Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 15
um á húsum og jarðrœktarframkvœmdum o.þ.h.
síðan ég keypti jörðina.
2. Að ríkið taki við þeim skuldbindingum, sem ég
hefi nú þegar tekist á hendur í sambandi við bygg-
ingu og viðgerð á húsum og vegna annarra fram-
kvœmda á jörðinni. Um þessi atriði fylgir greinar-
gerð í sérstöku bréfi.
3. Að ríkið kaupi áhöfn þá, sem nú er á /örðinni.
Ennfremur verkfœri, áhöld og innanstokksmuni.
4. Með því að ég hefi nú með allmiklum kostnaði
undirbúið bœði tún og garða og að nú þegar er
byrjað að slá túnið, fái ég sem svarar afrakstri
þessa sumars af garðrœkt og heyskap að mestu, að
frádregnum kostnaði.
Þessa tvo síðustu liði met ég samtals til peninga á kr.
52.328,32 og verður því upphœð sú, sem ber að greiða
mér við afhendingu jarðarinnar samtals kr. 120.000,00.
Fyrir skuldum, sem á jörðinni hvíla, svo og vöxtum af
þeim til þessa dags mun ég afhenda viðtakanda spari-
sjóðsbók með upphœð, sem þarf til lúkningar skuldum
miðað við daginn í dag.
Afhending sé miðuð við daginn i dag. Viðtakandi
greiði kaup starfsfólks og kostnað við það frá byrjun
þessa mánaðar.
Að öðru leyti mun ég í sérstöku bréfi skýra ýmislegt
viðvíkjandi afhendingunni.
Eg óska svo eftir að þér tilkynnið mér hið fyrsta
hvort þessu boði verður tekið.
Virðingarfyllst,
Sigurður Jónasson (sign.)“
í öðru bréfi, sem dagsett er sama dag, er gerð nánari
grein fyrir ýmsu, m.a. að allur dúnn þessa sumars sé eign
Sigurðar, að Gunnlaugur Halldórsson, arkitekt, hafi séð
um innréttingu og breytingu á íbúðarhúsinu og þess óskað
að hann ljúki verkinu. Þá er látin í ljós ósk um að kirkjan
verði rafhituð og að viðgerð fari fram á henni og hún
skreytt. Segist Sigurður hafa rætt um það við Gunnlaug
Blöndal, listmálara, að hann málaði altaristöflu í kirkjuna,
án þess að nokkrir samningar væru um það. Þá lætur Sig-
urður í ljós ósk um að Lambhúsatjörn verði friðuð. Enn-
fremur að plantað verði skógi í Gálgahraun a.m.k. þann
hluta sem veit að Bessastöðum.
Samkvæmt framanrituðu kemur glöggt fram, að
Sigurður Jónasson gefur Bessastaði með húsum öllum, al-
gerlega skuldlaust, því að á móti þeim skuldum sem á
jörðinni hvíldu afhenti hann forsætisráðuneytinu spari-
sjóðsbók með 92.960,48 kr. innstæðu sem jafngilti áhvíl-
andi skuldum. Hinsvegar áskildi Sigurður sér og fékk end-
urgreiðslu þess kostnaðar sem hann hafði þegar haft af
húsa- og jarðabótum, og að ríkið yfirtæki áhöfn og verkfæri
en að hann nyti afraksturs heyskapar og garðræktar þetta
sumar.
Það munu vera þessar greiðslur sem valda því að sumir
Sigurður Jónsson, forstjóri, gaf ríkinu tvœr stór-
gjafir: Bessastaði áÁlftanesi og Geysi í Haukadal.
Hver var þessi stórgjöfuli maður?
Sigurður var fæddur 19. ágúst 1896 að Lækjarbæ í Mið-
firði. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson og fyrri kona
hans Sigurborg Geirmundsdóttir frá ísólfsskála. Sigurður
varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1916. Var
við laganám í Kaupmannahöfn 1916-1918 en lauk lög-
fræðiprófi við Háskóla íslands 1923. Á námsárum var hann
um hríð blaðamaður við Alþýðublaðið og lengstum hafði
hann allmikil afskipti af stjórnmálum. Hann sat í bæjar-
stjórn Reykjavíkur 1928-1934 og var umsvifamikill á ýms-
um sviðum atvinnu- og fjármála, talinn fjárafla- og efna-
maður. Það mun hafa verið fyrir harðfylgi hans og fram-
sýni og Hjalta Jónssonar (Eldeyjar-Hjalta) að Sogið var
virkjað. Var rætt um Sigurð sem hugsanlegan borgarstjóra í
þessu sambandi. Sigurður Jónasson starfaði við Lands-
verslun íslands 1920-1925 og við Tóbaksverslun íslands
1926-1931, fyrst sem fulltrúi en síðar sem framkvæmda-
stjóri. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Raftækja-
verslunar íslands h.f. og síðan Raftækjaeinkasölu ríkisins.
Hann var forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins 1932-1947 og
aftur 1955-1961, er sú staða var lögð niður með lögum. Frá
1946-1951 var hann forstjóri Olíufélagsins h.f. Hann
stofnaði á árunum 1944-1945 hlutafélögin Orku og Olíu-
höfn (síðar Reginn). Hann var fulltrúi ríkisstjórnarinnar
við samningsgerð um lántöku og efniskaup til Sogsvirkj-
unar 1934 og sinnti fleiri viðskiptum erlendis fyrir opinbera
aðila.
Sýnir þessi upptalning nokkuð umsvif hans.
Heima er bezt 239