Heima er bezt - 01.08.1978, Page 15

Heima er bezt - 01.08.1978, Page 15
einu bók, og nefndi þá upphæð, sem greidd væri úr sveitinni fyrir hana. Ég sagði Stefáni þessi ummæli af- greiðslumannsins. Hann brosti góðlátlega, en mælti síðan með nokkrum alvöruþunga: „Mér þykir lélegt, ef hver einstakur bóndi, sem kaupir þessa bók, græðir ekki að minnsta kosti eins mikið á kaupum hennar og greitt var fyrir hana úr Hálshreppi.“ Þannig var viðhorf hans, þó að á neyðartíma væri. Alþýðuskólinn á Laugum reis af grunni árið 1924, hinn fyrsti á heitum stað. Hugsjónamenn í héraðinu og holl- vinir utan þess báru það mál fram til sigurs. Þingeysk ungmennafélög gerðu það að sínu og uxu af. En framlag héraðs og ríkis hrökk ekki til greiðslu byggingarkostnaðar, svo að tuttugu einstaklingar meðal best stæðra sýslubúa bundust samtökum um að ábyrgjast lán handa skólanum til þess að jafna metin. Meðal þeirra var Stefán Kristj- ánsson. Það mun hafa verið vorið 1925, að menn þessir komu saman á fund að Laugum, en Stefán gat ekki mætt. Af hendingu var ég staddur í skólanum þennan dag og þurfti nauðsynlega að ná tali af einum fundarmannanna án tafar. Ég þokaði mér hljóðlega inn fyrir dyr stofunnar og nam þar staðar, því að fundarmaður var að tala. Rétt í þessu varpaði hann fram fullyrðingu, frétt, sem þótti miklum tíðindum sæta. Einn áheyranda greip fram í og kallaði: „Hver sagði þetta?“ „Það var Stefán á Vöglum,“ svaraði ræðumaður. Eftir andartaks þögn mælti fyrirspyrjandinn í lágum en þó fullum rómi, og duldist engum að hugur fylgdi máli: „Nú, — fyrst hann sagði það, þá er það sjálfsagt satt.“ Mér hlýnaði fyrir brjósti við þessi orðaskipti og fannst sem bjarma legði á sveit mína, þegar einn sona hennar hlaut slíka einkunn. Fram í hugann komu hendingar úr gamalli rímu: „Betri eru, Hálfdán, heitin þín, en handsöl annarra manna.“ Stefán Kristjánsson átti aðeins þrjú ár. ólifuð, þegar þetta skeði, en þau urðu honum að ýmsu leyti góð. Bróðir hans, Kristján, kona hans og sum böm þeirra, höfðu komið að Vöglum vorið 1923, stóðu þar að búi hans og skógarvarðarstarfi. Hann lét vissa hluti eftir sér fremur en áður. Heybirgur var hann ávallt, miðað við bústærð, og liðsinnti eftir megni, þegar á lá. Og hann naut þess að leysa hvers konar vandræði manna önnur, óskyldra sem skyldra, en lét sem minnst á bera. Árið 1926 fór Stefán að kenna sjúkdóms, þrauta í höfði, og kom brátt í ljós að um meinsemd var að ræða, sem ekki yrði sigur á unninn. Eftir það dvaldi hann öðru hverju á sjúkrahúsinu á Akureyri í umsjá vinar síns, Steingríms Matthíassonar. Er leið að vori 1928, bað hann að láta flytja sig heim. Elsta bróðurdóttir hans, Sigríður, annaðist hann, og fóstursystirin, Margrét, yfirgaf heimili sitt, til þess að geta einnig vakað yfir honum síðustu vikurnar. Hann lést 21. maí. Jarðarförin fór fram 1. júní að viðstöddu fjölmenni. Að lokinni húskveðju heima á Vöglum flutti Jón Haraldsson bóndi á Einarsstöðum kveðjuljóð, er skoða má sem eins konar vitnisburð almennings um þann, sem verið var að kveðja. Þar sagði Jón meðal annars: „Hér litum við lífið í starfi og ljósi hins bjartsýna manns, í glæsileik gróanda vorsins og göfgi og trúmennsku hans. Þar fámennið fylkti liði og framsækið brattana vann til manndóms og menningarhæða, þar markaði sporin sín hann.“ Heimildir (auk persónulegra minninga): Minnisblöð Helgu Kristjánsdóttur, systur Stefáns. Skjöl í vörslum Skógræktar ríkisins. Kirkjubækur, ættartölur o.fl. Ritað vorið 1978. ★ Líkaði illa að verða staðnir að verki Ólafur Bjarnason, sem var kynlegur kvistur í Húnavatns- sýslu á sínum tíma, uppástóð að hann sæi hina og aðra framliðna mektarmenn sýslunnar á böllum og öðrum skröllum þar um slóðir, og þeir hefðu heldur en ekki orðið skömmustulegir þegar þeir sáu hann. ★ Tófa læst vera dauð Lágfóta er býsna sniðug og fyrir það er oft gaman að eiga við hana. Mér hefur verið sagt að eitt sinn hafi menn fundið tófu úti í eyju, þar hafi hún legið sem steindauð og henni hent upp í bátinn. En þegar upp kom og búið var að fleygja henni til hliðar, reis kerla upp og skokkaði í burtu. ★ Tófa leikur á krumma Veiðimaður sagði mér eitt sinn að hann hefði séð til tófu og svo heyrir hann í hrafni. Þá leggst tófa fyrir og krummi fer að gefa sig að þessu hræi, hoppar í kring um það og kippir í skottið. En tæfa læst vera steindauð. Svo fer krummi fram fyrir hana og gerir sig líklegan til að fara kropp í augun á henni. Þá var sú gamla ekki sein á sér að stökkva á hann. (Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu). Heima er bezl 263

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.