Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 16
hafa viljað telja að Sigurður hafi selt en ekki gefið Bessastaði. Á fundi ríkisstjórnarinnar 18. júní 1941 var samþykkt að veita hinni höfðinglegu gjöf viðtöku og „forsœtisráðherra vill hér með fyrir þjóðarinnar hönd, færayður innilegar þakkir fyrir hina stórmannlegu gjöf“ segir í bréfi forsætisráðuneytisins sama dag til Sigurðar Jónassonar. En ágreiningur sá sem var um val á aðsetursstað fyrir þjóðhöfðingjann kom m.a. fram í bréfaskiptum Ólafs Thors, atvinnumálaráðherra og Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra. Ólafur Thors segir í bréfi sínu 6. ágúst 1941: „ . . . hefi ég frá öndverðu verið því með öllu mótfallinn, að ríkisstjóri íslands yrði búsettur cnnarsstaðar en i höfuðstað landsins. Ég beitti méi því gegn því að ríkið keypti Bessastaði í þessu skyni og var því engu síður andvígur að ríkið veitti jörð þessari móttöku sem „gjöf“ með þeim hœtti sem orðið er, enda tel ég að sú gjöf sé fremur í orði en á borði, og óttast að hún muni til lítilla farsœlda. Hygg ég að Bessastaðirnir verði orðnir mjög dýrir áður en þeir verða taldir hæfa sem setur ríkisstjóra, en muni þó vart til frambúðar.... Það er ekki véfengt að œtla megi að meirihluti Alþingis hafi verið því sam- þykkur að ríkisstjóri sæti á Bessastöðum og að „gjöf“ þessi vœri þegin. Hinsvegar er mér ekki kunnugt um heimildir A Iþingis til margvislegra útgjalda úr ríkissjóði er reynast munu óhjákvœmileg í sambandi við gjöfina. Vil ég ekki sem ráðherra taka á mig ábyrgðina af þeim útgjöldum, hvorki vegna lagningu vega nésíma, né neins þess er að venju fellur undir mitt ráðuneyti. Lít ég einnig svo á að hér sé um einstœðar ráðstafanir að rœða, er sá meirihluti ríkisstjórnar og Alþingis verður að bera ábyrgð á, sem að þeim hefur staðið og mun þvi leyfa mér að víkja þeim beiðnum um heimild til fjárútláta er mér bérast tilyðar, sem forsœtisráðherra. “ Forsætisráðherra svaraði þessu bréfi 21. ágúst og segir m.a. að rétt sé „að geta þess, að þegar málefni þetta var til umræðu á A Iþingi, var ekki dregin dul á, að umbœtur á Bessastöð- um yrðu kostnaðarsamar. Vænti ég þess, ef mál þetta kemur á ný til umrœðu á Alþingi eða öðrum opinberum vettvangi, að mér takist að færa sönnur á, að þœr um- bætur, sem nauðsynlegar eru á Bessastöðum, hafi eigi meiri kostnað í för með sér en bygging nýs ríkisstjóra- bústaðar eða kaup á gömlu húsi, ásamt viðgerð á því. Verða þó Bessastaðir ólíkt veglegra ríkisstjórasetur en t.d. gamalt timburhús eða nýbygging fyrir sömufjárhœð og viðgerðin á Bessastöðum mun kosta. “ Ýmislegt mætti rita um það sem á gekk „bak við tjöldin“ í sambandi við val á aðsetursstað fyrir þjóðhöfðingjann, því að flestir vita að það er ekki hin opinbera saga, sem er áhugaverðust, heldur sagan á bak við söguna. Ólafur Thors barðist hart gegn því 1941 að Bessastaðir vœru gerðir að embœttisbústað. Rœtt hafði verið um æskuheimili hans við Fríkirkjuveg í því skyni. Hermann Jánasson taldi Bessastaði,,ólíkt veglegra ríkisstjóraset- ur en t.d. gamalt timb- urhús“. Atti hann við æskuheimili Ólafs Thors? 3000 krónur fengu bœndurnir fyrir Geysi og nokkra aðra hveri árið 1894. Rúmum 40 árum seinna hafði Sig- urður Jónasson svo milligöngu um endur- heimt þeirra - fyrir 8000 krónur. Geysir Nokkru áður en Sigríður í Brattholti barðist harðast gegn því að Gullfoss yrði hinu fingralanga erlenda fjármagni að bráð gerðist önnur saga í nágrenninu. Bændurnir á hinu forna höfuðbóli Haukadal í Biskupstungum, Greipur og Jón, ásamt föður sínum Sigurði Pálssyni á Laug, seldu hinn 9. apríl 1894 Mr. James Craig jr. í Castle Chambers í Belfast á Irlandi hinn heimsfræga goshver Geysi í Haukadal, ásamt Strokk, Blesa og Litla-Geysi (Óþerrisholu) með nokkurri landspildu, fyrir þrjú þúsund krónur. Þau skilyrði fylgdu að „bóndinn í Haukadal hafi rétt til að hafa á hendi um- sjónyfir hverunum fyrir hœfilega borgun þegar kaup- andinn sjálfur eða menn hans eru fjarverandi. í öðru lagi að bóndinn í Haukadal sitji fyrir allri hestapössun. íþriðja lagi áskiljum vér, núverandi eigendur ofan- nefndra hvera, oss og vorum örfum forkaupsrétt að 240 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.