Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 16
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Hlaðir í Hörgárdal Norðlenskt sveitaheimili í byrjun 20. aldar Framhald. Engjaslátturinn leið áfram viðburðalítill. Bundið var hverju sinni, þegar nóg hafði safnast í heilan bindingsdag. Meira var ekki safnað á engjunum, nema ef óþurrkar gengu. í mikilli rigningatíð varð oft að binda votaband heim á tún, einnig var þá þurrkað á hólunum í engjunum, Grænhólunum, Krókhólunum, Kaffihólnum o.fl. Þangað var styttra að flytja votabandið. Er mér einkum minnis- stætt sumarið 1917. Þá gekk í þráláta óþurrka um Höf- uðdag, og þomaði ekki strá fyrr en milli gangna. Síðustu vikuna fyrir göngumar var bundið votaband á hverjum degi. Allir hólar í enginu voru þaktir flekkjum, og mikið af túninu. Þegar þurrkurinn kom, var heyið fljótt í þurrkinn, og náðist það allt á þeim fjórum dögum, sem þurrkurinn stóð. En eftir var þá að binda heim nokkra bólstra suður í engjum. Voru þeir hirtir í snjó, því að aldrei leysti til fulls eftir göngur. Eins og fyrr getur voru hlöður við öll hús, en einnig þurfti að láta fúlgur við þar. Leitast var við að jafna heyinu eftir gæðum að húsunum. Þó var ætíð valið best að lambhúsunum, vel verkað, lystugt úthey, en töðu fengu lömbin hinsvegar ekki. Þegar lokið var að bera upp heyin vom þau tyrfð samstundis, ef unnt var. Þau, sem sneru hlið að hlöðunni, voru höfð hæst í miðju, og var þá tyrft frá báðum endum, og torfinu lokað með stórum torfum á miðju kolltorfunni. En þau hey sem sneru stafni að hlöðu voru hæst við hlöðuna og voru þau tyrfð frá lægri endan- um. Nokkrum dögum eftir að heyin voru þakin var hlaðið fyrir þau eða „gert utan að þeim“, þó ekki fyrr en þau höfðu sigið verulega. Hlaðið var fyrir heyin með torfu- skekklum þeim, sem safnast höfðu fyrir frá tóttunum. Ef þau voru ekki fullsigin, þegar hlaðið var fyrir, þurfti oft að laga torf og hleðslur. Loks var borið grjót á heyin og stundum sett á þau sig, þ.e. tré eða plankar voru bundin saman með löngum böndum, sem lágu yfir mæni heysins, en trén lágu lárétt með hliðum þess, og var oft borið á þau grjót til að þyngja þau. Þetta var gert til að verjast veðrum. Ætíð var nokkuð af túninu „slegið upp“. Var það ýmist gert á regndögum, eða gripið var í uppsláttinn á morgn- ana, áður en farið var á engjar. Þegar lokið var að hirða hána, var kúnum beitt á túnið. Dálítið var heyfengur misjafn eftir árferði, en minna þó, en mátt hefði vænta, því að höfð voru öll útispjót um að afla slægna. Um nokkur ár hafði Stefán einnig bú á Grjótgarði, sem að vísu var lítil heyskaparjörð, en beitar- jörð góð. Þá hafði hann um nokkur ár engjaspildu á Ein- arsstöðum í Kræklingahlíð, og voru heyjaðir þar 80-100 hestar. Auk þessa voru fengnar slægjur að láni á Möðru- völlum, Lóni og Dagverðareyri. Með þessu öllu tókst að sarga upp 500-600 hestum af útheyi, en taðan var 300-350 hestar. Var ætíð fullsett á þessi hey. Heyskap var haldið áfram fram yfir fyrstu göngur, ef nokkurn engjablett var að fá, og oft var helst hægt að fá lánað.engi þá, þegar nágrannamir höfðu séð með vissu, hvað þeir máttu missa. Aldrei man ég þó að verið væri að ráði við heyskap eftir síðustu göngur, enda naumast unnt vegna annarra haust- starfa. Þá þykir mér hlýða að skjóta inn kafla um heyvinnu og heyskaparmál, eftir því, sem ég best man. Þegar sláttur hófst var byrjað á því að losa bœinn, þ.e. slá umhverfis hann. Þar sem slétt var, var sleginn Þrœla- slátíur, þegar hver sló skárann á fætur öðrum. Væru tveir skárar slegnir hver á móti öðrum, hét það að fara á kerl- ingu eða slá alskœru. Naumast var í það lagt, nema þar sem lítil voru grasþyngsli og aldrei á túni. Þar sem illa var sprottið, en þótti þó vert að slá blettinn var það kallað að aflita eða flensa yfir. Stundum var talað um að höggva, einkum í krappaþýfi. Ólögulegur sláttur hét að hjakka. Ef hólmar voru afmarkaðir í slægjulandinu, hét sá hólma- skítur, sem síðastur var með sinn hólma. Ljáirnir voru dengdir eða klappaðir, þ.e. blaðið var slegið fram með þunnum hamarsmunna, hét hamarinn klappa. Sumum hætti til að beygla eggina, og hét það að vilpa eða kilpa, en eggin átti í senn að vera slétt og jafnþunn. Sá hluti ljá- bakkans, sem stóð aftur af blaðinu hét grashlaup, en þjó, það sem gekk upp í hólkana. Ekki þótti gott að brýna of lengi í einu. Þótti það bera vitni um hylskni við sláttinn og skemma eggina í ljánum. Aldrei mátti skilja við orf og ljá án þess að brýna ljáinn, því á þá kom skrattinn og skeit í eggina.Við slátt, þar sem sandur var í rót, settist skán neðan á ljáblaðið, og hét þá, að ljárinn barkaði. 264 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.