit að þú ert miklu duglegri en við hvað viðvíkur þjónustubrögðunum. — Æi, þetta er nú að verða hálfgert dund hjá mér. Ég er að verða svo gömul, ansaði Dýa. — Þú verður aldrei gömul í mínum augum Dýa mín. Þú skilur okkur sem yngri erum svo vel og ert svo góð. — Ég var nú einu sinni ung líka og því gleymi ég ekki. Hún átti sér ógleymanlegar og dýrmætar minningar. Fjársjóð hugans vel geymdan. f einmanaleik ellinnar, yljaði hún sér við að rifja upp löngu líðnar sælustundir. Hún Dýa var ekki fátæk nema á veraldarauðinn, en það gerði minnst til hér eftir. — Við skulum koma niður, sagði Þrúða, sem hafði horft viðkvæmnislega á gömlu konuna, sem henni þótti svo vænt um. — Þú þarft að fá þér hressingu og sjá kaupakonumar. Þær eru ágætar í alla staði. Kannski lest þú í lófana fyrir þær seinna. — Ég þarf að kynnast þeim fyrst og við sjáum svo til. Flest það sem heima var af fólkinu, sat í eldhúsinu ásamt gestunum. — Þóra mín, kallaðu á stúlkumar í kaffið. Þeim veitir ekki af að hvíla sig, sagði frúin. 280 Heima er bezl Ranka og Dísa komu inn ásamt Valgerði og heilsuðu aðkomufólkinu. Þeim leist vel á þessi gerðarlegu hjón. Sigrún var hæglát, tápleg og ákveðin að sjá með mikið hrokkið dökkrautt hár, björt í andliti. Hannes var líkur henni, nema hann var bröndóttur í framan af freknum, sem honum leiddist mjög, enda stundum strítt á því. — Svona var ég á þínum aldri vinur minn, þetta hverfur með aldrinum, sannaðu til, hughreysti Sigrún hann. Sigurður á Hrauni var virðulegur í fasi, myndarlegur, dökkur á brún og brá og virtist alvörugefinn. Þrúða tók eftir því að gestunum varð starsýnt á Dísu, eins og flestum sem sáu hana í fyrsta sinn. — Hvað segir þú af þinu starfi Sigrún mín, spurði frúin. — Það er svipað að gera og vant er, ansaði Sigrún. — Alveg nóg fyrir mig. — Þetta er næstum árvisst á sumum heimilum, eins og t.d. í Skógarseli. Konan þar var að eignast sitt tólfta barn fyrir skömmu. — Er ekki mikil fátækt þar? spurði Valgerður. — Ojú, en það er mikið betra ástand þar en víða ann- arsstaðar. Verst hvað húsbóndinn er drykkfelldur. — Hann Jónas; Er það virkilega, sagði frúin. — Ég hef heyrt þessu fleygt en ekki lagt trúnað á það. Þetta er sá indælismaður. — Já, hann er svosem ekki vondur við vín og aldrei skemmtilegri. Hann er hörkuduglegur og útsjónarsamur í besta lagi. Vínhneygðin er hans eini galli, eða svo finnst mér. — Þeir súpa nú fleiri á en hann Jónas, sagði Valgerður. — Brennivín fæst í hverri höndlun og svo fá þeir fínustu vín í vöruskiptum við útlenda sjómenn hér við land. — Já, því miður, sagði Sigrún, — en svo ég víki nú aftur að Skógarselsheimilinu, þá get ég sagt með sanni að það kemst vel af miðað við aðstæður. Bömin eru hraust og tápmikil og byrja að vinna um leið og þau geta eitthvað. Jórunn í Skógarseli er dugleg, reglusöm og myndarleg til allra verka. Hjá henni finnst ekki lús, en sú skepna er mælistikan á mitt þrifnaðarmat á heimilum. Dísa og Ranka fóru að sinna verkum sínum. — Mig var farið að klæja, sagði Dísa og hló við. — Heima hefur lús aldrei verið látin þrífast og ég vona að ég kynnist henni aldrei. — En hvað sum hjón eignast mörg börn, sagði Ranka. — Hvemig ætli við yrðum ef við ættum eftir að eignast svona mörg? — Uss, sagði Dísa, — þetta getum við átt eftir og meira til. — Ekki þú, sem aldrei ætlar að líta á neinn, ansaði Ranka kímileit. — Það skeður kannski eitthvert kraftaverk í sambandi við mig sem breytir öllu, varð Dísu að orði, — en ég er alveg viss um að þú eignast heilan hóp af krökkum. Þú ert einhvemveginn svoleiðis. — Hvernig? spurði Ranka forvitin.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.