Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 46

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 46
standa." Ég gjöri mér grein fyrir, að óðum líður að haustinu og lokum ráðningartímans og máski hefur viðurkennd rómantík síðsumarkvöldanna haft sín áhrif, nema hvað ég tók örlagaríkustu ákvörðun í lífi mínu og hófst handa um framkvæmdir; að morgni þriðjudagsins 17. ágúst skeður það í gömlu baðstofunni í Hvammi, að við föllumst í faðma og kyssumst fyrsta og ógleymanlegasta kossinum þótt síð- asti kossinn okkar sé mér það einnig. Var 17. ágúst síðan einn af okkar merkustu minnisdög- um; held ég að ég megi segja, að við rifjuðum þessa minn- ingu upp á hverju ári, meðan bæði lifðum, og ekki vantaði nema réttar þrjár vikur í fimmtugasta og sjötta afmæli dagsins, er Ragnhildur andaðist 27. júlí s.l. Ég sagði Lóu dóttur minni frá helgi þessa dags í sumar, þann dag, þ.e. 17. ágúst, er hún heimsótti mig sem oftar hér í einbýlinu. Ég held henni hafi fundist þetta hálf barnalegt og ólíkt nú- tímastreitunni sem kölluð er. Þó má ég ekki fullyrða, að hún hafi litið svo á, málið ræddum við ekki. Fljótlega að athöfninni 17. ágúst lokinni var málið tekið til umræðu og munnlegir samningar gjörðir um hjónaband okkar í milli, var því farið að hugleiða ýmsa þætti til fram- kvæmda. Sagði ég foreldrum mínum frá ráðagerð minni og ákvörðunum. Tóku þau því sæmilega, að mér fannst, þó var eins og hálfgerður lunti í mömmu út í þetta, og grunaði mig og Ragnhildi, að mamma og vinkonur hennar: Björg á Móbergi, Guðrún'tengdadóttir hennar í kotinu og Hildur á Skarði, væru að makka um það sín á milli, að þær væru hissa á „honum Bjarna“ að vera að ana út í þetta, telpan alókunnug austan af landi þó snotur væri. Mátti heita að lægi í loftinu hjá þeim, að „hann Bjarni í Hvammi“ hefði hlotið að geta og borið að festa sér einhverja stórstaðar- hofróðu, jafnvel af aðalsættum, ef gervi slíkra hefði verið til. Það skal strax fram tekið, að við frekari kynningu af Ragnhildi breyttist þetta viðhorf móður minnar skapaðist sönn vinátta og virðing hvorrar til annarar, meðan báðar lifðu. Eins var með föður minn, hann var henni sérstaklega góður og virtu þau hvort annað frá því að hún var bara kaupakona fyrsta sumarið hennar þar í Hvammi. Eitt var það, sem ásamt fleiru var í ráðagerð hjá okkur hjónaefnunum komandi haustdaga, var að útvega okkur trúlofunarhringa, og ráðgjöra að þeim fengnum, hvenær sú athöfn færi fram og hvar, hvort heldur heima í foreldra- húsum mínum eða hjá foreldrum hennar fyrir austan. Fyrst var þó að útvega sjálfa gripina, og mundi nútímafólki ekki þykja slíkt neitt fyrirhafnaratriði, en í sveitunum kostaði þetta dálitla vafninga. Man ég, að ég fékk Halldór bróður minn til að annast þetta fyrir mig, að þetta ætti að vera eins konar trúnaðarmál, þannig að ekki yrði hljóðbært utan fjölskyldu minnar, hvað í bruggi væri þar í Hvammi. Þó grunar mig, að eitthvað hafi sveitungarnir verið farnir að láta sig gruna, en aldrei að vita hvort nokkur alvara væri hjá krökkunum, þó smá „kíkk“ og „kelerí“ hjá þeim færi ekki alveg framhjá athugulu fólki um slíka hluti. Jú! Hall- dór dugði sem vita mátti vel í málinu. Gull var torfengið í héraðinu, enda sauðasölutímabilið lönguliðið. Þó náðist í það hjá frekar fátækum kotbónda, þá að Kárastöðum í Svínavatnshreppi, Sveini Guðmundssyni. Hann lumaði á torfengna málminum, allavega nægu fyrir okkur hjóna- efnin. Hagleiksmaðurinn Skarphéðinn Einarsson Andrés- sonar, svokallaðs galdramanns frá Bólu, smíðaði gripina með ágætum. Þá var að ákveða hvar og hvenær sú stóra stund færi fram að opinbera trúlofun okkar. Ég held ég muni það rétt, að Ragnhildur hafi ætlað sér að fara austur til foreldra sinna seint um haustið og dvelja hjá þeim allavega nokkuð af vetrinum, eða jafnvel allt til vors 1921. Talaðist svo til milli okkar, að ég skryppi með henni austur, svo hún gæti lofað foreldrum sínum og systkinum að sjá hvers konar fugl hún hefði valið sér að eiginmanni. Fékk ég eins konar orlof frá störfum. Tókum við okkur far með Goðafossi seint í október frá Blönduósi. Var þá upp- gangsveður norðaustan og rétt með naumindum að fært væri róðrarbátum með vörur og farþega frá bryggjukrílinu fram að Goðafossi, er lá alllangt frá landi, svo ört jós upp briminu, þótt enn væri ekki komin blindhríð svo langt inn flóann, en þó auðséð að hverju dró um veðurfarið. Enda fór það svo, að vitlaust veður var alla leiðina frá Blönduósi til Sauðárkróks, sem átti að vera fyrsti við- komustaður skipsins á leið þess austur fyrir land. Er skemmst frá þessum fyrsta kafla fyrirhugaðrar skemmti- reisu okkar hjónaefnanna að segja, að alveg vita fárveikur af sjósótt var ég alla leiðina, meira að segja strax í bátnum frá Blönduósbryggju um borð í skipið. Lá ég að mér fannst nær dauða en lífi í koju, þar sem mér var komið fyrir um leið og ég kom um borð og reyndi ekki að stíga á fætur fyrr en mér var komið í land á Sauðárkróki. Ragnhildur fann ekki til veiki, og kom það sér vel, því ærinn starfa hafði hún við að stumra yfir hinu burðuga mannsefni sínu; Á Sauð- árkróki mun skipið ekki hafa dvalið lengi og veðurhorfur ekki batnandi í bráð. Gat ég alls ekki hugsað mér að leggja á djúpið aftur, nærri hvað sem í boði hefði verið, mátti hver sem vildi reikna mér það til linkindar og löðurmennsku. Ákvað ég því að hætta við fyrirhugað ferðalag, og var Ragnhildur því samþykk, og hvatti mig í engu til að leggja á mig áframhaldandi plögun. Hvatti ég hana til að halda ferðinni áfram, m.a. til að baka ekki foreldrum hennar þeim vonbrigðum að ekkert yrði af komu hennar, sem búin var að dvelja að heiman í eitt ár rúmlega. Skyldum við gera gott úr þessu með smáfrumlegheitum. Hún færi með hringinn frá mér sem ætlaður var henni, en ég með hringinn mér ætlaðan. Svo skyldum við þegar við værum búin að jafna okkur eftir ferðavolkið hafa tal saman í símanum og koma okkur saman upp á dag sem okkur væri heimilt að setja upp hvort sinn hring og staðfesta þá heim- ild með gagnkvæmum símskeytum milli okkar. Þetta leit nú bara vel út og hefði sennilega verið eindæma uppátæki hér á landi. En þó að sú tillaga hefði á sér tölu- verðan ævintýrabrag, þá dugði það ekki til; Ragnhildur tók þá ákvörðun að snúa við með mér aftur heim. Vitanlega samþykkti ég þá ákvörðun hennar með glöðu geði, þó undir niðri væri ég hálfsneyptur yfir þessari löðurmennsku hjá mér og hve mikill landkrabbi ég væri, enda aldrei á sjó komið um mína daga, svo eirinn hafði ég verið í dalnum mínum. Síðari hlutinn birtist í nœsta blaði. 270 Heimaerbezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.