Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 27
EyjAPAKKA- sJÖKULL SNÆFELL / Oddur Sigurðsson jarðfræðingur skrifar KVERKFJÓLL BARÐARJ3UN&A PYNGJUEJÓLL SUÐUR- DALUR VIPIVELLIfi? YTRI ■ NO^ÐUR- VAL bjÓF&sTAe’Uf? _ //'°/' / ^ ■ BÍ \ / rí o_ír-i t \r þradaháls . T- - E>A/i"4f5ö1' , G//s5ryot/i r-/o/mavaiti -■ - Garðavatn HRAFM- KHLS- PALUR ’Ve&AR^UR SKR’/PUKLAUÖTUR eg 1 ls - /A- - •ðeyjfjsfjorður-- Kleskatmsteðifr= ,,.-C ? JHIHIF 1 FLJÓTS^DALUR ^ .SNÆFELL % 'CBÍeiðclalSVÍ'k Berið þessa mynd saman við litmyndina í næstu opnu. á undan. Þó hlýtur alltaf að hafa verið jökulgormur í ánni því Jökulsá hefur hún heitiðfráöndverðu. Bæir sem enn eru í byggð í Fljótsdal að austanverðu heita: Vallholt yst, þá Hrafnkelsstaðir, Víðivellir ytri I og II (sjá mynd). Klúka, Víðivellir fremri, Víðivalla- gerði og Sturluflöt innst. Á Víðivelli ytri féll mikll skriða 26. október 1979 í úrhellis rigningu og hjó stórt skarð í Víðivalla- skóg, tók þar af mikil tún, fór í gegnum súrheysgryfju, tók með sér vélar, drap um 40 fjár og stíflaði loks Kvísl úr Keldá við Kvíslarbrú. Annars eru hlíðar Fljótsdals mjög skriðurunnar, einkum Múli í Suðurdal. Þar er hlíðin öll í örum, sérstaklega eftir skriðuföll haustið 1941 þegar heimilis- Ifólkið á Arnaldsstöðum komst nauðug- lega af á flótta, meðan skriður hlupu yfir slóð þeirra í bak og fyrir. Sama kvöld og skriðan féll á Víðivelli 1979 hljóp önnur skriða skammt fyrir utan Glúmsstaði I í Norðurdal og skemmdi þar veginn. I Fljótsdælasögu segir frá skriðuföllum og manntjóniáþeimbæ. Múli skiptir Fljotsdal í Suður- og Norðurdal. Bæirnir Múla-megin í dölun- um eru kallaðir Múlabyggð eða bara Múli. Nú eru einungis Arnaldsstaðir eftir í byggð í Suðurdal, en I Norðurdal eru Langhús, Glúmsstaðir I og II og Glúms- staðasel. Glúmsstaðabændur hafa verið voldugir á öldum áður og eru ýmsar þjóð- sögur og heimildir til vitnis um það. Auk þess heitir Glúmsstaðadalur annar tveggja dala sem gengur upp af Fljótsdalur er við innanvert Lagarfljót, 5 km breið- ur dalur og 20 km langur, að Múla sem skiptir hon- um í Suður- og Norðurdal. Fljótsdælir búa við eitthvert sælasta veður á landinu, enda er dalbotninn í aðeins 20 m hæð yfir sjó, þótt 70 km séu til strandar við Héraðs- flóa. Dalurinn er girtur 1000 m háum fjöllum að suð- austan (Hraungarði) og tæplega 700 m hárri heiði (Fella- og Fljótsdalsheiði) að norð-vestan. Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi, og hinn Þuriðarstaðadalur, og eru þeir til vitnis um hve víða bæir í Fljótsdal áttu haga- gönguogönnurítök. Að norðanverðu í Fljötsdal heita bæir frá Hrafnsgerðisá á sveitarmörk- um: Droplaugarstaðir, Arnheiðarstaðir, Geitagerði, Hús, Brekkugerði, Brekka, Hjarðarból, Melar, Bessastaðagerði, Eyrarland, Bessastaðir, Skriðuklaustur, Valþjófsstaður, Hóll, Þuríðarstaðir, Egils- staðir og Kleif, sem er nýfarinn í eyði. Arnheiðarstaðir og Bessastaðir eru sögustaðir úr Fljótsdælasögu. Á Brekku var á síðustu öld og langt fram á þessa læknissetur og þar oft kallaður spítali. Á Skriðu var stofnað klaustur 1493, hið yngsta á landinu. Hét það síðan Skriðuklaustur og heitir svo enn. Þar bjó Hans Wíum sýslumaður, sá er hafði Sunnevu í haldi, þar til hún hvarf á dular- fullan hátt. Þess vegna gældu menn við þá hugmynd, að það væru bein hennar sem fundust fyrir 4 árum í Bessastaða- árgilinu (réttutan myndarhægra megin). Á Skriðu byggði Gunnar Gunnars- son skáld veglegt steinhús 1939. Það er talsvert frábrugðið öðrum þeim húsum sem gefur að líta í sveitinni og þótt víðar væri leitað hérlendis, skreytt með steina- hleðslu að utan. Árið 1947 gaf Gunnar ríkinu jörðina með húsum, og var þar stofnuð tilraunastöð landbúnaðarins árið eftir. Skammt frá bænum er gamall graf- reitur, þar sem er meðal annarra leiði Jóns hraks, sem snýr ,,út og suður" og á því er legsteinn Jóns, þó ekki nema nokk- urra áratuga gamall. Þar skammt frá er leiði Hans Wíums sýslumanns. Heima er hezi 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.