Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.10.1983, Blaðsíða 4
Björg hefur verið organisti í Garðskirkju í Kelduhverfi rúma fjóra áratugi. Björg Björnsdóttir varð ef til vill frægust, þegar hún spilaði og söng í 3 daga fyrir dómnefndina í söngvakeppni Ríkis- útvarpsins, sigraði glæsilega og reyndist kunna fleiri íslensk lög og texta en annað fólk. Björg hefur alla ævi verið í þjónustu hjá drottningu listanna, tónlistinni, eins og fleiri ættmenn hennar. Bróðir hennar Árni Björnsson, tónskáld, lærði á sama litla orgelið og hún. Hann gat sér frægð og frama á þéttbýlli svæðum, en systirin hefur tryggt fámennri heimasveitinni orgelleik, kórstjórn og tónlist- arkennslu áratugum saman. En áhrifasvæði hennar er þó ívið stærra, því um allt Norðurland hefur hún komið til bjargar, ,,svo sveitirnar yrðu ekki sönglausar". Hulda Á. Stefánsdóttir skrifaði um Björgu sjötuga: ,,Aldrei hef ég orðið fegnari úthlutun Fálkaorðunnar, eins og þegar ég sá svart á hvítu, að Björgu í Lóni hefði verið veitt heiðursmerkið “. 312 Heima er bezl Texti og myndir: Ólafur H. Torfason

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.