Heima er bezt - 01.10.1983, Page 12
Þrjár Skinnastaðarsystra, dætur sr. Hjörleifs Guttormssonar
og Guðlaugar Björnsdóttur. Sitjandi: Anna Hjörleifsdóttir.
Til vinstri stendur Petrína Hjörleifsdóttir Eldjárn og til hægri
er Þórunn Hjörleifsdóttir. Skinnastaðarsystur voru víðfrægar
fyrir söngmennt sína og margir frægir tónlistarmenn afkom-
endur þeirra. Systurnar voru alls sjö og ein þeirra var Björg
Hjörleifsdóttir, föðuramma Bjargar Björnsdóttur.
Þessir 4 frændur eru synir hinna frægu og söngelsku prests-
dætra frá Skinnastað. Standandi lengst til vinstri er Björn
Guðmundsson í Lóni, faðir Bjargar, (sonur Bjargar Hjörleifs-
dóttur). í miðið stendur sr. Björn Björnsson í Laufási (sonur
Oddnýjar Hjörleifsdóttur). Lengst til vinstri er Kristján Árna-
son, kaupmaður á Akureyri (sonur Önnu Hjörleifsdóttur). A
stólnum situr svo Angantýr Arngrímsson (sonur Þórunnar
Hjörleifsdóttur).
Marg, er það nú í þjóðlífinu, sem kvenfólk kynni að
skilja betur en karlar, eða jafn vel að minnsta kosti. Ég veit
að vísu ekki, hvað ég á að segja um rauðsokkustandið, mér
finnst þær nú nokkuð svæsnar að sumu leytinu. Annars er
ég alveg á móti því, að konur gangi undir karlmönnum og
geri þá svo ósjálfstæða, að þeir viti ekkert hvernig þeir eiga
að snúa sér, nema kvenmaðurinn sé einhvers staðar alveg
við nefið á þeim. Þegar ég var að vaxa upp, þótti þetta
sjálfsagt. Kvenfólkið átti hreinlega að vera tilbúið alltaf
hreint að snúast upp og niður fyrir karlmennina. Og ég
man eftir því, þegar kvenfólk fór fyrst að taka þátt í
féiagsskap og láta að sér kveða, að þá sögðu nú margir
karlmenn: „Kvenfólkið, það á nú bara að vera til að elda
mat og eiga börn“. Sjálf er ég nú óforbetranleg piparkerl-
ing!
Margir kirkjuorganistar eru kvenmenn og ég hygg að
þeim fari fjölgandi, bæði í organleik og söngstjórn. Og ætli
það sé ekki víðar, sem þær eiga eftir að bjarga málunum?
320 Heima er bezl