Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 7
verið minn besti skóli. Gestkvæmt var í stofu föður míns og þar hitti ég ýmsa menn sem ég ella hefði tæplega kynnst. Séra Árni Þórarinsson var tíður gestur, ég hlýddi í for- undran á orðræðu hans og þótti hann aftaka skemmtilegur. Mér urðu það mikil viðbrigði að setjast í yfirfullan Mið- bæjarskólann eftir góða dvöl mína í Barnaskóla Akureyrar, tók fullnaðarpróf úr 12 ára bekk vorið 1938 og þreytti samtímis inntökupróf í Kvennaskólann í Reykjavík. Þar var þróað skólastarf og skipulegt. Ég lauk námi í Kvenna- skólanum vorið 1941 og allar götur síðan höfum við bekkjarsysturnar hist einu sinni í mánuði að vetrinum. STARF- HJÓNABAND- OG AFTUR TIL STARFA Ég hafði ákveðnar hugmyndir um framhaldsnám að lokn- um Kvennaskólanum, en sú hugmynd mín strandaði á því rótgróna sjónarmiði að stúlkur þyrftu ekki á mikilli menntun að halda, vegna þess að þær myndu giftast. Fóstra mín hafði verið í fremur góðum efnum, þegar hún varð ekkja en fé hennar rýrnað verulega í verðbólgu stríðsár- anna og hún var nú farin til starfa utan heimilis. Ég hóf því haustið 1941 störf á skrifstofu hjágömluoggrónufyrirtæki, Hf. Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Þar átti ég samleið með mörgu ágætis fólki. Segja má að svona fyrirtæki hafi á þessum tíma fleytt rjómann úr bændasamfélaginu. Þarna gátu fyrrverandi bændur verið við birgðavörslu, verkstjórn, innheimtustörf og hvaðeina, fyrsta flokks fólk sem leysti störf sín af hendi með eins mikilli prýði og hægt var að hugsa sér. Það bar virðingu fyrir starfinu, lagði áherslu á að mæta vel og vera í einu og öllu trútt og dyggt, svo hin góðu fordæmi voru í öllum áttum, hvort sem tekist hefur að tileinka sér þau eða ekki. Þarna starfaði ég síðan allt til 1950 að ég fór að búa. Þó gerði ég tvisvar hlé, í annað skiptið fór ég í kaupavinnu með vinkonu minni sumarið 1946 að Fossi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Á skólaárunum hafði ég verið 3 sumur í sveit hjá vinafólki fóstru minnar í Neðra- Nesi í Stafholtstungum og mig langaði enn á ný að njóta íslenska sumarsins í sveit. Frá hausti 1947 til jafnlengdar 1948 dvaldist ég í Dan- mörku og stundaði þar meðal annars nám við húsmæðra- skóla í Sorö í 5 mánuði. Jólum eyddi ég hjá slátrarafjöl- skyldu á Jótlandi og var nýstárlegt að kynnast því hvernig danskt fólk, sem hafði nóg að bíta og brenna, hélt jól. Skóladvölinni í Sorö lyktaði með því að í maí 1948 fórum við nokkrir nemendur í heimsókn á franskan kennaraskóla fyrir stúlkur. Sá skóli var skammt frá París og fórum við með járnbrautarlest um Þýskaland og Belgíu. Eyðilegg- ingin eftir heimsstyrjöldina blasti alls staðar við, nákvæm leit var gerð hjá farþegum á öllum landamærum og betl- andi fólk þusti að hvenær sem lestin hægði á sér. Að Frakklandsferðinni lokinni fór ég í 20 daga hjólreiðaferð með stallsystur minni um Danmörku þvera og endilanga og vil eindregið mæla með þeirri aðferð til að kynnast löndum og þjóðum. Eitt get ég nefnt sem vissulega er tákn breyttra tíma. Þegar ég hóf störf á skrifstofu haustið 1941 þéruðust þar allir, 10-12 manna hópur, og var svo enn þegar ég kvaddi 1947. Er ég kom aftur til starfa ári seinna þúaðist allt fólkið. í ágústmánuði 1950 giftist ég Harald Guðmundssyni rafverktaka. Fjölskyldur okkar höfðu þekkst um langan aldur, og til dæmis þekkti ég vel móðursystur hans sem bjó á Akureyri og hét Guðný Björnsdóttir. Hún var þar fram- arlega í félagsmálum og fékkst við barnakennslu, hennar maður var Halldór Einarsson frá Skógum í Fnjóskadal og Björn sonur þeirra var lengi við lögfræðistörf á Akureyri. Önnur móðursystir eiginmanns míns bjó á Ljósavatni, Jenný Björnsdóttir, gift Þórhalli Björnssyni bónda þar, og var ég eitt sumar hjá þeim í sveit á sínum tíma. Við hjónin hófum búskap í húsi tengdaforeldra minna að Bárugötu 17 í Reykjavík. Tengdafaðir minn féll frá hálfsjötugur, en tengdamóðir mín varð háöldruð og um skeið bjuggu í húsi hennar 3 synir með fjölskyldum sínum. Það var skemmti- legt og lærdómsríkt að vera í svo nánu sambýli um lengri tíma með nákomnu fólki, og ekki síst var það börnunum mikils virði. Eftir rúm 20 ár fluttumst við í eigið hús að Einarsnesi 4 í Skildinganesi við Skerjafjörð, og þar höfum við búið síðan. Ég hætti að vinna úti strax og ég gifti mig, þótt mitt fyrsta barn fæddist ekki fyrr en ári síðar; svona var maður und- irorpinn tíðarandanum og að mörgu leyti þræll vanans. Ég hafði aldrei ætlað mér annað en að lifa sjálfstæðri tilveru og ekki viljað bindast heimili eingöngu. Og eftir að börn okkar þrjú voru öll fædd hafði verið kvakað til mín frá fyrri vinnuveitanda um sumarafleysingar á skrifstofunni. Næstu árin vann ég alltaf að sumrinu, síðar einnig hálfan daginn að vetrinum og loks allan daginn. Stundum varð ég þess vör að háttalag mitt naut ekki náðar þeirra sem tóku sér sjálfdæmi um annarra hagi, útivinna mín var einfaldlega fordæmd. Þetta held ég að sé að mestu horfið, en mér fannst oft ankannalegt að sitja undir því. Hjá Ölgerðinni hætti ég vorið 1973 og tók að vinna að verkefnum vegna útgáfu bókar í tilefni aldarafmælis Kvennaskólans í Reykjavík, sem kom út 1974. í mér bjó löngum til að sinna frjálst einhverjum áhugamálum mínum, spila á eigin spýt- um, en það blés ekki byrlega fyrir mér í því efni um þær mundir, því Harald maðurinn minn varð fyrir slysi og þurfti að hætta sínu starfi. Næstu tvö árin 1974-1976 var ég að störfum á skrifstofu Iðnskólans í Reykjavík og síðan önnur tvö ár á skrifstofu Þroskaþjálfaskóla íslands. Haustið 1978 helgaði ég mig síðan vinnu við ritverkið „Ljósmæður á íslandi“. Hafði ég ritstjórn á hendi, safnaði efni í og samdi æviágrip um 17 hundruð ljósmæðra, sem uppi voru á tímabilinu frá 1761 til 1982, gerði skrár ýmsar og fleira. Var þetta tímafrekt og oft ótrúlega mikil yfirlega við einföldustu atriði, því eins og fyrri daginn þá er öðrugt að afla heimilda varðandi konur, engu er líkara en þær sökkvi í þjóðdjúpið. Þegar líða tók á samningu verksins kom Valgerður Kristjónsdóttir til starfa sem meðritstjóri, og síðan höfum við átt samstarf að öðrum útgáfumálum. Heimaerbezt 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.