Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.07.1985, Blaðsíða 9
Haldið var upp á afmæli 50. þáttarins 8. maí 1985 með því að Björg Einarsdóttir og tœkni- menn gæddu sér á konfekti. Tal- ið frá vinstri Astvaldur Kristins- son, Magnús Hjálmarsson, Þórir Steingrímsson, Oskar Ingvarsson oghöfundur. Á þessum tíma var Rauðsokkahreyfingin í reynd þver- pólitísk og ég varð þátttakandi í ýmsum verkefnum á veg- um hennar. Þau voru ekki öll þegin með þökkum úti í samfélaginu og mörgum fannst að sér vegið. Ekki voru það síst heimavinnandi húsmæður sem ég gat aldrei skilið, því frekar var verið að vinna fyrir þær en gegn þeim. Unnið var að markmiðum hreyfingarinnar með gerð útvarpsefnis, blaðaútgáfu, hópastarfi, fundum, námskeið- um og ráðstefnum. Ýmsar aðgerðir voru hávaðasamar og ef til vill full snöggar, en um leið aðferð til að kveða sér hljóðs svo eftir verði tekið. Starfsárið 1973-1974 var ég í miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar með þremur konum öðrum. Æ fleiri innan Rauðsokkahreyfingarinnar fundu síðan hjá sér ríka þörf á að lýsa sig fylgjandi tilteknum flokks- pólitískum stefnumiðum, og þegar svo var komið áttum við sem kusum að vinna þver-pólitískt að málefnum ekki samleið með meirihlutanum. Nú mun hreyfingin liðin undir lok og jafnvel örðugt að finna glöggar heimildir um hana. En þótt Rauðsokkahreyfingin væri alda sem reis og hneig, var hún um margt athyglisverð og kom við kviku hjá fjölda kvenna. Margar ágætar konur þjálfuðust þar í sam- starfi, lærðu að meta mál og taka á þeim. Það er trúa mín að ýmissa þessara kvenna sjái nú stað í þjóðfélaginu. En málefnin voru jafn brýn og um þessar mundir, á árinu 1974, var að myndast vakning vegna undirbúnings Al- þjóðlega kvennaárs Sameinuðu þjóðanna 1975 og mikil endurnýjun að verða í Kvenréttindafélagi Islands. Ungur formaður, Sólveig Ólafsdóttir, tók við, ég var að leita að nýjum vettvangi, og svo fór að ég gekk í það félag 1975, skömmu síðar var ég kosin varaformaður og gegndi því starfi til 1980. Að vísu hef ég aldrei verið sátt við orðið kvenréttindi, þetta eru mannréttindi og þau stundum fót- um troðin þegar konur eiga í hlut. Kvenréttindafélagið (KRFÍ) er hins vegar gamalt félag, stofnað 1907, áður en konur höfðu öðlast sama rétt og karlar til menntunar og stjórnmálaþátttöku. KRFÍ, sem starfar þver-pólitískt, er æruverðugt og félagsmönnum sínum góður skóli. Það gefur út ársritið 19. JÚNÍ, lagafrumvörp eru tekin til yfirlestrar og umsagnar, markvisst haldnar ráðstefnur og fundir og sífellt reynt að klappa þann stein, að konur séu fullgildir þegnar sem beri að keppa að fullri þátttöku í þjóðfélaginu. Eitt af þeim réttlætismálum sem var á dagskrá á þessum árum voru úrbætur í skattamálum hjóna. Markmiðið er að hver einstaklingur verði fjárhagslega sjálfstæður, karlar og konur, gift fólk og ógift, og hver greiði skatt af eigin aflafé. Margar ungar konur hafa á undanförnum árum gengið til liðs við KRFÍ og ég tel að félagið muni áfram verða konum aflvaki til starfa, og verkefnin eru næg. Það merkir ekki að aðrar hreyfingar eigi ekki rétt á sé samhliða. Ég tel einmitt sérhverjum málstað betur borgið sem fleiri vinna jákvætt að honum og frá ólíkum hliðum. Þó ég sjálf muni ekki geta aðhyllst kvennaframboð hef ég ekki verið því mótfallin að vissu marki. Með kvennafram- boðum síðari ára sýna konur að þær vilja starfa að mál- Frágangur eftir Kvennafríið var meðal annars í höndum Bjargar og hér er hún t Arbæjarsafni í Reykjavík með Valborgu Bents- dóttur (heldur á stóru kvennamerki) að afhenda gripi og nokkur skjöl til minja um fundinn. Kristín Jónsdóttir safnvörður veitir því viðtöku 24. október 1976 á eins árs afmæli Kvennafrísins. Heima er bezt 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.