Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 54

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 54
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Bókahillan Hermann Pálsson: Áhrif hugsvinns- mála á aðrar fornbókmenntir. Rvík 1985. Menningarsjóður. Hermann Pálsson lætur ekki deigan síga í rannsóknum sín- um og ritum um fornbók- menntir vorar og tengsl þeirra bæði innbyrðis og við erlend rit þeim samtíða eða eldri. Hér tekur hann fyrir kvæðið Hug- svinnsmál, sem í raun réttri er íslensk þýðing á frægu latn- esku kvæði, sem mjög var not- að í skólum miðalda, bæði til að kenna ungmennum latínu og ýmis siðalögmál um leið, rétt eins og þegar börnum hér á landi var kennt að stafa á Nýja testamentið. í þessu riti Her- manns er bæði hin íslenska þýðing og latnesti textinn. Og síðan tekur hann dæmi úr mörgum fornum ritum, þar sem samhljóða spakmæli og siða- lærdómur kemur fram. Allt er þetta efni þannig fram sett, að auðskilið er hverjum læsum manni. En hvað sem segja má um áhrif þessa ágæta kvæðis á önnur rit og skoðun manna, þá er gaman að fá þetta allt á prenti á einum stað, ekki síst þar sem flestum munu Hug- svinnsmál hafa verið lítt kunn- ug öðrum en fræðimönnum. Þess skal getið að rit þetta er hið 43. í ritröðinni Studia is- landica. Islenskar smásögur VI. Þýðingar. Rvík 1985. Bókaklúbbur AB. Með þessu bindi lýkur smá- sagnasafni því er Kristján Karlsson hefir valið og Al- menna bókafélagið gefur út. Lýkur því með eftirmála Kristjáns, stuttum en greina- góðum eins og formálar hans hafa allir verið. Eru þeir vissu- lega mikil bókarbót til skilnings og fróðleiks um smásöguna sem bókmenntagrein. í þessu bindi eru sögur eftir höfunda þessarar aldar, hinn elsti fæddur 1898 en hinn yngsti 1932. Eru þeir af mörg- um þjóðum og allir viðurkennd- ir öndvegishöfundar í heims- bókmenntunum. Sögurnar í bindinu eru eftir 29 höfunda og nær jafnmargir eru þýðendurn- ir, og hefir þá safnið alls flutt sögur eftir 73 erlenda höfunda, og hlýtur það að gefa lesandan- um nokkra yfirsýn í menntir annarra þjóða. Til útgáfunnar er vandað að öllu leyti, og mætti hún vel verða til að kenna ís- lendingum að meta smásöguna sem bókmenntaform. Ekki fæ ég varist því, að mér þykir all- mjög gæta ömurleika í sögum þessa bindis, meira en fyrr, og mér verður að spyrja, er þetta undirtónn aldarinnar og er gamansemi og glettni úr sög- unni? Ef til vill er þetta einungis ímyndun mín en þó —. Aftast í bindinu er stutt yfirlit um höfundana og þýðendatal allra bindanna. Sigíús Sigfússon: íslenskar þjóð- sögur og sagnir. V. Rvík 1984. Þjóðsaga. Þegar Óskar Halldórsson mag- ister féll frá óttuðust ýmsir að torvelt yrði að finna mann, sem gæti haldið áfram útgáfunni af Þjóðsögum Sigfúsar með jafnmikilli prýði. En þetta V. bindi sýnir að sá ótti hefir verið ástæðulaus. Grímur Helgason bókavörður heldur áfram verki Óskars með sömu ágætum og hann hafði unnið að fyrstu bindunum fjórum og enginn þarf að óttast um framhaldið í höndum Gríms. í þessu bindi er áttundi flokkur sagnasafns Sig- fúsar er hann kallar Kyngi- sögur. Kennir þar margra grasa og raunar margra ólíkra. For- málar Sigfúsar eru hér sem áður hinir athyglisverðustu og kynna lesendanum bæði við- horf hans sjálfs og alls almenn- ings til hverskonar galdra- bragða, kyngi og ákvæða. En þetta bindi er raunar hreinni þjóðsögur en mörg önnur, því að nær allt eru þetta sagnir lið- inna tíma, og því einn spegil- flötur af andlegu lífi tíma, sem ómengaðir eru af nútímanum, vísindum hans, trú eða trúleysi. En hinsvegar þykir mér hin bindin mörg skemmtilegri af- lestrar. En allir unnendur þjóð- sagna og íslenskrar þjóðmenn- ingar fagna bindinu og bíða framhaldsins með eftirvænt- ingu. Charles Francis Potter: Árin þöglu í ævi Jesú. Rvík 1984. Þjóðsaga. Undanfarin ár höfum vér við og við heyrt fréttir af merkilegum handritum, sem fundist hafa í nágrenni við Dauðahafið, og margir hafa talið, að vörpuðu nýju ljósi á ævi Jesú Krists og upphaf kristinnar trúar. Samt hefir verið hljóðara um þau en vænta mætti svo mjög sem þau snerta uppruna kristinnar trúar og um leið lífsskoðun allra krist- inna manna. Bók þessi er eftir amerískan höfund og leitast hann þar við að gera grein fyrir meginefni handritanna eftir því sem unnt er í stuttu máli. Eng- inn vafi hvílir á því, að handritin eru úr bókasafni trúflokks þess, sem Essenar hétu og bjuggu við Dauðahafið, en annars verið mjög hljótt um þá, enda hafi þeir verið einskonar leyniregla. Leiðir höfundur rök að því, að Jesús hafi dvalist meðal Ess- ena þau ár, sem ekkert segir frá æviferli hans í ritum Nýja testa- mentisins, og jafnframt að margt í kenningum hans megi rekja til trúfræði Essena. Segir höfundur afdráttarlaust, að kirkjunnar mönnum sé engin aufúsa á ritum þessum, og því sé svo hljótt um þau, og raunar gætir ádeilu í þessa átt mjög í bókinni. Ekki er það á mínu færi að leggja á þetta fræðilegan dóm, en mér þykir bókin for- vitnileg og vissulega gefur hún oss innsýn í hin helgu fræði, sem hefur þau fremur en lægir. Því að ekki get ég fundið að þau kynni, sem þarna fást af trúar- og siðgæðishugmyndum Ess- ena dragi á nokkurn hátt úr virðingu manna og trú á Jesúm, þó að hann hafi gengið í skóla Essena. Er það eitthvað minna við hæfi, en að ferðast í sam- kunduhúsum Gyðinga? Bókin er áhugaverð í hvívetna öllum sem eitthvað hugsa um trúar- leg efni. Þýðendur eru síra Áre- líus Níelsson og Gísli Ólafsson. Og varla mundi svo vel metinn klerkur sem síra Árelíus leggja nafn sitt við ritið, ef honum þætti sem hér væri boðuð ein- hver villutrú. SAFNMÖPPUR hafa reynst mjög vinsælar. svo við höfum vart haft undan að sinna pönt- unum. Þetta er mjög hentug leið til að halda blöðunum saman. Hver mappa tekur einn árgang og kostar kr. 160.00. Skrifiðeða hringiðpantanirykkar til Heima er bezt Tryggvabraut 18-20, pósthólf 558. Sími 96-22500,600 Akureyri. 278 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.