Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.08.1978, Qupperneq 8
— Ertu viðkvæmur fyrir ritdómum? — Ég var það. Ekki svo mjög núna. Að gefa út bók, það er eins og að senda bam út i heiminn, og það verður að spjara sig. Bókin líka, en auðvitað ber maður umhyggju fyrir báðum. Ekki er mér sama. En ritdómar. Bækur eru eins og lesendumir. Ritdómur er oft miklu meiri vitnis- burður um ritdómarann sjálfan heldur en verkið sem hann er að dæma, eins og það er kallað. — Sambúð listamannsins og kennarans? — Þægileg, þetta fer tiltölulega vel saman. Góður kennari er undantekningarlaust listamaður, en ég viður- kenni hins vegar að góður listamaður getur verið afleitur kennari. — Þú nefndir pólitík. — Það kom af sjálfu sér í samræmi við mitt húmaníska og frjálslynda lífsviðhorf að ég gerðist lýðræðisjafnaðar- maður, áhrifin kannski að einhverju leyti frá Guðmundi í Gufudal og blaði hans, Skutli. Afi var Heimastjómar- maður og keypti Lögréttu, sambýlismaðurinn Sjálfstæð- ismaður og keypti Þjóðviljann. Og þó þeir virtu ekki mikils blöð andstæðinganna, fengu þeir þau þó lánuð hvor hjá öðrum. Já, Guðmundur í Gufudal var framúrskarandi mælskumaður og áróðursmaður. Þegar ég kom á ísafjörð, voru Kratamir búnir að leggja hann undir sig, en þá var uppgjör milli þeirra og Kommúnista eftir klofninginn 1930. Finnur Jónsson næstum klökknaði, þegar hann sagði mér frá pólitískum skilnaði sínum við Ingólf bróður sinn. Þeir voru svo miklir vinir. Það munaði víst minnstu hvom megin Finnur lenti. Ég átti ekki í neinu sálarstríði. Þegar kommúnistar í Rússlandi voru famir að éta hvor annan, fannst mér val lýðræðis- og mannúnaðarsinna auðvelt. Ég hef verið að lesa Albert Camus. Hann fyrirlítur fordóma og þröngsýni. Verði stjómmálin að trúarbrögðum, þá er rannsóknar- rétturinn á næsta leiti. Ef byltingin eykur ekki lífsham- ingju manna, alls almennings, ekki bara fáeinna útvaldra í nýrri stétt, þá er hún af því vonda. Margir sósíalistar tregðuðust furðu lengi við að viðurkenna hvað gerst hafði austur í dýrðarríkinu, Amulf överland þó strax eftir stríð. Hann sagðist ekki hafa viljað spilla hugsanlegri samstöðu vestrænna lýðræðissinna og Sovét-Rússa gegn nasistum. En lengur gat hann ekki þagað. Laxness skrifaði sig frá kommúnismanum með Skáldatíma og Upphafi mannúðarstefnu, og þegar Gerpla kom út, held ég, að hann hafi verið að skrifa sig frá Stalinismanum a.m.k. Gerpla sýnir okkur hið fullkomna fánýti hins falska átrúnaðargoðs. Halldór hafði lengi þraukað í blóra við orðtakið: Hver veit nema Eyjólfur hressist. En Eyjólfi gengur hægt að hressast. Og ofbeldið veður uppi í heiminum, ofstækið, þetta helvíti fær svo á mig á gamals aldri að ég er uggandi. Ofbeldið er vöm hins veika. Það er vond heimspeki og brot gegn öllum mínum lífsviðhorfum, þegar kraftúðin er blátt áfram dýrkuð, hryðjuverk afsökuð og sagt sem svo, að allar séu leiðir leyfðar að marki. Þá er nú langt komið frá mannúð og frjálshyggju sr. Magnúsar Helgasonar frá Birtingaholti. Vissi lengra nefi sínu Lárus í Grímstungu segist hafa kynnst mörgum dýrum sem hafi haft ótrúlegá mikla hugsun og jafnvel séð meira heldur en mann hefði grunað: Ég átti hér svartan hund sem ég kallaði Trygg. Og kona mín sagði: „Ég sé alltaf á hundinum áður en þú kemur heim, úr hvaða átt þú kemur.“ Þá sagði hún að Tryggur færi að viðra í vissa átt og gjamma og dingla rófunni svo vinalega. Einhverntíma átti hún von á mér framan úr Kúluheiði og bjóst við mér hér framan dalinn. „En Tryggur labbar hér út fyrir og horfir út á veginn og hagar sér eins og ég var búinn að sjá til hans í þó nokkur skipti áður, viðrar í áttina þangað sem hann á von á þér, dinglar rófunni vinalega og gjammar svolítið. Ég átti sem sagt von á þér framan úr Kúluheiði, en þá skeður það að ég sá til þín skömmu seinna koma hér norðan fyrir Múlann, en ekki framan dalinn, svo ég sá að Trygg skjátlaðist ekki mikið í þessu." En þarna virtist það koma fram að það væri eitthvað sem fylgdi mér sem hundurinn sá, en aðrir ekki. Það var segin saga að ef ég skildi hest minn einhvers- staðar eftir og fór í bíl að þá lá Tryggur yfir hestinum. Eitt sinn fór ég í bíl á Blönduósi og fékk að skilja þar eftir hest minn í húsi einu því það var komið haustmyrkur. Þegar ég sté aftur út úr bílnum hugsa ég með mér: „Nú man ég ekkert í hvaða húsi hesturinn er“. En mörg hús voru þarna í röð. En þá kemur Tryggur til mín, flaðrar upp um mig og labbar svo á undan mér þangað sem hesturinn var inni. Hann vissi alveg uppá hár hvar hestur minn væri. (Eftir frásögn Lárusar í Grímstungu). í minjasafni. Framhald aj bls. 251. kauptúnum, ef til vill flest af erlendum toga spunnið, en aðhæft íslenskum staðháttum. En tíminn hleypur hratt. Áhöld og munir hins daglega lífs um síðustu aldamót eru nú sjaldséðir safngripir. Á sama hátt fer með það, sem vér umgöngumst og hand- leikum daglega, hvort heldur vélar, handverkfæri, hús- búnaður eða listmunir. Um miðja næstu öld verður margt af því horfið að mestu, og niðjar vorir furða sig á því, að þetta skuli hafa verið notað. Hver skyldi t.d. kæra sig um elstu bílgerðirnar, svo að eitthvað sé nefnt. Þannig end- urtekur sagan sig öld eftir öld. Og þannig verður hlutverk minjasafnanna óendanlegt meðan þjóðin lifir í landinu.. En þetta hlutverk er að brúa bilið milli kynslóðanna, vinna að því að engir bláþræðir verði til á þræði sögunnar. Þessa skulum vér vera minnug, er vér göngum um minja- söfn sem ef til vill eru eitt merkasta menningarframlag samtíðar vorrar. Þau eru í senn minning um hið liðna og tákn hinnar stöðugu og eilifu framvindu. St. Std. 256 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.