Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Side 52

Heima er bezt - 01.07.1985, Side 52
GETTU BETUR Spurningagetraun þessa getur þú notað bæði til að prófa kunnáttu þína og annarra. Svörin eru birt aftast í blaðinu hverju sinni. Reyndu fyrst að svara með því að nota bara fyrstu vísbendinguna, en síðan hverja af annarri eins og nauðsyn krefur, - en þá lækkar stigaf jöldinn líka um leið. 1 10 2 10 3 10 stig 8 stig 5 stig 1 stig færðu fyrir rétt svar eftir fyrstu vís- bendinguna. eru gefin ef þú þarft tvær vísbend- ingar. færðu eftir 3 vís- bendingar sem gefa rétt svar. hlýtur sá sem þarf allar upplýsingarn- ar. Við hverja spurningu má lesa hve mörg stig boðsgestir blaðsins hlutu fyrir hana. Hvaða íslenskur kaupstaður? i fyrsta sálnaregistri sem þar var tekið, 1785, eru 12 persónur, flestar danskar. Þar bjó fyrsta konan sem neytti kosningaréttar á ís- landi. Þar varð kona í fyrsta sinn forseti bæjarstjórnar 1982. Svörin eru á bls. 279. Þar er stærsti vinnustaður áíslandi. Hvaða íslenskur listmálari? Hann taldi sjálfur, að eftir- tekt sín á náttúruna hefði kviknað á barnsaldri við að sjá eldsumbrot í Kraka- tindi, austnorður af Heklu, 27. febrúar1878. Æskuheimili hans var Rútsstaða hjáleíga eða Rútsstaðasuðurkot í Flóa. Hann varð einn af ástsæl- ustu listamönnum þjóðar- innar. Hann fór listanáms í Kaupmannahöfn 1897, og bjó þar um skeið ásamt Einari Jónssyni, en þeir áttu enga samleið. Reyndar var þessi lista- maður nokkur einfari og giftistt.d. aldrei. Líklega hefur það verið 1910, aðungursjómaður, Jóhannes Sveinsson, sem þá var alger byrjandi í myndlist, sótti fast (og tókst) að komast i nám hjá honum. Jóhannes tók sér nafnið Kjarval. Nafn þess sem við spyrjum um merkir hins vegar að hann sé helgaðurgoðum. Hvaða íslensk söngkona Hún hélt fyrstu tónleika sína í Gamla bíói í Reykja- vík í mars 1945, ung að árum og áður en hún fór utan til náms, en fékk frá- bærar viðtökur tónlistar- manna þess tíma. Faðir hennar nam bæði söng og lögfræði og var með þekktustu söngmönnum. Hún hóf söngnám sitt er- lendis i London, en var síðan á Ítalíu. Hún var fyrsti einsöngvarinn sem hélt einkakonsert í Þjóð- leikhúsinu. Síðan átti hún eftir að syngja víða um lönd, fyrir austan og vest- an járntjald, við mikla hrifninguáheyrenda. í New York hófst nýr þátt- ur í lífi hennar, sem hefur á íslandi orðið nærri jafn mikið einkenni hennar og söngurinn. Þetta áhuga- mál er kennt við fjallaland í Asíu. Það vakti mikið uppnám, þegar hún gagnrýndi harkalega í blöðum og sjónvarpi sýningu Þjóð- leikhússins á óperunni Brúðkaupi Figarós eftir Mozart árið 1970. Ævi- saga hennar, „Eins og ég er klædd ', varð metsölu- bók. 276 Hcinui cr bezi

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.