Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1978, Blaðsíða 25
Þorvaldur Thoroddsen leggur af stað í rannsóknarferð með Ögmundi Sigurðssyni fylgdarmanni sínum. ferðalangar þessir misjafnir í framkomu. Oft kemur fram í bréfum Ögmundar, hversu hann saknar hinna skemmti- legu samvista við Thoroddsen og samræðna þeirra. Að vísu nýtur hann þess ætíð, þegar hann er kominn til fjalla og óbyggða, en þó er nokkur söknuður gamalla ferða nær alltaf undirtónninn í bréfunum, er hann segir frá ferðafé- lögum sínum, en hann skrifar Þorvaldi jafnan ágrip af ferðasögunum. Einnig sendir hann honum margar upp- lýsingar, sem Thoroddsen hefir síðan notað við útgáfur Ferðabókar sinnar og Islandslýsingar. Bréf Ögmundar eru geymd í bréfasafni Þorvalds í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Ekki hefi ég séð nokkur bréf frá Þorvaldi til Ögmundar, en ef þau eru enn til væri vert að gefa út úrval bréfaskipta þeirra. Það væri í senn fróðleg bók og skemmtileg. Ein sögulegasta ferð Ögmundar var, er hann fór með Þjóðverjanum dr. Walther v. Knebel og förunautum hans inn í Öskju 1907. En í þeirri ferð drukknaði dr. v. Knebel ásamt málaranum Max Rudloff í Öskjuvatni. Var margt rætt um það slys. Ólafur Jónsson, hefir safnað öllu, sem um það var ritað, og skráð sögu af þvi í bók sinni Ódáða- hraun I. bindi og áður í þjóðsagnaritinu Ömmu. Bréf það frá Ögmundi, sem hér birtist um atburð þenna, hefir hvergi komið fram áður, og taldi ég því rétt að það kæmi fyrir almenningssjónir, þótt ekki flytji það verulegar nýj- ungar um atburðinn, en Ögmundur var alla íslendinga tengdastur því, er þar gerðist. Ögmundur kynntist dr. v. Knebel fyrst 1905, er hann var fylgdarmaður hans um Suðurland. Geðjaðist honum illa að honum, þótti hann hrokafullur, og hafði hann gert lítið úr öllu, sem aðrir höfðu gert á undan honum. Lítið hafði hann þó talað um Thoroddsen og störf hans enda verið kunnugt um vináttu þeirra Ögmundar. Segir Ög- mundur frá þessu í bréfi til Þorvalds 7. febr. 1906, og síðan orðrétt: „En að hann hafi verið sendur til höfuðs yður datt mér alls ekki í hug, en þó skil ég hann hafi verið flugu- maður, þegar ég minnist þeirrar lítilsvirðingar, sem mér virtist hann hafa á öllu, sem þér og aðrir höfðu gert. .... Knebel hafði engin mælingaverkfæri, aðeins aner- oidbaromet og klinometer. Með klinometermælingum þóttist hann geta gert gott kort.“ Enn segir hann í bréfi til Þ.Th. 4/4 1907, eða rúmum tveimur mánuðum áður, en lagt var af stað í Öskjuferðina, að Knebel hafi skrifað og viljað fá hann fyrir fylgdar- mann, og ætli hann nú að skoða Ódáðahraun. Láti hann á sér skilja, að hann ætli að dveljast hér á landi 3-4 ár og ferðast um allt land. Frá Öskju hyggist hann fara fót- gangandi á Vatnajökul og skoða eldstöðvarnar frá 1904. „Helst af öllu vildi ég losast við hann, því að hann er óþokki og hefir gert yður illt“. Auðséð er á þessum ummælum og fleirum, að Ög- mundi hefir getist illa að ýmsum hinum þýsku vísinda- mönnum, sem hér ferðuðust um þessar mundir og síðar. Þannig segir hann í bréfi 29. október 1910 en þá hafði Heimaerbezt 273

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.